Halldóra
Vaknaði klukkan 04:00 og fór í sturtu og fékk mér morgumat, kaffi á fastandi maga og ristað brauð með osti og sultu. Aðalmálið eins og alltaf að ná að gera númer 2 😉 Pétur keyrði okkur svo niður í bæ, þar sem við höfðum komið hjólunum okkar fyrir. Var mjög fegin að hann skutlaði okkur, því þá þurftum við ekki að hafa áhyggjur af því hvar við fyndum bílastæði fyrir bílinn, enda bannað að leggja á mörgum stöðum, eins og við verslunarmiðstöðina og annars staðar.
Pumpaði í dekkin á hjólinu, maður verður að passa sig að setja ekki of mikið, þar sem þrýstingurinn eykst þegar sólin kemur upp og hitastigið eykst. Setti svo vatnsbrúsana á hjólið, gelin í hnakktöskuna og allt ready. Fór svo bæði í Running pokan og Hjóla pokann, og setti fanta dós og redbull dós í pokana og kom líka auka fötum fyrir ef ég myndi vilja skipta um föt og ef eitthvað kæmi fyrir. Hjálparsveitar Halldóra er alltaf með í undirmeðvitundinni.
Hittum Breiðabliks strákana á skiptisvæðinu og löbbuðum með þeim yfir að sundsvæðinu. Funduð gáma-klósett á leiðinni sem var ekki eins mikil röð við og hentum okkur í það. Þegar við komum að sundstartinu, var ennþá myrkur og ágætis tími til að fara enn og aftur á klósettið og svo var ekkert annað að gera, en að body-glæda sig og koma sér í wet-suitið. Svo bara að koma skónum, úlpunni og öðrum fötum sem við vorum í utanyfir í hvíta pokann sem maður fær þegar maður kemur í mark. Þá var maður ready í wet-suiti með sundgleraugu, sundhettu og eyrnatappa og vatnsbrúsa sem ég myndi svo henda á leiðinni út í vatnið. Framundan 3,8 km sund.
SUND = 3,8 km Tími 1 klst 23 mín og 23 sek.
Ræsingin í sundið var svokölluð fljótandi ræsing. Þú raðaðir þér í þann hóp sem þú taldir að þu myndir ráða við. Við fórum inn í hópinn á milli 1 klst og 20 mín og 1 klst og 25 mín. Fyrsti hópur ræsti klukkan 06:40 og svo var stöðugt verið að ræsa til klukkan 07:00. Það var búið að vera mikil umræða síðustu daga um hvort vatnið yrði of heitt til að mega synda í því, en svo var ákvörðun tekin um að það mætti. Það voru samt mjög margir sem syntu í ermalausu wet-suiti. Ég er nú svo mikil kuldaskræfa og fannst þetta ekkert sérstakleag heitt, enda mun kaldara en sundlaugin 🙂 Vatnið var auk þess mjög brúnt, mikill leir og drulla í því og ekki bragðgott. Ég var samt fegin að hafa mætt á æfinguna sem var í gær, en á ákveðnum tima máttum við synda í vatninu, ákveðinn hluta leiðarinnar. Var einnig frekar stressuð yfir því að fá krampa, því ég hef verið að fá krampa í vinstri fætinum á sundæfingum, þar sem leiðnin var, eftir brjósklosið og þar sem dofnu tærnar eru.
Sundið gekk nokkuð vel framan af. Sama baráttan svo sem og alltaf og slagsmálin, en ég er orðin vön því, ef ég fæ á hann þá bara olnbogast ég á móti og ef einhver vogar sér að toga í fæturna á mér, þá sparka ég á móti. Komst fram hjá fyrstu snúningsbaugunni og svo var bara að halda áfram til baka. Rétt áður en ég kom svo að beygjunni til hægri þá byrjaði ég að krampa. Sá hvar einn keppandinn var við bakkann og stóð þar og var að laga sundgleraugun sín, svo ég synti til hans og náði að botna þar og lemja fætinum nokkrum sinnum niður í drulluna, eins og ég var vön að gera í sundlauginni og þá leið mér betur og hélt áfram.
Kom svo að beygjunni þar sem synt var inn kanalinn. Það var gaman að sjá húsin og fólkið á bakkanum og svo var síðasta snúningsbaugjan og að bryggjunni. Sundið búið, „thank God“ hugsaði ég en ég synti 4.070 m. skv Strava og kláraði á 1 klst 23 mín og 23 sek. og var bara mjög sátt við það. Var í 40 sæti í aldursflokki eftir sundið, kona númer 298 og 1370 af öllum þátttakendum.
T1 = 6 mín og 16 sek.
Fékk aðstoð við að komast upp úr vatninu, svo settist maður bara á grasið og fékk aðstoð við að toga mann út úr gallanum. Varð í staðinn fallega brún á rassinum ha ha ha, sá marga svoleiðis líka á undan mér. Hljóp og tók hjólapokann minn, fór inn í tjaldið og fékk mér að drekka, þurrkaði fæturnar, fór í sokka og skó (fékk enga aðstoð, allir aðstoðarmenn uppteknir), en það var allt í lagi, tók hjálminn minn, henti wet-suitinu, sundgleraugun og sundhettu í pokann og skilaði honum til næsta aðstoðarmanns. Fékk svo sólarvörn á hendurnar og fæturnar á leiðinni út. Hljóp að hjólinu, greip það og kveikti á garmin græjunni og hljóp með það út fyrir línuna, þar sem maður má fyrst fara á hjólið. T1 tími samanlagður 6 mín og 16 sek.
HJÓL = 5 klst 51 mín 23 sek. (ath Garmin Sagan ??)
Það var yndislegt að komast á hjólið, en skrítið að þekkja ekki leiðina. Höfðum hvorki keyrt hana né hjólað, svo ég vissi ekkert hvert ég ætti að fara, hef alltaf kynnt mér leiðina áður, en ekki núna, en það var allt mjög vel merkt, svo ég vissi að ég myndi ekki týnast 🙂 Það var yndislegt að hjóla í þessu góða veðri, þó það væri mjög heitt, þá er góð vindkæling á hjólinu. Mér leið mjög vel og passaði mig alltaf að halda góðu bili í næsta hjólara og þurfti því oft að hægja á mér þegar stórir hópar komu fram hjá mér. Fyrstu hjólaði maður einhvern hring þarna inn í bænum og svo fór maður út á hraðbraut í áttina að flugvellinum. Þegar ég var komin þangað og komin aðeins upp eftir, fór maður að sjá fyrstu hjólarana koma á móti manni og það sem kom mér á óvart var að þeir voru allir í stórum hópum og enginn að dæma „draft“ á þá. Man ég hugsaði hvað þetta var skrítið. Ég var stöðugt að hægja á mér þegar hraðari hjólarar komu og tóku fram úr mér, því ég ætlaði sko alls ekki að láta dræma drafting á mig, samt sá ég aldrei mótorhjól, man ég hugsaði að þau hlutu að fara að koma fram úr mér.
Rétt við flugvöllinn er snúið við á keilu. Á leiðinni er maður oft að fara yfir svona stórkostlegar brýr og það var hækkun í þeim. Það var kannski það sem kom mest á óvart, að hjólaleiðin væri ekki marflöt, því það var búið að tala um það að hún væri algjörlega flöt. Svo kom snúningspunktur eftir 45 km, fjórðungur búinn, nú var að hjóla alla leið niður eftir til baka, og svo aftur upp að keilu og snúa aftur við. Það var gaman að sjá að það voru hjólarar á eftir mér, þegar ég hjólaði niður eftir. En það voru tveir hjólarar sem vöktu mestu athygli, en þeir voru að hjóla leiðina á svokölluðu „fatbike“ hjóli, sem er ekkert smá afrek að mínu mati. Bakið á mér var alveg að finna fyrir hjólinu, svo ég var bara dugleg að rétta úr mér og hjóla frekar upprétt, hélt þá bara í letingjana og náði að rétta vel úr mér, en fékk bara vindinn í fangið í staðinn. Þegar ég var kominn x km þá varð ég að stoppa og henda mér á klósettið. Það eru margir sem geta pissað á sig á hjólinu, en ég er ekki ein af þeim. Ég hef reynt að æfa það, en algjörlega án árangurs. Mér var farið að líða það illa, og mikið mál að ég vissi að það væri betra að eyða nokkrum mínútum í að stoppa og pissa, heldur en að bíða þar til ég væri komin í T2. Það var líka rétt, mér leið mun betur eftir pissustoppið sem skilaði sér í betri líðan á hjólinu. Ég var ekki að borða mikið, en ég var með tvo brúsa með orkudrykk í á mér og greip banana á leiðinni og tók inn 2 gel allt hjólið.
Kláraði hjólið á 5 klst 51 mín og 23 sek, með pissustoppinu, samkvæmt Strava var ég xxx. Eftir hjólið var ég komin í 35 sæti í aldursflokki, þ.e. búin að vinna mig upp um 5 sæti. Var í 248 sæti af öllum konum (upp um 50 sæti frá sundinu) og 1.267 overall.
T2 = 10 mín og 34 sek.
Steig af hjólinu áður en ég kom að línunni og aðstoðarmaður kom og tók við hjólinu og fór með það, frekar næs, því oftast þarf maður að hlaupa sjálfur með hjólið og skila því á rekkann. Ég sá Pétur og Sædísi þar sem ég kom inn og hljóp til þeirra og knúsaði og gaf „high-five“. Hljóp svo á hjólaskónum (ekki beint þægilegt) í gegnum allt hjólasvæðið að hlaupapokunum. Greip pokann minn og hljóp inn í tjald. Fór úr hjólaskónum í hlaupaskóna, skilaði hjálminn setti upp derhúfu og meira af sólarvörn á mig og fékk mér Fanta að drekka. Fór svo á klósettið áður en ég skilaði pokanum af mér. Tími í T2 var því 10 mínútur og 34 sek. sem er frekar langur tími. (eftir hjól hugsar maður gott nú get ég bara klikkað ekki hjólið hahah)
HLAUP = 4 klst 43 mín 38 sek.
Svo byrjaði hlaupið, þá fyrst byrjaði ballið. Það var ógeðslega heitt, vægt til orða tekið, svo planið var að stoppa bara á hverri einustu drykkjarstöð og þar var derhúfan fyllt af klökum, fenginn nýr ískaldur svampur sem var settur inn á bringu og einnig var troðið klökum inn á bak og bringu. Drakk RedBull á hverri drykkjarstöð, sem og vatn og kók eftir þörfum.
Reyndi að halda samt stöðugt áfram að hlaupa, þó ég fór ekki hratt, því ég vissi að ef ég myndi byrja að ganga þá væri erfitt að byrja að hlaupa aftur. Þegar ég var komin rúmlega helming með minn fyrsta hring þá kom Viðar Bragi fram úr mér en hann var að klára þriðja og síðasta hringinn sinn. Það var gaman að hitta hann, en Guð hvað ég öfundaði hann, og vildi að ég væri að klára. En þetta var fjölbreytt og skemmtileg hlaupaleið en þvílíkur hiti og sólinn voru að steikja mig. Man ég bað til Guðs um að skýin færu nú fyrir sólina, en varð ekki að ósk minni allt hlaupið. Eftir að hafa klárað fyrsta hring, hitti ég Pétur og Sædísi, wow hvað það var gaman að ná að gefa þeim high-five og fá hvatninguna. Það kom mér áfram. Fór svo á salernið enn og aftur þegar ég kom að sundstaðnum, en þurfti svo ekkert að pissa þegar til kom, þurfti greinilega bara að taka inn meira salt, en ég var samt að reyna að vera dugleg að taka inn salt. Kom samt bara niður einu geli í mig í þessu maraþoni, en tók inn banana, og sítrónur og appelsínur með klökunum á drykkjarstöðvunum og RedBull og ennþá meira RedBull var bara málið í þessum geðveika hita.
Það var góð tilfinning að leggja af stað í þriðja og síðasta hringinn í hlaupinu, en það hafði fækkað verulega áhorfendum við gangstéttirnar, og fólk minna að bera virðingu fyrir því að halda þeim auðum fyrir hlauparana 🙂 Síðasti snúningspunkturinn og ég hringdi bjöllunni og sá sem stóð vaktina, þar vissi áður en ég kom að ég væri á síðasta hring, veit ekki hvernig eða af hverju hann mundi eftir mér, en maður fær ekki svona teygjur á hendurnar þarna eins og í Evrópu, en það eru auðvitað tímatökumottur um allt, svo það er ekkert hægt að stytta sér leið. En já hann gaf mér high-five, ég hringdi bjöllunni og nú var lítið eftir. Úrið sagði 200 metrar, en samt var ég ekkert farin að sjá í marklínuna. Endaði svo reyndar á að hlaupa 4 x…. km Hitti Pétur og fékk hjá honum íslenska fánann minn. Og þá byrjaði endorfínið að kikka inn. Náði að hlaupa meðfram áhorfendum fyrst niðureftir með íslenska fánann og ég hélt ég væri að koma í mark, nei þá var þar snúningspunktur og hlaupið aftur uppeftir, wow hvað þetta var gaman, ég öskraði og leyfði íslenska fánanum að blakta.
Tók svo að sjálfsögðu Haddýjar stökkið þegar ég kom í mark og þulurinn kallaði „Halldora from Israel – You are an Ironman“ 😉 Var sko alveg saman þetta var svo yndisleg tilfinning að koma í mark. Hljóp maraþonið á 4 klst 43 mín og 38 sek. og samanlagður tími var 12 klst 15 mín og 14 sek.
Var í 25 sæti í aldursflokki (upp um 15 sæti frá sundi), 200 sæti af öllum konum (upp um 98 sæti frá sundinu) og 992 sæti overall (upp um 378 sæti overall frá sundinu) og er bara nokkuð ánægð með það.
ÞAKKIR
Keppni eins og Ironman er bara punkturinn yfir i-ið á löngu og skemmtilegu ferðalagi. Elsku Irina takk kærlega fyrir allar skemmtilegu og yndislegu æfingarnar okkar sem og ferðlagið allt saman, það var virkilega gaman að vera með þér. Elsku Sædís og Pétur, takk fyrir að taka svona vel á móti okkur og fyrir allan stuðninginn allan keppnisdaginn, þið eruð yndisleg og einstök, takk kærlega fyrir okkur vinkonurnar, þið eruð þvílíkir höfðingjar heim að sækja <3 <3 <3
MYNDBAND HÉR:
Við Óli hlupum saman í Víðavangshlaupi ÍR í dag, sumardaginn fyrsta.
Þetta er mjög skemmtilegt hlaup, þar sem þú færð tækifæri til að hlaupa upp Hverfisgötuna, niður Laugaveginn og svo Lækjargötuna út að BSÍ þar sem snúið er við og hlaupið fram hjá Ráðhúsinu, Alþingishúsinu og endað í Austurstræti.
Við hlupum þetta á 27 mín og 3 sek og vorum í 248 og249 sæti (74 kvk af 243).
Tók þátt í HK100 annað árið í röð. Þetta er einstaklega skemmtileg hlaup og auðvitað ómetanleg þjónusta sem við fáum frá systrunum Huldu og Bekku og nú var Pétur vinur þeirra að hjálpa þeim.
Á eftir að skrifa keppnissöguna, en stóra fréttin er sú að ég bætti mig um 4 klst 2 mín og 38 sek á milli ára. Árið 2017 var ég 23:22:54 en núna 19:20:16. Ég vann mig upp um 423 sæti, var í sæti númer 1.023 eftir fyrstu tímatökumottuna og endaði í 600 sæti overall af 1.519 keppendum. Var í 187 sæti í byrjun af öllum konum en endaði í 103 sæti af öllum konum og vann mig því upp um 84 sæti af konunum. En það voru 347 konur sem kláruðu.
Vekjaraklukkan hringdi klukkan 05:50. Fengum okkur góðan morgunmat, ristað brauð með banana og sultu og kaffi á fastandi maga, alveg klassískt. Svo voru tærnar plástraðar (hefðbundið), vaselíni smurt á tærnar áður en farið var í sokka. Ég var næstum því búin að gera byrjendamistök, þ.e. fara í nýjum sokkum. Fór í þá, en fékk strax bakþanka, því ég veit maður á ekki að fara í nýjum, óþvegnum sokkum, sem maður hefur aldrei prófað áður, en ég keypti þá í gær og fannst þeir eitthvað svo þægilegir, en ákvað að vera skynsöm og fara bara í gamalt sokkapar og var mjög sátt með þá ákvörðun mína þegar ég lagði af stað.
Var búin að taka saman keppnisfötin kvöldið áður, var í Compressport fatnaði frá toppi til táar, legghlífum, trail buxum, trail stuttermabol og ermahlífum og svo með Salomon vestið mitt, stóra þ.e. 12 lítra. Sami fatnaður og ég notaði í Lavaredo og í CCC, er orðin mjög vanaföst með klæðnað, enda virkilega þægilegur fatnaður frá Compressport.
Siggi gerði mikið grín að okkur Rúnu með vestið mitt og bakpokann hennar út af þyngdinni. Björgunarsveitarkonan í mér var sko við öllu búin, ætlaði ekki að verða vatnlaus (ef stöðvarnar yrðu illa búnar eins og á Spáni) svo ég bar á mér meira og minna um 1,5 lítra af vatni allt hlaupið ha ha ha 😉 Okkar rök voru: Ef við getum borið 5 auka kíló á okkur þá getum við alveg borið nokkra auka lítra af vatni og næringu á okkur 😉
Ég var sem sagt með 1 ½ l blöðru á bakinu, og svo tvær 500 ml Salomon soft flöskur í sitthvorum vasanum framan á vestinu. Var búin að kreista 11 stk. High Five gel í annan brúsann, sem ég er alltaf með í vinstri vasanum og svo var ég með Zero töflu í vatninu í hægri brúsanum. Í blöðrunni á bakinu var bara vatn sem ég reyndar fyllti ekki alveg. Auk þess var ég með skyldubúnaðinn, sem var álpoki, gsm sími, súkkulaðibör eða einhver næring og höfuðljós. Tók reyndar með mér léttara auka ljós sem ég á og hafði Petzl ljósið mitt í 50 km „drop“ pokanum. Annað sem ég var með á mér var: Asmapúst (var búin að vera mjög lasin síðustu vikur), verkjalyf og Lansino krem, GO-Pro myndavél, auka zero töflur, Magnesíum duft og töflur, súkkulaði og regnjakki.
KEPPNISSVÆÐIÐ
Við tókum Über leigubíl á keppnissvæðið en þangað var um 40 mín akstur. Þegar við komum á keppnissvæðið, voru auðvitað langar raðir á salernin. Við notuðum því bara eins og margir aðrir stóra klósettið í skóginum. Svo fundum við svæðið þar sem við gátum skilað af okkur pokunum, þ.e. hvítur poki sem átti að fara í endamarkið og blár poki sem var á 52 km stöðinni.
Í hvíta pokanum var ég með þurr föt og sandala og setti svo úlpuna sem ég var komin í, þar sem það var frekar kalt þarna um morguninn. En í bláa pokanum var ég með síðar hlaupabuxur, ullarpeysu, húfu og vettlinga, ljósið mitt og fleiri hrein föt. Þar var ég með bakbeltið mitt og fleiri gel og súkkulaði og alla vega fatnað sem myndu örugglega duga fyrir fleiri fleiri hlaupara 😉 Björgunarsveitarkonan klikkar aldrei ha ha ha 😉
Tók að sjálfsögðu myndir á GO PRO myndavélinnni til að fanga stemninguna, tók líka myndir á símann og tók áskoruninni sem Gutti hafði sent mér, þ.e. að taka upp myndir á Facebook Live, sem var virkilega skemmtilegt.
Þegar við vorum búnar að skila pokunum, fundum við ekki strákana. Ég reyndi að hringja í Sigga í ofurlitla símann hans, en hann svaraði ekki. Við gerðum ráð fyrir að þeir væru þarna einhvers staðar fremst við ráslínuna. En við stilltum okkur upp miðað við að vera í þeim hópi sem myndi klára á um 20 klst., þ.e. önnur ræsing, klukkan 08:05.
RÆSING
Svo var hlaupið ræst klukkan 08:00 að staðartíma. Þá voru strákarnir örugglega að leggja af stað. Það var skrítið að ná ekki að kveðja þá, en virkilega skemmtilegt að fanga stemninguna og að taka þetta upp á FB live og fá rauntíma kveðjur að heiman. Eftir að fyrsti hópur var lagður af stað klukkan 08:00 þá sá ég íslenska fánann aðeins neðar svo ég kallaði TEAM ICELAND og þá komu stelpurnar, þ.e. Hulda og Rebekka og vorum báðar í flottu rauðu 66¨norður peysunum og með buff með íslenska fánanum. Við auðvitað stoppuðum og knúsuðum þær, tókum FB live myndband af þeim og þær tóku myndir af okkur. Ótrúlega mikil stemming og gaman að hitta þær þarna strax í ræsingunni. Hulda vaknaði klukkan 05:00 með okkur í morgun og útbjó hafragraut handa okkur og græjaði og gerði. Ótrúlega flott þjónusta sem við fengum og systkinin eru algjörlega yndisleg eins og sjá má í þessari keppnissögu.
Við kvöddum svo stelpurnar og ætluðum að halda áfram og fara af stað með hóp 2, þ.e. annarri ræsingu klukkan 08:05. En rétt áður en við komum að hliðinu þá var því lokað og við fengum ekki að halda áfram. Vorum þannig komnar í þriðja ráshópinn, sem stefndi á 24 klst hlaup. Vorum svo sem ekkert ósáttar við það, enda var markmiðið alltaf númer eitt að klára hlaupið og númer tvö að hafa gaman af því.
Ég var bara einstaklega þakklát að vera komin að ráslínu þar sem ég var búin að vera mjög lasin síðustu 4 vikur, þ.e. með slæma kvefpest sem endaði í lungnabólgu eða bronkítis og ég var búin með tvo pensillín skammta og komin með stera- og asma púst, ætlaði sko ekki að missa af þessu hlaupi, þó ég hefði misst af lokahnykknum í æfingunum þ.e. í rúmar þrjár vikur.
Klukkan 08:10 var svo þriðji hópurinn ræstur við mikinn fögnuð þátttakenda og áhorfenda. Við Rúna Rut hlupum saman af stað og það var gaman að hlusta á THE ICELANDIC CREW, stelpurnar Huldu og Bekku kalla ÁFRAM ÍSLAND.
Fyrsti helmingur leiðarinnar fer um strendur Sai Kung skagans. Það gekk vel að hlaupa fyrstu 800 metrana á malbikinu, en eftir það var hægri beygja inní Sheung Yiu Country Trail, um 5 km leið með flottu útsýni út í eyjarnar á suður Kínahafi. Þessi kafli var mjög hægfara og við eiginlega gengum bara rösklega þennan hluta, mikil stífla enda stígurinn mjög þröngur. Það var ótrúlega fyndið að sjá marga reyna að troða sér og taka þarna fram út. Við tókum þessu bara rólega enda um 100 km sem biðu okkar.
Svo komum við aftur á malbikið og við tók um 5 km kafli á malbiki, fram hjá fyrri stíflunni og upp á fyrstu hæðina. Þar stoppuðum við og RRR fór á klósettið, ég ákvað að nota tímann og pissaði líka bara úti í skógi. Svo héldum við áfram og nutum þessa fallega útsýnis en vorum í raun að hlaupa á vegum sem eru bílfærir.
SUPPORT POINT= EAST DAM 11 km Tími: 01:45:34 Klukkan 09:55:49
Fyrsta drykkjarstöðin, samkvæmt planinu var þessi stöð bara nefnd Support Point, en ekki Check Point veit ekki alveg af hverju. Það var yndislegt útsýni að hlaupa þarna yfir brúna og horfa á eyjarnar fyrir utan. Áður en ég stoppaði varð ég að taka aftur myndir, bæði á GoProp myndavélina sem og á Facebook Live.
Ég lét fylla vatn á blöðruna sem var á bakinu á mér, fékk reyndar allt of mikið, held hann hafi fyllt alla 1,5 lítrana og fyllti líka á skvísuna, þ.e.bætti bara útí vatnið sem var með zero töflunni. Tók tvo banana bita og svo héldum við áfram.
Eftir þessa drykkjarstöð tók við klifur á Sai Wan Shan (314 m) þar sem við fórum yfir strendurnar Sai Wan og Ham Tin. Gaman að hlaupa þessar strendur og hitta fólk sem var þarna í útilegu, svaf í tjaldi og var að njóta. Þessi hluti leiðarinnar virkar mjög flatur á kortinu, en í raun og veru tók þetta vel á. Leiðin upp Sai Wan Shan voru steyptar tröppur, þá var reyndar gott að hafa tekið eina æfingu í „Halldóru tröppunum“ í Norðurturni 😉 Það voru allir búnir að segja við mig að ég þyrfti ekkert að vera með stafina mína á þessum fyrri hluta, þ.e. ég þyrfti þá ekkert fyrr en eftir 52 km. Rúna Rut ákvað að vera með sína en ég lét tilleiðast og lét Huldu hafa mína með aukadótinu sem hún tók, en á þessum tímapunkti sá ég mjög mikið eftir því. Ég hefði átt að vita það, brjósklos manneskjan, hversu mikil léttir og minna álag á bakið það er að nota stafina. En það er alltaf gott að vera vitur eftir á 😉 Ákvað alla vega þarna að Mt.Fuji myndi ekki henta mér, en þar er bannað að vera með stafi.
CHECK POINT 1= Ham Tin (21 km) Tími: 03:34:06 Klukkan: 11:44:21
Eftir að hafa skokkað Ham Tin ströndina komum við að Check Point 1. Ég labbaði bara þar í gegn, var ennþá með nóg af vatni á mér, tók bæði FB live og GoPro myndir, en Rúna Rut fyllti á báða brúsana hjá sér og fékk sér að borða. Mig langaði ekki í neitt og vissi að The Icelandic Crew myndi hitta okkur á næstu stoppistöð, svo ég vildi bara halda áfram.
Leiðin frá Ham Tin að Wong Shek liggur í gegnum nokkur mjög lítil en falleg þorp. Leiðin er mjög flöt að sjá á korti, en er alveg tæknileg, bæði mikið um grjót og rætur á stígnum, en virkilega fallegt útsýni til hægri handar á leiðinni.
CHECK POINT 2= Wong Shek 28 km Tími: 04:48:36 Klukkan: 12:58:51 Það var virkilega skemmtilegt að hlaupa niður að Check Point 2. Þarna hittum við The Icelandic Crew stelpurnar, Huldu og Bekku. Það var virkilega skemmtilegt. Þær voru búnir að leggja einangrunardýnu á jörðina sem við gátum sest á. Bekka var svo snögg að taka af mér brúsana og var næstum búin að taka gel brúsann til að fylla hann af vatni, en ég reif hann af henni aftur 😉 😉 Frábær þjónusta, fengum heimasmurðar samlokur og kók. Svo var sótt fyrir okkur vatn í brúsana. Rúna Rut fór úr skónum var komin með eitthvað nudd sár og ég fékk vaselín til að bera á lærin, þau nudduðust aðeins saman á hlaupunum, hafði gleymt að smyrja þau áður en ég lagði af stað. Mikið var gott og gaman að sjá þessar yndislegu systur og fá bæði líkamlega og andlega hvatningu.
Ég tók stafina mína með mér og þvílíkur léttir að fá þá, svo héldum við gleðipinnarnir áfram.
CHECK POINT 3= Hoi Ha (36 km) Tími: 06:33:46 Klukkan: 14:44:01
Hoi Ha er víst einstakur sjávarútsýnisstaður, helgidómur. Ef maður hefði hent af sér hlaupaskónum fyrir sundgleraugu og snorkl pípu þá hefðu við séð mjúkan kóral, fallega appelsínugula anemones og garoupa fiska. (verðið bara að googla þessa fiska, þekki ekki íslensku heitin).
Við stoppuðum bara stutt á þessari drykkjarstöð, fengum okkur ávexti, banana og appelsínu og héldum svo áfram upp götuna. Tók samt stutt FB live brot á drykkjarstöðinni.
Leiðin frá Hoi Ha að Yung Shue O er blanda af malbikaðri gangstétt meðfram ströndinni og svo grófum utanvegastígum. Það er virkilega flott útsýni þarna á leiðinni í áttinni að Ma On Shan.
Við stoppuðum þegar við vorum komnar 42 km. Þá var ég nýbúin að næstum því rota mig. Það atvikaðist þannig að ég var að fá mér gel og horfði því ekki fram fyrir mig, heldur niður og bara hljóp á þykka trégrein sem hékk yfir göngustígnum. Það heyrðist mikið BONK og fólk í kringum mig spurði mig hvort ég væri ekki örugglega í lagi. Var heppin að rotast bara ekki og hélt áfram hálf vönkuð. Þegar við stoppuðum settist ég niður á meðan Rúna Rut setti á sig hælsæris plástur. Ég notaði tækifærið og fór á FB Live, enda klukkan um 08.00 heima á íslenskum tíma og nokkrir farnir að fylgjast með okkur og commenta á LIVE feedið, sem var virkilega skemmtilegt.
CHECK POINT 4= Yung Shue O (45 km) Tími: 08:13:58 Klukkan: 16:24:13
Við stoppuðum ekkert lengi á Check Point 4, fylltum bara á vatnsbrúsana okkar og gengum í gegnum þorpið Yung Shue. Rúna Rut prófaði að fá sér Sushi-grjóna bita sem var víst ágætt. Við sendum svo skilaboð á The Icelandic Crew og létum þau vita að við værum búin að fara þarna í gegn og báðum þau um að koma með „tape“ þar sem hælsærisplásturinn hennar Rúnu hélst ekki á sínum stað og hún var búin að ákveða að skipta um skó á næstu drykkjarstöð.
Eftir að við yfirgefum Yung Shue þá byrjar klifrið. Framundan er Kau Kung Shan (Hana hæðin) (399 m) sem við fórum yfir. Áframhaldandi steyptar tröppur voru upp þessa hæð, sem ég tók mynd af. Toppurinn var nákvæmlega í 399 m hæð skv. fína Garmin Fenix3 úrinu sem ég fékk lánað fyrir hlaupið.
Brekkan niður eftir toppinn, var að okkar mati endalaus. Það voru miklar og erfiðar tröppur. Þær voru óreglulegar og ef maður gat þá reyndi maður að hlaupa við hliðina á þeim. Einnig hljóp ég þær frekar með því að zikk zakka þær niður til skiptis vinstra megin og hægra megin til að minnka álagið á framanverð lærin. Minnug þess að hafa eiginlega alveg klárað bremsuvöðvana í Lavaredo hlaupinu í sumar, þegar ég lét mig vaða á mjög miklum hraða niður brekkurnar eftir Dólómítana með Jason í sumar.
CHECK POINT 5= Kei Ling Ha (52 km) Tími: 09:56:36 Klukkan: 18:06:51
Það var yndislegt að sjá íslenska fánann þegar við komum í bæinn Kei Ling Ha og þá var það Bjarki sem tók á móti okkur, en við knúsuðum hann, þó við værum að hitta hann í fyrsta skipti, bara svo glaðar að fá svona flottar móttökur. Það var komið myrkur þegar við komum í drykkjarstöðina, svo við vorum nákvæmlega á réttum tíma að komast í bláu pokana okkar, þar sem við vorum með Petzl ljósin okkar, var bara með eitthvað gamalt ljós frá Óla á mér.
Bjarki fylgdi okkur að dýnunum rétt fyrir utan stoppustöðina þar sem Hulda, Rebekka og Leó biðu okkur. Bjarki er bróðir stelpnanna og Leó er vinur Barkar og var staddur í Hong Kong og ákvað að hitta á hann í hlaupinu. Við fengum eins og áður súper flotta þjónustu. Stelpurnar sóttur fyrr okkur núðlusúpur og fylltu á vatnsbrúsana. Rúna Rut skipti um sokka og skó og smurði á sér fæturna og skipti líka um bol. Ég fékk nudd á kálfana þar sem hægri kálfinn var orðinn frekar stífur, fékk líka hitakrem. Svo fórum við á salernið áður en við lögðum í það og þá fann ég að það var orðið frekar kalt og við sveittar eftir daginn, svo ég ákvað að skipta líka um bol, bæði topp og bol og fór í uppáhalds langermabolinn minn frá 66 norður. Samt smá hrædd um að það yrði of heitt, því okkar beið heilmikið klifur.
Kvöddum THE ICELANDIC CREW, tókum eina sjálfu með þeim og héldum svo á stað glaðar í bragði. Ég hafði ekki haft tíma til að fara á FB live, svo ég gaf mér tíma í það eftir að við lögðum á stað aftur í myrkrinu. Hringdi líka heim í Óla, því hann er ekki á FB, en náði að láta hann vita að við værum bara í góðum málum. Enda leið mér betur í kálfunum eftir nuddið og hitakremið.
Framundan er samkvæmt leiðarlýsingu lengsti og erfiðasti kaflinn, en virkilega fallegur. Það er víst glæsilegt útsýni eftir Ma On Shan yfir Sai Kung og hundruði eyja í suður Kínahafi. Við sáum þetta því miður ekki, enda komið myrkur, en við sáum samt fallega appelsínugula trail slóðann sem við hlupum á með ljósunum okkar. Á leiðinni upp fyrsta fjallið vorum við og allir þátttakendur stoppaðir og beðnir um að sýna skyldubúnað í hlaupinu, þ.e. álteppið, ljósið (sem var komið á hausinn á okkur) og gsm símann. Þetta var eina tékkið á þessum búnaði í öllu hlaupinu.
CHECK POINT 6= Gilwell Camp (65 km) Tími: 13:39:08 Klukkan: 21:49:23
Þegar við komum að Gilwell skátabúðunum fórum við á klósettið aftur. Maður verður frekar samdauna ógeðslegum salernum í svona fjallahlaupum, en þetta var sérstaklega ógeðslegt. Gat á gólfinu eins og svo oft áður en svo mikill skítur eitthvað í kringum allt og enginn salernispappír. Sá strax eftir að hafa ekki bara farið út í skóg að pissa 😉
Það var orðið frekar kalt, kannski smá þreyta farin að segja til sín og maður hafði líka svitnað á uppleiðinni. Við fórum því bara í vindjakkann og flísvettlingana. Tók svo myndir af tjaldbúðunum sem voru þarna allt um kring. Fengum okkur svo heitt te, sem aðeins hlýjaði okkur.
Þegar við komum út úr skóginum, lá leiðin á malbikið aftur. Á þessari leið okkar niður eftir var útsýnið yfir borgina algjörlega magnþrungið, fyrir aftan Lion Rock, þar sem við horfum yfir Kowloon, þvílíkur fjöldi háhýsa og neon ljósin á Hong Kong eyjunni. Við urðum að stoppa og reyna að taka myndir. Náði þessari flottu mynd hérna.
ATH MYND !!!
Fundum salerni sem okkur leist vel á svo við fórum aðeins út af stígnum til að henda okkur á alvöru salerni með klósettpappír og vaski 😉
Svo tók við klifrið upp á Beacon Hill. sem við stoppuðum og tókum myndir. Vorum orðnar frekar þreyttar og okkur fannst þessi brekka engan enda ætla að taka og samkvæmt úrinu mínu áttum við að vera komnar að Check Point 7.
CHECK POINT 7= Beacon Hill (73 km) Tími: 16:18:15 Klukkan: 00:28:20
Stemningin í huga okkar umbreyttist þegar við komum á check-point 7, þar var hávær tónlist og mikil skemmtun. Opinn eldur, mjög góðar veitingar og stólar og teppi. Þarna voru skátakrakkar að bjóða upp á veitingar og þau voru yndisleg. Þarna var líka pasta í boði, en ég hafði ekki mikla lyst á því, en fékk mér þrjár samlokur með rjómaosti. Við skemmtum okkur vel þarna, hvíldum okkur aðeins, drakk vel af kínversku tei, sem var mjög gott og tók langt Facebook live myndband.
Svo þurftum við að halda áfram. Við vorum örugglega 20 kg léttari á okkur andlega eftir þetta stopp, því við hlupum eins og hérar og tókum fram úr örugglega fjörutíu manns á leiðinni.
Leiðin var frekar slétt eða niður á við og við stoppuðum varla á leiðinni þar sem okkur leið báðum vel, enda var meðalhraði þennan kafla um 5,4 km á klst.
Þarna á milli er Apalandið (monkeyland) og var fólk vinsamlegast beðið um að gefa ekki öpunum að borða. Það var búið að vara okkur við því að horfa beint í augun á öpunum og vera ekki með plastpoka sem skrjáfar í, en við sáum enga apa þarna. Leiðbeiningarnar voru þær að ef þú ætlar að stoppa þarna til að fá þér að borða, vertu þá tilbúinn að gefa með þér, hvort sem þér líkar betur eða verr 😉
CHECK POINT 8= Shing Mun Dam (83 km) Tími: 18:09:23 Klukkan: 01:51:08
Rétt áður en við komum að check point 8 var ég búin að vera í sambandi við Huldu, en þær voru komnar í markið að taka á móti Sigga. Fengum stöðugt jákvæða orkustrauma og hvatningu frá Huldu allan tímann, var klárlega með okkur í anda.
Þegar við komum inn í Check Point 8, kallaði ég bara TEAM ICELAND og þá kom Bjarki eins og kallaður, en hafði beðið eftir okkur þar sem stelpurnar voru komnar í markið að taka á móti strákunum, NB klukkan að verða tvö um miðja nótt og við vorum að hitta Bjarka í fyrsta skipti i hlaupinu, er þetta ekki magnað? Hann var bæði með bláu pokana sem þau tóku eftir 52 km og svo töskuna með dóti sem við höfðum látið Huldu hafa um morguninn. Ég ákvað að skipta um skó þarna og Rúna Rut, fór úr sínum skóm og sokkum og plástraði sig betur og smurði með vaselíni. Ég var aðeins farin að fá núningssár á vinstri hælinn og svo var ein táin á vinstra fæti eitthvað farin að pirra mig, en ég ákvað að skipta ekkert um sokka en plástraði aðeins á núningssárið á hælnum án þess að fara alveg úr sokkunum 😉
Fengum okkur heitt te, fórum á salernið og fengum fréttir af strákunum. Gripum harðfiskinn með okkur og samloku og ég gleypti banana og appelsínubita áður en við héldum áfram. Tók auðvitað smá upp á Facebook Live, en það eiginlega sést ekkert þar sem það er niðamyrkur og held hljóðið hafi eitthvað klikkað líka.
Bjarki sagði okkur að framundan væru síðustu þrjú fjöllin. Við vorum alveg í gírnum í það, þökkuðum Bjarka fyrir og héldum af stað. Á þessari leið okkar hittum við tvo apa og mig dauðlangaði að taka upp gsm símann og taka myndir af þeim, eða taka FB live. Rúna Rut bannaði mér að gera það og minnti mig á það sem okkur hafði verið sagt, að þeir myndu þá bara stökkva á okkur og taka af okkur símann 😉 En mikið var það freistandi. Þetta eru mjög stórir apar og það var fólk sem sat inni í bílum og var að fylgjast með þeim, en þeir létu okkur alveg vera, enda horfðum við ekki í augun á þeim, vorum ekki með skrjáfandi poka og ég lét ekki tilleiðast að taka ljósmynd með flashi 😉
Fyrsta fjallið sem við urðum að klífa var Needle Hll (532 m), það var frekar bratt og samkvæmt leiðarlýsingu er mjög fallegt útsýni til hægri að einum glæsilegasta kappreiðavelli, Sha Tin og tilvinstri var Tai Mo Shan, hæsta fjallið í Hong Kong og síðasta fjallið sem við klífum áður en við komum í mark.
Eftir Needle Hill klifum við Grassy Hill (647 m) sem var mjög vindasamt, máttum hafa okkur allar við að halda okkur á stígnum og það var mikil lækkun, tröppur og brekka niður að síðustu drykkjarstöðinni CP9, Lead Mine Pass 90 km.
CHECK POINT 9= Lead Mine Pass (90 km) Tími: 20:42:47 Klukkan: 04:53:02
Rétt áður en við komum að CP 9, þ.e. drykkjarstöðinni, sáum við hvar maður á undan okkur, riðaði á götunni, það var eins og hann væri ofurölvaðir. Við vorum hins vegar í góðum málum, mér leið vel orkulega, var ekki kalt og ekki svöng, var bara góð. Fór á salernið í Lead Mine Pass og fékk mér engiferte að drekka, sem var mjög sterkt, svo gróðurinn var vökvaður með því og ég fékk mér bara venjulegt te sem var mjög gott.
Við sendum skilaboð með FB live skilaboðum heim, enda síðasta drykkjarstöðin. Nú var bara eitt fjall eftir, þ.e. stærsta fjallið í Hong Kong, Tai Mo Shan (957 m).
Eina vandamálið var að það var auðvitað niðamyrkur og komin frekar mikil roka og aðeins suddi. Eftir stutt stopp héldum við á fjallið. Það gekk vel framan af, en svo kom að það voru engar merkingar á stignum og í raun nokkrir stígar upp fjallið. Við misstum af hópnum sem við höfðum fylgt þegar Rúna ætlaði að skipta um rafhlöðu á höfuðljósinu hjá sér, en rafhlaðan hafði ekki hlaðist svo hún hélt bara áfram með gömlu rafhlöðuna. Við vorum greinilega ekki einar um að vera óöruggar um hvaða stíg ætti að fara, svo ég fór aðeins til baka til að vera viss. Í millitíðinni komu tveir hlauparar sem sögðu við Rúnu að þeir þekktu leiðina og við ættum bara að elta þá sem og við gerðum, sem betur fer. Þurftum aðeins að gefa í, til að halda í við þá, en það var samt ekkert mál. Rétt áður en við komum á toppinn, er mjög brött malbikuð brekka. Þar voru til dæmis hjón á undan okkur og við sáum hvar maðurinn hélt konunni uppi, greinilega orðin alveg orkulaus. Orkustigið hjá okkur var mjög gott en ég fann í bröttustu brekkunni þarna og í nokkrum á undan að lungun voru ekki alveg í lagi, kvefpestin hafði setið i mér, svo ég tók tvisvar á leiðinni bæði asma- og sterapústið sem gerði brekkurnar þolanlegri, en út af þessu svitnaði ég óeðlilega mikið á uppleið og púlsinn var frekar hár. Fann mikinn mun á mér miðað við æfingarnar áður en ég veiktist þar sem ég náði að hlaupa með strákunum upp á fjöllin.
Þegar við vorum búnar að ná toppnum og vorum byrjaðar að fara niður aftur, vorum við ekki alveg vissar um hvort við ættum að fara upp aftur ? Við náðum aldrei alveg 957 m á úrinu, það vantaði alveg nokkra metra upp á topp. En upp fórum við ekki aftur og við tók 4 km brekka niður, sem var sem betur fer í S-um, ekki beint niður 😉 Þetta var í raun malbikaður vegur sem við hlupum en út af þokunni, þá bara rétt sást í hvítu línuna á miðjunni og við hlupum bara hana.
FINISH= Tai Mo Shan Rd / Route Twisk (100 km) Tími: 23:22:54 Klukkan: 07:33:09
Það var virkilega gaman að heyra hlátrasköllinn, klappið og smá tónlist koma úr markinu og ótrúlegt að við værum að koma í mark. Við tókum upp fánana okkar, þegar það var um 1 km í mark, ég var með íslenska fánann minn og Rúna Rut með Hörkuform fánann sinn, sem er Boot Camp hópurinn hennar.
Það var yndislegt að heyra og sjá Huldu og Rebekku þegar við komum í mark og knúsið þeirra yndislegt. Þær voru búnar að vera á fótum frá því klukkan 05:00 um morguninn þegar Hulda eldaði hafragraut ofan í hópinn og svo fylgdu þær okkur alla leið. Tók að sjálfsögðu upp FB live feed þegar við vorum komnar í mark og svo fórum við upp á pall þar sem þær tóku myndir af okkur og við létum taka myndir af okkur öllum fjórum.
Þegar ég kom í mark sýndi úrið 99,6 km svo ég varð að taka smá niðurskokk á bílaplaninu áður en ég fór í bílinn með stelpunum til að ná 100 km á úrið. Vildi ekki fá bara 99,6 km á Strava. Svo sýndi Strava mikið meira, en úrið, aldrei þess vant eða yfir 102 km, svo þetta niðurskokk var óþarfi m.v. Strava, en 100 km eru talan á Garmin Connect.
ÞAKKIR
Elsku Rúna Rut, Guðmundur Smári, Siggi og Börkur takk fyrir yndislegar samverustundir, bæði í æfingum fyrir Hong Kong, sem og allt ferðalagið.
Besta stuðningslið í heimi, The Icelandic Crew, Hulda, Bekka og Bjarki (og Leó) takk kærlega fyrir allan stuðninginn og hvatninguna alla leiðina. Ekki nóg með að fá frábæra þjónustu á þessum drykkjarstöðum, þá fékk maður líka andlega hvatningu með jákvæðum skilaboðum í gegnum símann. Þið voruð mögnuð.
Elsku Hulda og Starri takk fyrir að taka svona vel á móti okkur og opna heimili ykkar fyrir okkur öllum, halda stórglæsilega veislu, nuddið og bara að gera þessa ferð svona einstaka. Þið eruð algjörlega yndisleg og falleg fjölskylda.
ÞAKKIR HEIM
Ef ekki væri fyrir skemmtilega og frábæra æfingafélaga í Þríkó, Náttúruhlaupum og hjá Bjössa, þá myndi maður ekki nenna að mæta á æfingar. Takk öll líka fyrir hvatninguna. Auk þess er alveg magnað að fá frábæra hvatningu og stuðning frá reynsluboltunum í utanvegahlaupum og vinkonum mínum þeim Sjönu og Siggu. Takk mínar kæru 😉
Halldór Víglunds sjúkraþjálfari og Bjössi gera líka kraftaverk að halda bakinu á mér í lagi fyrir öll þessi verkefni. Takk fyrir það 😉
Allir skemmtilegu fésbókarvinir mínir, sem nennið að fylgjast með ævintýrum mínum, takk fyrir hvatninguna og Like-in þar 😉
Elsku Óli og Kristó, þið eruð BAKLANDIÐ, takk fyrir allan stuðninginn alltaf og þolinmæði ykkar gagnvart öllum æfingunum og keppnisferðalögum eru ómetanleg. LUV JU.
Myndir úr HK100 ferðinni er að finna hér:
Map 地圖 1 : Start (Pak Tam Chung) – CP1 (Ham Tin) / 起點 (北潭涌) – 檢查站1(鹹田灣)
Map 地圖 2: CP1 (Ham Tin) – CP2 (Wong Shek) – CP3 (Hoi Ha) / 檢查站1(鹹田灣) -檢查站2 (黃石) – 檢查站3 (海下)
Map 地圖 3: CP3 (Hoi Ha) – CP4 (Yung Shue O) – CP5 (Kei Ling Ha) / 檢查站3 (海下) – 檢查站4 (榕樹澳 ) – 檢查站5 (企嶺下)
Map 地圖 4: CP5 (Kei Ling Ha) – CP6 (Gilwell Camp) / 檢查站5 (企嶺下) – 檢查站6 (基維爾訓練營)
Map 地圖 5: CP6 (Gilwell Camp) – CP7 (Beacon Hill) – CP8 (Shing Mun Dam) / 檢查站6 (基維爾訓練營) – 檢查站7 (筆架山) – 檢查站8 (城門水塘)
Fórum ekki á fætur fyrr en rétt rúmlega níu, en ég rumskaði samt um klukkan sjö, þegar ljósin voru kveikt í íþróttasalnum. Þá var virkilega gott að vera bæði með eyrnatappa og flugvéla-leppa fyrir augunum og vera vel þreyttur. Ég missti alveg út eina nótt út af næturfluginu þó ég hafi nú samt sofið í nokkrar klukkustundir bæði í flugvélinni og á flughótelinu þar sem ég keypti mér 4 klst svefn í orðsins fyllstu 😉
MORGUNMATUR
Við fórum í morgunmatinn í næstu byggingu. Þar greiðir maður bara 50 SEK og fær hafragraut, hrökkbrauð, ost og eitthvað álegg, djús og kaffi, sem var bara ágætt og mjög þægilegt.
Síðan tók við svona smá biðtími, þ.e. Kata átti rástíma klukkan 13:00 en ég ekki fyrr en 14:10. Hún var í fjórða hóp sem var ræstur út og ég í síðasta þ.e. 11. hópnum. Ég reyndi deginum á undan að fá skipt til að fá að vera með henni í sama hóp, en fékk hreint NEI, nema ég fyndi einhvern sem myndi vilja skipta við mig. Kata hefði getað farið í minn hóp, en það var auðvitað ekki spennandi. Lærdómur dagsins ef þú ætlar að skrá þig í Lidingöloppet þá að skrá tíma og reyna að fá pláss í fremri hópunum.
UNDIRBÚNINGUR
Við Kata fórum að undirbúa okkur, finna til og klæða okkur í fötin, smurðum okkur með vaselíni og/eða body glide, plástraði tærnar og setti gel í skvísubrúsann. Klukkan hálf tólf fórum við að labba af stað. Þetta var þó nokkur ganga, þar sem ræsingin er ekki á sama stað og expoið. Það er ekki hlaupið í hring, þ.e. ræst og endað á sama stað, sjá mynd af hlaupaleiðinni hér að neðan. Þú getur lagt inn poka með fötunum sem þú ferð úr við ræsingu, eins og yfirhöfn og hreinum fötum. Ekið er með þessa poka í endamarkið. Þú getur líka látið geyma fyrir þig verðmæti í poka á öðrum stað, en þá borgarðu sérstaklega fyrir það. Ég var svo heppin að hafa Emil hennar Kötu á hliðarlínunni, svo hann geymdi fyrir mig veskið mitt og vegabréfið, því ekki viltu skilja þetta eftir í íþróttahúsinu eða í þessum pokum. Þetta er mikið skipulag og mikið af límmiðum, tveir límmiðar á pokann, svo var númerið sem fór á númerabeltið. Annar lærdómur dagsins er að það er betra að næla keppnisnúmerið með öryggisnælum beint á bolinn, því þá sést það í myndavélunum, sérstaklega video-vélunum, en ég var með númerabelti svo ég fékk ekkert myndband með myndum af mér. Svo var flagan, einnota úr pappír sett á skóna.
RÆSINGIN
Ræst var í 11 hópum á 10 mínútna fresti. Hver hópur var mjög stór og fékk að fara inn í svona hólf, þegar 10 mín voru í ræsingu. Þetta var ekkert smá flott skipulag og fjöldi útisalerna gífurlegur. Við biðum samt í um 25 mín eftir að komast á klósettið með Kötu, áður en hún fékk að fara í sitt hólf. Eftir að hún var farin voru 1 klst og 10 mín í að ég yrði ræst. Þá bara settist ég niður á grasið, naut dagsins og beið og fylgdist með hlaupurum sem voru að bíða eins og ég. Emil fór að skokka sjálfur og ég geymdi bakpokann hans og pokann minn á meðan. Svo kom hann til baka og sótti dótið rétt áður en ég lagði í hann. Fór aftur í klósettröðina, sem var orðin miklu styttri núna, þar sem meirihlutinn var farinn af stað og aðstandendur farnir til að taka á móti þeim í markinu.
HRAÐINN
Ég fór mjög hratt af stað. Tróð mér frekar framarlega og byrjaði allt of hratt. Fattaði svo eftir 1 km að ég var á pace 4:48 og 2 km var á 5:14 og svo 3 km á 5:29. Stóri gallinn við að byrja svona aftarlega var að ég var allan tímann að taka fram úr öðrum hlaupurum, sem voru gangandi, haltrandi, og tóku yfirleitt allan stíginn, til dæmis voru hjón eða vinir að hlaupa saman og spjalla og oft var því virkilega erfitt að komast fram hjá. Verst var að geta ekki séð fram úr hversu mörgum maður tók, því þegar ræst er í svona hollum, þá er bara tekinn tími hjá öllum fyrsta km og svo annan km og þannig er þér raðað eftir hraðanum og þar sem ég fór svo hratt af stað þá var eins og ég hefði ekki tekið fram úr neinum, en í raun var ég að taka fram úr örugglega þúsund manns, enda rúmlega 15 þúsund manns sem klára hlaupið.
Lengd: 30,2 km
Hraðasti km skv. Strava: 4:48 pace 1 km
Meðalhraðinn skv. Strava: 6:09 pace
Hægasti km skv. Strava var: 7:35 pace á 28 km – þá voru miklar brekkur.
Mesti hraðinn skv. Garmin: 3:43 pace
Meðalhraði á hreyfingu skv. G: 6:04 pace
Meðalhraði svk. Garmin: 6:09 pace
Meðahjartsláttur skv. Garmin: 176 bpm
LEIÐIN
Leiðin i Lidingöloppet er virkilega falleg. Oft er reyndar undirlagið þannig að maður þarf stöðugt að horfa fram fyrir sig, en stundum hleypur maður á betra undirlagi eða malbiki og þá gat maður notið útsýnisins. Það var mjög mikið af áhorfendum að hvetja meðfram stígnum, stundum svo margir að það var ennþá erfiðara að komast fram úr hlaupurum.
HAUSINN
Ég var eiginlega allan tímann að berjast við eigin hugsanir, sem er ótrúlega fyndið og skrítið. Því venjulega fer ég í öll löng hlaup sem ég tek þátt í með jákvæðu hugarfari og þær hjálpar mér til að brjóta allt niður í litlar einingar. Þetta hefur hjálpað mér meira en nokkuð annað. Ég held að ástæðan fyrir því að þessi púki kom í hausinn á mér núna er sú að þetta hlaup var síðasta þrautin hjá mér í En Svensk Klassiker, þ.e. ég var búin að fara til Svíþjóðar í mars og klára Vasaloppet 90 km skíðagöngu, ég fór aftur í júní og kláraði Vätternrundan 300 km hjól, í júlí tók ég þátt í Vansbrosimningen 3 km sund. Þetta var fjórða þrautin á árinu og ég varð að klára hana til þess að ná að vera hluti af þessum En Svensk Klassiker hóp.
Púkinn kom svona fram: Hrædd um að misstíga mig og fá bólgna ökkla. Hrædd um að detta og brjóta mig. Hrædd um að fá krampa og geta ekki klárað. Hrædd um að það myndi líða yfir mig eins og hafði gerst í maraþoni fyrir Siggu og Örnu einu sinni. Ég var að berjast við allar þessar fáránlegu neikvæðu hugsanir á sama tíma og ég var að reyna að njóta þessa fallega hlaups og umhverfis. Mitt eina markmið var að klára þetta hlaup og þannig klára En Svensk Klassiker 😉
NÆRING
Ég ákvað að nota sama næringaplan og ég hafði fylgt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fyrir mánuði síðan. Ég var með nóg vatn í vestinu sem ég hljóp með á mér og gel í skvísu framan á mér. Tók gel á 30 mín ca 5 km fresti og vatn um leið. Svo tók ég reglulega inn saltið mitt frá BASE (Electorlite Salt). Annað tók ég ekki nema þegar ég sá banana á vatnsstöðvunum þá stoppaði ég til að fá mér banana og fylla vatnsbrúsann, hefði samt átt að drekka meira, ég var klárlega ekki að drekka nóg.
Ég á það líka til i löngum hlaupum að fá endalaust þá tilfinningu í þvagblöðrunni að ég verði að komast á klósettið, en oftast þarf ég það svo ekkert. Alltaf þegar þessi tilfinning kom, þá fékk ég mér meira salt á tunguna og þá fór hún um leið.
VEÐUR
Það var virkilega gott veður í Stokkhólmi þennan dag. Sólin skein og í raun var ótrúlega heitt miðað við lok september, reyndar hafði verið ennþá heitara helgina á undan. Rétt áður en ég lagði af stað fór ég úr fína compresssport utanvega (trail) stutterma bolnum þar sem ég var að kafna úr hita. Ég svitnaði alla vega vel svo saltinntakan var nauðsynleg.
ÁRANGUR
Eg kom í mark á 3 klst 4 mín 56 sek (3:04:56) sem er meðalhraði upp á 6:09 sem ég er virkilega ánægð með. Sérstaklega í ljósi þess að ég held það hafi farið ansi mikill tími í að fara fram úr hægari hlaupurum, sem voru ekki alltaf að gefa manni pláss á stígunum. Einnig er ég ánægð með þennan tíma, þar sem ég var stöðugt að berjast við neikvæðar hugsanir og hræðslu við að klára ekki, þar sem svo mikið sem lá undir. Heildarhækkun í hlaupinu var 483 m, meðapúls var 176 bpm, besti tími skv. garmin connect var 3,43 pace örugglega niður einhverja brekkuna. Average cadence var 163 sem ég er mjög ánægð með í fjallahlaupi, en ég hef verið að reyna að minnka og fjölga skrefunum, það er gott að vera í 160-180 cadence svo þetta er ásættanlegt m.v. utanvegahlaup. Var í 1.389 sæti af 4.258 konum sem luku keppni og var í 7.704 sæti af 15.433 þátttakendur sem kláruðu hlaupið.
TILFINNINGAR
Þegar ég sá markið framund an langaði mig til að gráta. Ég hélt það yrði engin að taka á móti mér í markinu og í mínum huga var ég sigurvegari. Ég var að klára En Svensk Klassiker, ekki bara Lidingöloppet. Ég var einstaklega glöð að klára þetta ferðalag, sem hafði krafist heilmikils af mér. Þó það hafi alltaf verið mjög gaman og hver einasta ferð ævintýri og forréttindi að upplifa. Þá var Vasaloppet gönguskíðin eitt það erfiðasta sem ég hef gert. Það var mjög krefjandi að fara í Vätternrundan helgina fyrir 120 km fjallahlaupið mitt á Ítalíu og fljúga heim á milli til að stoppa eina nótt og svo að fara ein í Vansbrosimningen var mjög sérstakt. Já þetta ferðalag er búið að vera yndislegt en krefjandi, stöðug barátta við bakið á mér (brjósklosið).
Þess vegna langaði mig mikið til að gráta, ég var svo glöð og á sama tíma þakklát. Þegar ég var að gefa í (átti samt ekki mikið inni fyrir lokasprett) og á leið í markið, heyrði ég rödd sem ég þekkti Sprengju Kata vinkona mín. Er þetta ekki Halldóra? Kata og Emil höfðu beðið eftir mér þarna í markinu og knúsuðu mig þegar ég kom í mark, þessir yndislegu vinir mínir. Mikið var ég glöð. Kata tók af mér myndir sem sýna þessar ótrúlegu sterku tilfinningar sem er svo erfitt að lýsa með orðum.
EFTIR HLAUP
Eftir hlaup fékk ég mér óáfengan bjór og skálaði við Kötu. Sótti pokann minn með hreinum og þurrum fötum og klæddi mig bara í þau út í skógi (engin sturta á staðnum). Kata tók svo af mér myndir við vegginn sem á stóð að ég hefði klárað En Svensk Klassiker. Varð svo að kaupa mér föt með logoi Svensk Klassiker, þ.e. bol og jakka. Við Kata fengum svo gefins bol ef við settum úrslitin okkar inná Facebook síðuna okkar.
Þegar við löbbuðum heim var tekið að rökkva. Við fórum í sturtu og svo út að borða á hverfis-veitingastaðinn, tyrkneskan, fengum okkur pizzu og kebab. Fyrir þá sem hafa ekki komið til Lidingö, þá er þetta mjög lítil eyja og ekki mikið úrval af veitingastöðum og engar verslanir. Tíminn flaug og allt í einu varð klukkan 22 og þá er ljósin slökkt í íþróttasalnum. Ég sofnaði nú samt ekki fyrr en seint og um síðir eftir þennan yndislega dag. Get 100% mælt með þessu hlaupi, auk þess sem ferðalagið er mjög ódýrt. Flugið er ódýrara en til Akureyrar og gistingin kostaði ekki neitt og keppnisgjöldum stillt í hóf.
ÞAKKIR
Elsku Kata og Emil, takk kærlega fyrir yndislega samveru þessa helgi í Lidingö. Takk fyrir að gefa mér öll góðu ráðin, eins og upplýsingar um gistinguna á Arlanda flugvelli, gistinguna á Lidingö og bara að fá að vera þriðja hjólið í þessari fallegu rómantísku ferð ykkar. Elsku Kata þú ert einstaklega skemmileg, dugleg og sambandið ykkar Emils er fallegt.
Þakka líka öllum hinum kæru ferðafélögum mínum í Vasaloppet og Vätternrundan kærlega fyrir yndislegar samverustundir, en ég var ein með sjálfri mér í Vansbrosimningen. Verð að þakka líka öllum skemmtilegu æfingafélögum mínum og vinum í Þríkó og Halldóri sjúkraþjálfara og Bjössa sem halda bakinu á mér gangandi 😉
Elsku Óli minn, takk fyrir allan stuðninginn í öllu því sem tek mér fyrir hendur, LUV JU.
Þetta ferðalag er búið að vera einstakt og það eru klárlega forréttindi að hafa náð að klára og ég veit að er alls ekki sjálfsagt. Ég gerði mér grein fyrir því í hvert skipti sem ég komst að ráslínu. Ég hefði hvenær sem er bara t.d. getað fengið flensu eða tannrótarbólgu sem er búin að vera undirliggjandi hjá mér og hefði hvenær sem er getað blússað upp.
Sjá fleiri myndir frá LIDINGÖLOPPET hér:
EN SVENSK KLASSIKER 2016
Vasaloppet – sjá keppnissöguna hér:
Vätternrundan – sjá keppnissöguna hér:
Vansbrosimningen – sjá keppnissöguna hér:-
Tók þátt í dag í frábærri Sprettraut 3N í Reykjanesbæ.
Sprettþraut gengur út á að synda 400 metra hjóla 10 km og hlaupa 2,5 km.
Við syntum í innisundlauginni í Vatnaveröld, hjóluðum svo 4 * 2,5 km hringi og hlupum svo einna 2,5 km hring.
Keppnin var ræst í tveim hollum, þar sem um metþátttöku var að ræða.
SUND 00:08.27
Ég synti á braut númer 6 í síðara hollinu. Sundið gekk mjög vel, en við vorum 7 á brautinni.
T1 = 00:01:12
Ég ákvað að fara í peysu yfir þríþrautargallann og var því frekar lengi í T1 eða rúmlega 1 mínútu, sem er ekki góður tími 😉
HJÓL = 00:19:51 (30,23 km á klst)
Hjólið gekk mjög vel, mér leið vel allan tímann og tók fram úr tveim hjólurum á leiðinni.
T2 = 00:01:19
Var aftur allt of lengi á skiptisvæðinu, lenti í vandræðum að komast í skóna, þó ég væri með skóhorn, og fór úr jakkanum, verð að velja þægilegri og einfaldari skó næst, en skó með reimum 😉
HLAUP = 00:11:56 (pace 4,46)
Hlaupið gekk mjög vel, mér leið vel allan tímann og tók fram úr nokkrum á leiðinni. Var samt alltaf undir 180 í púls svo ég hefði örugglega getað hlaupið hraðar, næg orka allan tímann. Enda tók ég góðan endasprett í lokin.
SAMTALS = 00:42:58
Heildartími var 42 mínútur og 58 sek sem er bara ágætis tími held ég, sérstaklega í ljósi þess að ég á klárlega inni rúmlega 1 mínútu samtals í T1 og T2 því ekki hægt að kvarta. Varð í 40 sæti í heildina og í 9 sæti af öllum konum og 5 sæti af konum í aldursflokki 40-49 ára.
ÞRÍKÓ gekk mjög vel í dag og náðum við flestum stigunum þó við hefðum tapað með 14 stigamun fyrir 3SH í heildarstiga-keppninni. Ætlum okkur klárlega að ná þeim á næsta ári.
Vaknaði klukkan 06:00 í morgun, fór samt ekki fram úr fyrr en korter yfir, fannst ég allt í einu ekkert hafa við allan þennan tíma að gera. Fékk mér svo kaffi á fastandi maga áður en ég henti mér í sturtu, algjörlega nauðsynlegt fyrir allar langar hlaupaæfingar eða maraþon. Svo var bara að plástra tærnar og smyrja með vaselíni. Var búin að græja gelið í Salomon skvísuna í gærkvöldi og gera allt ready, fyrir bæði maraþonið og hreindýraveiðarnar, en við ætluðum að aka beint austur eftir hlaupið. Var þar af leiðandi ekki komin upp í rúm fyrr en klukkan 00:00 í gærkvöldi. Gaf mér samt tíma í naglalökkun, keppnislakkið fyrir maraþonið.
Kristó kom svo heim rétt rúmlega sjö og átti þá eftir að fara í sturtu, fá sér að borða, láta Óla tape-a á sér ökklann og klæða sig í. Var nú orðin smá stressuð að við færum út á réttum tíma, en þar sem Óli skutlaði okkur, þá var minna stress að þurfa ekki að finna bílastæði, svo við höfðum aðeins svigrúm.
RÁSMARKIÐ
Við vorum komin niður í Lækjargötu rétt fyrir klukkan átta, en Íslandsbanki var með skemmtistaðinn, Græna herbergið lánaðan fyrir starfsmenn. Fórum beint þangað til að fara á klósettið og skila af okkur fatnaði og dóti sem við vildum geyma. Fórum svo að leita að Rúnu Rut vinkonu, því ég var með auka gel í poka sem ég ætlaði að lána henni. Leitaði um allt að henni, við Torfuna, við MR og út um allt, en það var orðið ansi fjölmennt úti. Var búin að reyna að hringja í hana og senda henni SMS en náði ekki á hana. Var því mjög glöð þegar hún kom svo í Græna herbergið, þar sem ég var að fara síðustu klósettferðina mína og gat komið gelunum á hana.IMG_4244 (2)
RÆSING
Ræsing í heilt og hálft maraþon var klukkan 08:40. Þegar ég var að fara að koma mér fyrir rétt fyrir aftan ljósbláu blöðrurnar sem voru með 1:53-1:58 tímann í ½ maraþoni, þá hitti ég Siggu og Pétur og Gúu og Önnu, þvílík tilviljun í öllum þessum fjölda. Svo við Kristó lögðum af stað með þeim. Þegar við erum rétt komin yfir mottuna segir Kristó mér að hann hafi látið pabba sinn tape-a rangan fót ha ha ha – gott þetta var ekki aðgerð 😉
Ræsingin gekk vel og mér leið vel. Það var samt vel heitt strax, sólin skein og það var blankalogn. Kristó gaf svolítið mikið í til að byrja með svo ég reyndi að halda í hann, en svo týndi ég honum mjög fljótlega, veit ekki hvort ég var á undan honum eða eftir 😉 Ég hélt því bara áfram og spáði ekkert í það hverjir voru í kringum mig, enda fjöldinn gífurlegur. Þrátt fyrir mikinn troðning fyrsta kílómetirinn, þá var ég á 5:26.14 pace. Hjartslátturinn var ekki svo hár, eða um 173 bpm. Tók ákvörðun fyrir hlaupið að ég ætlaði bara að horfa á einn glugga sem var þrískiptur, þ.e. pace, average pace og hjartsláttur bpm. Ætlaði að hlaupa maraþonið á púls og fara aldrei yfir 180 (gamalt ráð frá Ásgeiri) og aldrei að spá í klukkuna eða tímann.
MARKMIÐ
Þegar við Sjana skráðum okkur í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, þá var upphaflegt markmið að ná Boston lágmarki. Miðað við minn aldursflokk þá er lágmarkið 3 klst og 55 mín en til að komast örugglega inn þá þarf ég að hlaupa á undir 3 klst og 50 mín. Þeir hleypa fyrst þeim að í skráningu sem eru með 20 mín betri tíma en lágmark, svo þeim sem eru með 10 mín betri tíma og svo þeim sem eru með 5 mín betri tíma. Enda síðan á þeim sem eru með nákvæmlega þann tíma sem þarf.
Fyrir nokkrum dögum komst ég að því að ég var bara ekki búin að æfa nógu vel til að fara maraþonið á þessum tíma og ætlaði því bara að fara það á gleðinni og njóta, taka það sem langa æfingu. Hafþór vinur minn Benediktsson var búin að bjóðast til að hlaupa maraþonið með mér og Ívar Trausti þjálfari Jósafatsson hafði fulla trú á að ég næði þessu. Þeir voru báðir virkilega duglegir að hvetja mig og höfðu báðir meiri trú á mér í þetta hlaup en ég. Endanlegt markmið hjá mér var að taka þátt, hlaupa þetta á púls, þ.e. aldrei yfir 180 og njóta og hafa gaman af þessu, en jafnframt langaði mig að ná PB þ.e. fara undir 4 klst múrinn.
Fyrir þá sem nenna ekki að lesa meira, þá náðist það, þ.e. ég fór á 3:55:26 flögutími, 3:56:19 byssutími, hafði mjög gaman af hlaupinu og leið vel allan tímann, average bpm 177. Sorglegt samt að vera 27 sekúndum frá Boston lágmarki en að kemur bara næst.
HLAUPIÐ
Við fiskbúðina á Nesveginum hljóp Sigga Rúna fram úr mér. Þá var ég að reyna að hægja á mér, óttaðist að ég væri að fara of hratt, þar sem maraþon er 42,2 km, þó var hjártslátturinn bara fínn. Var búin að ákveða að hlaupa fram hjá fyrstu drykkjarstöðinni sem var eftir um 4 km eða við Eiðistorg. Hafði lesið einhvers staðar að maður þyrfti ekkert að drekka fyrr en eftir 8 km, svo ég ákvað að prófa það.
Á Lindarbrautinni hitti ég Lilju Dögg hlaupafélaga, en hún hafði dottið á hraðahindrun á Nesveginum og misstigið sig, en fór samt á miklum hraða fram úr mér 😉
Þegar ég var komin á Norðurströndina, tók ég eftir því að ég hafði verið eiginlega allt hlaupið á svipuðum tíma og þrír hlauparar sem voru að hlaupa saman og kannaðist ég við einn þeirra. Stelpurnar voru tvær saman í fallegum sumar-hlaupapilsum. Ég heilsaði og sá að þetta var Þóra Björg Magnúsdóttir hans Sigga Þórarins sem voru með mér útí Chamonix í fyrra en hún hljóp þar OCC hlaupið. Ég spjallaði við Þóru og hennar félaga og komst að því að hún stefndi á að klára maraþonið á 3 klst og 45 mín (sem hún náði, innilega til hamingju Þóra). Ég sagði henni að ég ætlaði bara að njóta, en var hrædd um að ég væri að fara of hratt.
Fékk mér að drekka við Eiðisgranda þ.e. JL húsið gamla og tók þá líka inn gel enda komin um 8 km. Fékk mér bara vatn, ekki Powerade drykk, ákvað að prófa þetta í fyrsta skipti, alla vega framan af hlaupi. Það var ennþá mjög heitt svo ég var mjög dugleg að taka inn salt, sem bjargaði mér alveg.
GRANDAGARÐUR 10 km motta – tími:00: 52:51
Mér fannst skemmtilegt að hlaupa í fyrsta skipti Grandahringinn, þ.e. fram hjá Íslandsbanka og svo Grandagarðinn til baka. Fór yfir 10 km mottuna á Grandagarði á tímanum 00:52:51. Rétt eftir mottuna hitti ég Viggó sem hvatti mig áfram og tók þessar flottu myndir af mér.
Það var líka skemmtilegt að hlaupa í gegnum bæinn og fram hjá Hörpu þar var svo mikið af fólki að hvetja, virkilega skemmtilegt.
Stuttu eftir að við fórum fram hjá Hörpunni þá fékk vinkona hennar Þóru krampa í fótinn og fór að ganga. Ég hélt áfram með Þóru og fór að spyrja hana um besta marþon tíma hennar, ætli mér hafi ekki orðið svo mikið um of (hún á svo góðan tíma) að ég bara fékk hraðari bpm og hægði á mér ha ha ha 😉
Fékk mér svo aftur að drekka á drykkjarstöðinni fyrir framan Íslandsbanka, ennþá bara vatn, fór samt hratt fram hjá, en þar sem það var svo heitt og mikil sól (sem var ekki spáð) hellti ég yfir mig vatni, hefði kannski ekki átt að hella yfir bolinn því ég fann hvernig hann þyngdist og var ekki þægilegt að vera í honum svona rennandi blautum.
Rétt áður en ég kom að snúningspunktinum á Sæbrautinni (16 km) sá ég hvar Forseti Íslands var að hlaupa til baka og að sjálfsögðu heilsaði maður forsetanum og hann nikkaði kolli til baka. Mikill hraði á honum 😉
SUÐURLANDSBRAUT 20 km motta – tími 1:46:48
Við höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi, skilja leiðir hjá 1/2 maraþoni og heilu. Þá hugsar maður, af hverju skráði ég mig ekki bara í 1/2 þá væri þetta að verða búið. En svo hugsar maður aftur, en hvað ég er glöð að þetta sé ekki að verða búið og ég er að verða hálfnuð, þetta er yndislegt, veðrið svo gott og forréttindi að geta hlaupið.
Það voru líka ótrúlega margir hlauparar í kringum mig, kannski ekki skrítið þar sem það voru 1.306 sem kláruðu maraþonið, fannst ekki svona mikið af fólki þegar ég tók þátt 2012. Hins vegar voru bara útlendingar allt í kringum mig. Það var maður á undan mér sem var með Ironman derhúfu, sá samt ekki í hvaða IM hann hafði verið í og var ekkert að trufla hann.
Það blés aðeins á móti okkur þarna upp að Suðurlandsbraut og var aðeins brekka upp í móti, svo það hægðist aðeins a hraðanum á mér, en mér var alveg sama, þar sem mér leið vel og passaði BPM (hjartsláttinn). Þegar ég var komin upp á Suðurlandsbraut og á leið inn í Laugardalinn var orðið verulega heitt, svo ég fór úr fína Dale Carnegie bolnum mínum.
ENGJAVEGUR VIÐ HÚSDÝRAGARÐINN 21,1 km motta – tími 1:52:51
Það var motta við Engjaveginn við Húsdýragarðinn og þar var í fyrsta skipti boðið upp á banana. Ég fékk mér smá vatnssopa og banana bita, án þess að stoppa. Tíminn þar eftir hálft maraþon 1:52:51, það hljómar ekki illa þar sem besti tími minn í 1/2 maraþoni er 1:49:49 árið 2011, árið sem ég byrjaði að æfa hlaup og fór mitt fyrsta maraþon.
Þegar við komum til baka úr Laugardalnum og hlupum fram hjá Glæsibæ, var búið að setja upp svið þar og skemmtilegur kynnir að spila músík og hvetja okkur áfram þar. Þegar ég tók þátt árið 2012 var ekkert svið þarna og mjög fáir að hvetja. Meira að segja flautuðu bílstjórar á okkur af Miklubrautinni þegar við hlupum yfir brúna við Mörkina til að hvetja okkur áfram.
VÍKINGSHEIMILIÐ 25 km motta – tími 2:14:10
Stoppaði í fyrsta skipti og labbaði drykkjarstöðina sem var við Víkingsheimilið og fékk mér Powerade þar líka í fyrsta skipti, enda komin 25 km á 2:14:10. Fór að hugsa til baka til maraþonsins 2012 þegar 4 klst blaðran náði mér í miðjum Fossvogi og velti fyrir mér hvort hún myndi ná mér þar aftur, því ég hafði ekkert kíkt á klukkuna eða tímann og vissi ekkert hvað tímanum leið.
UNDIR FLUGBRAUTINNI NAUTHÓLSVÍK 30 km motta – tími 2:42:54
Var glöð að komast Fossvoginn án þess að 4 klst blaðran hefði náð mér og hélt svo áfram yfir brúnna. Meðalhraðinn hafði hægst aðeins en mér leið samt mjög vel. Fann enga magakrampa þó ég hafi verið mjög dugleg að taka inn gel reglulega og drekka vatn. Held þessi tilraun með vatnið hafi gefið góða raun. Svo tók ég inn mikið af salti. Í hvert skipti sem mér fannst ég þurfa að pissa, þá tók ég bara inn meira salt og þá fór sú tilfinning. Tíminn eftir 30 km, við flugbrautina í Nauthólsvík var 2:42:54. Var búin að ákveða að stoppa aðeins þar og fá mér Powerade að drekka.
Það var klukka við mottuna þar og ég var frekar hissa að sjá tímann. Hugsaði wow, ég hef 1 klst og 17 mín til að klára þessa 12,2 km sem eru eftir til að ná PB og vera undir 4 klst, en ég var ekki með neinar væntingar um Boston lágmark og ákvað að halda áfram að spá ekki í klukkuna. Það var ekki vænlegt að stoppa því þá missti ég Ironman mannin og nokkra aðra sem ég hafði verið að hlaupa með fram úr mér og var því ein í smá stund að berjast við mótvindinn, en náði svo hópnum með því að gefa aðeins í 😉 Man ég hugsaði bara 12,2 km eftir, eins og einn stór Garðabæjarhringur. Alltaf gott að réttlæta og einfalda hlutina í hausnum á sjálfum sér 😉
ÚT UNDIR GRÓTTU 37,2 km – tími 3:25:53
Það hlupu margir fram úr mér á þessum kafla þarna við Gróttuna, en ég hafði hlaupið fram úr Ironman manninum við Seltjarnarnes sundlaugina. Gallinn við að hlaupa á svipuðum hraða og annar hlaupari er sá að þegar hægist á honum þá hægist einnig á manni sjálfum og ég var bara farin að hlaupa of hægt án þess að púlsinn hefði eitthvað hækkað, svo ég ákvað að fara fram úr honum þarna og auka aðeins hraðann.
Þegar ég kom að Gróttu kom einn hlaupari fram úr sem heitir Sigurður Ingvarsson og var að hlaupa maraþon númer 60. Innilega til hamingju með það. Þessi mynd var tekin af okkur og Sigurður sendi mér.
SÍÐASTA DRYKKJARSTÖÐ 40 km
Síðasta drykkjarstöðin var þegar 40 km voru búnir. Þá var ég aðeins farin að finna fyrir “líklegum” krömpum bæði í kálfum og framan á lærum. Ákvað því að stoppa alveg á þessari drykkjarstöð, fékk mér vatn, powerade og helti vatni yfir höfuðið á mér, þar sem það var svo heitt.
Var búin með öll gelin mín, svo ég fékk mér þrúgusykur sem ég hafði gripið með mér um morguninn. Svo krossaði ég bara fingur að ég myndi ekki fá neina krampa. Var nýbúin að sjá nokkra hlaupara út í kanti með mikla krampa í kálfum, sem voru að reyna að teygja og losna við þá, fann mikið til með þeim.
Ég var farin að hlakka til að hlaupa fram hjá Slippbarnum og hitta hlaupafélagana úr Þríkó-hlaup. Hefði samt ekki trúað því að óreyndu, hversu frábært það var að heyra hlaupafélagana kalla nafnið manns. Ívar Trausti hlaupaþjálfari var búin að láta útbúa plaköt þar sem þau skrifuðu skilaboð og nafnið manns á plakatið og þau héldu fullt af plakötum uppi þegar ég hljóp fram hjá. Þetta var svo magnþrungin stund, enda bara 1,2 km eftir í mark. Ég gladdist mikið, kallaði á þau að ég elskaði þau og gaf svo í. Hljóp virkilega hratt alla Geirsgötuna og hafði líka orku til að gefa í þegar ég hljóp Lækjargötuna.
MARK, 42,2 km motta = 3:55:26 flaga
Það var yndislegt að heyra nafnið manns kallað þegar maður var að koma í mark (og það tvisvar) og sjá andlit sem maður þekkti við markið. Þorði samt ekki að taka Haddýjar hoppið út af krömpunum þegar ég kom í mark.
Kom í mark á 3 klst 55 mín og 26 sek. Var virkilega glöð að ná PB og komast undir 4 klst múrinn, en á sama tíma hugsaði ég, það er grátlegt að vera 26 sek frá Boston lágmarki 😉 Hefði kannski átt að horfa á tímann á úrinu mínu.
Svo þýðir ekkert að vera með EF og HEFÐI, því ég hefði líka getað lent í því að fá krampa í hlaupinu og þá ekki einu sinni náð þessum tíma.
Þegar ég var að fara út af lokaða svæðinu fyrir maraþonhlauparana, þá festist vinstri kálfinn á mér í krampa og ég þakkaði Guði fyrir að það hefði ekki gerst nokkrum mínútum fyrr svo ég var virkilega glöð og sæl með mitt PB.
ÁRANGUR Í MARAÞONINU 2016
Hér að neðan er smá tölfræði um hvað þessi tími telur í samhengi við aðra hlaupara sem tóku þátt. Ég var:
#394 í heildina af #1306 sem klára
#69 af öllum konum sem voru #467
#25 í aldursflokki 40-49 ára af #140 konum
#7 í aldursflokki 40-49 ára af #17 íslenskum konum sem taka þátt.
ÞAKKIR
Verð að þakka Ívari Trausta hlaupaþjálfara fyrir að hafa trú á mér. Hann var eins og komið hefur fram alveg fullviss um að ég gæti náð Boston lágmarki og blés í mig sjálfstrausti þegar ég var ekki á því að ég myndi einu sinni ná undir 4 klst að þessu sinni. Áður en ég talaði við hann á Expoinu, ætlaði ég bara að taka þetta sem langa hæga æfingu 😉
Frábært framtak hjá honum líka að hóa Þríkó hlaupahópinn saman við Slippbarinn til að hvetja maraþon hlauparana áfram. Langar líka að þakka Hafþóri sem var tilbúinn að hlaupa með mér og pace-a mig og hjálpa mér þannig að ná Boston lágmarki, þó ég hafi bara ekki verið andlega tilbúin og hafði ekki trú á að ég myndi ná því, svo ég gaf það frá mér, en vona að ég eigi það inni hjá honum síðar. Það er ekki hægt að æfa nema maður sé í frábærum félagsskap og ég á bestu hlaupafélaga í heimi.
Æfði reyndar ekki mikið eða skipulega fyrir þetta maraþon, vegna fjallahlaupaæfinga í sumar, en tók tvær langar æfingar með vinkonum mínum sem eru yndislegar. Innilega til hamingju stelpur með maraþonið ykkar elsku Sigga Sig, Sjana og Rúna Rut og til hamingju með 10 ára hlaupa-afmælið þitt Rúna Rut.
Óska líka Kristó og Heklu til hamingju með sitt hlaup og öllum hlaupafélögum mínum með glæsilegan árangur.
TÍMA-SAMANBURÐUR VIÐ ÖNNUR MARAÞON
Hér að neðan er að finna samanburðinn við önnur maraþon sem fyrirmyndarhúsmóðirin (Maraþonía) hefur tekið þátt í:
2011 Kaupmannahöfn 4:35:33
2012 París 4:03:19
2012 Reykjavík 4:11:36
2015 Sevilla 4:01:50
2016 Reykjavík 3:55:26 (3:56:19 byssa)
Vekjaraklukkan hringdi klukkan 06:45 en ég kom mér ekki á fætur fyrr en klukkan 07:00. Það var svo sem allt tilbúið, nema henda dótinu í pokana (hjóla-, hlaupa- og eftir keppnispokana), fá sér kaffi á fastandi maga, morgunmat og síðan að henda sér í þríþrautarfötin. Samt tekur þetta alltaf aðeins lengri tíma en maður ætlar sér svo við Óli vorum komin út klukkan 08:00 – ætluðum að leggja af stað 07:45.
Það var GRENJANDI rigning á leiðinni upp eftir og ástandið minnti mig ískyggilega á 1/2 grenjandi rigningjárnmanninn sem ég tók þátt í hjá 3SH í Hafnarfirði árið 2012, fyrsta árið mitt í þríþrautinni, þegar það rigndi eldi og brennisteini. Varð líka hugsað til þess að hafa sagst ekki ætla að taka þátt, nema það yrði þokkalegt veður. ,,Nenni ekki að fara að hjóla í Hvalfirði 90 km í grenjandi rigningu og roki”. OK – það var ekki mikið rok.
Þegar við komum upp í Kjós, við Meðalfellsvatn, voru stelpurnar komnar, búnar að taka hjólin úr bílnum og pokana og voru á leiðinni niður að skiptisvæði með hjólin og pokana, þ.e. bæði hjólapokann og hlaupapokann. Ég rölti svo með þeim niður eftir, lét skoða hjálminn og bremsurnar á hjólinu, allt OK, og kom svo hjólinu fyrir á réttum stað, #44. Allt vel merkt og vel skipulagt og skiptisvæðið mjög flott með rauðum dregli og borðum og tjöldum, allt merkt CHALLENGE family, en allt líka orðið vel blautt.
Fór síðan í klósettröðina, sem var að verða þó nokkuð löng og kom mér svo fyrir uppi í veitingatjaldi til að klæða mig í wet-suit gallann. Svo var bara að koma sér niður að vatni.
SUND 1,9 km = 00:41:47
Pro-karlar voru ræstir klukkan 10:00. Pro-konurnar nokkrum mínútum á eftir og við öll hin í aldursflokki klukkan 10:05. Vatnið var kalt eða um 14 gráður, hafði kólnað um eina gráðu frá deginum á undan. Það var samt ágætt að fara aðeins fyrr í vatnið, fór og synti aðeins og fann eins og alltaf í þessum kulda mikið fyrir kuldanum í lungunum, svona eins og oföndunareinkenni, þar sem það tekur þau smá tíma að venjast kuldanum. Gleraugun láku ekki eins og í Svíþjóð svo ég tók þau ekkert af mér, var allan tímann með þau á mér, líka á meðan við biðum eftir að vera ræst út.sundid
Leið ágætlega um leið og það var ræst og mér fundust lungun lagast. Eftir að hafa synt í smásund, sé ég hvar vatnið var orðið mjög gruggugt og allt í einu er bara fullt af fólki í kringum mig farið að labba eða hlaupa á grynningunum. Ég reyndi að standa upp en fannst það bara óþægilegt svo ég hélt bara áfram á sundi. Kom þá að stórum stein sem ég varð að synda fram hjá.
Loksins kom ég svo að fyrstu bauju en það var mjög erfitt að sjá baujurnar úr fjarska, kannski líka því móða var komin í gleraugun mín þar sem ég vildi ekki taka þau af mér á meðan ég beið eftir ræsingunni. Náði ekki að drafta neinn, þar sem mér fannst bara allir langt á undan mér. Eftir að hafa beygt til vinstri við fyrri baujuna, sé ég hvar einn sundmaður kemur syndandi beint á móti okkur, í alveg kolranga átt, þessi sundmaður var rammviltur. Ég hélt áfram að næstu bauju og þá voru tveir menn við hliðina á mér, annar synti nú bara yfir mig við baujuna en hinn var aðeins á undan mér. Sá sem synti yfir mig fannst mér stefna ansi mikið að landi og hinn lengra út á vatnið svo ég ákvað að synda þó nokkuð langt á milli þeirra þ.e. í þá átt sem ég hélt að tjaldið væri í landi. Sá samt aldrei tjaldið vegna móðu, synti því meira eftir minni.13833419_10155102139689778_2100584924_o
Ég man að ég hugaði á þessum tímapunkti að ég hefði kannski átt að prófa hjólið og hjóla smávegis áður en ég kom því fyrir á skiptisvæðinu, man ekki í hvaða gír það var, og vissi ekki yfir höfuð hvort það væri í lagi 😉 😉 Óli hafði samt pumpað í það um morguninn 😉 Fyndið hvað maður fer að hugsa mikið þegar maður hefur nægan tíma.
Sundið gekk vel og ég var farin að sjá til lands, elti þennan sem hafði verið vinstra megin við mig og sá að hann fór vinstra megin við síðustu baujuna. Það var aðeins umræðuefni fyrir sundið hvort maður ætti að fara hægra megin eða vinstra megin við þessa síðustu bauju en ég ákvað bara að elta þennan og fara þá örugglega lengri leiðina þ.e. vinstra megin við baujuna, svo það væri ekkert short-cut.
T1 skiptitíminn er 00:04:48 – samtals tími 00:46:36
Það var virkilega flott þjónusta hjá sjálfboðaliðunum þegar maður kom í land. Númerið t1manns var kallað upp, svo pokinn var tilbúinn þegar ég kom að skiptitjaldinu. Ég fékk aðstoð hjá Sigrúnu Árna að koma mér úr gallanum sem var frábært því ég var frekar loppin á höndunum. Fór í sokka og hjólaskó (festi samt ekki smelluna), fór í langermapeysu og setti á mig bakbeltið, setti aftur á mig úrið (sem maður verður að taka af sér áður en maður fer úr wet-suitinu), setti buff um hálsið og annað um höfuðið og hljóp svo að hjólinu með hjólagrifflurnar þar sem hjálmurinn minn og númerabeltið var.
Það voru algjör mistök að fara ekki í hjólagrifflurnar og fá aðstoð við það í tjaldinu því ég var örugglega í 2 mínútur að reyna að komast í grifflurnar þar sem ég stóð við hjólið. Svo var ég líka að rembast við að reyna að festa smellurnar á skóna mína, sem er svona snúið uppá, en það er mjög erfitt þegar maður er ískaldur og blautur. Eftir þennan langa tíma fóru hjólagrifflurnar á endanum upp á fingurna og hjálmurinn á hausinn og númerabeltið á sinn stað (setti það fyrst á mig á hvolfi) og svo var hlaupið af stað upp brekkuna með hjólið og yfir ráslínuna áður en ég henti mér upp á það.
HJÓL 90 km = 03:17:08 – samtals: 04:05:56
Magga Páls og Rafn fóru á sama tíma og ég af stað og tóku bæði fljótlega fram úr mér. Ég t13sá samt að eina leiðin til að koma hita í skrokkinn var að reyna að taka á því á hjólinu. Hugsaði samt líka, hey það eru 90 km framundan og svo hálft maraþon og maður má ekki taka of mikið úr sér. Margrét er mjög öflugur hjólari svo bilið á milli okkar jókst strax. Vorum samt ekki komnar langt þegar ég sá Margréti útí kanti en hún hafði þá misst keðjuna og þurfti að stoppa til að laga það. Ég hægði á mér og spurði hvort hún væri ekki OK, og fékk jú svo ég hélt bara áfram. Skömmu síðar kom hún svo aftur á fljúgandi ferð fram úr mér.
Svo sá ég að Ranna var í vandræðum en það var komin þjónustubíll að aðstoða hana en þá hafði sprungið hjá henni og hún ekki með nein verkfæri á sér til að skipta um slöngu.
Ég hélt áfram og þegar ég var alveg að koma inn að botni, sá ég Gúu, þekkti gulu sokkaskóna sem hún keypti í sumar í Svíþjóð, og kastaði á hana kveðju þegar ég fór fram úr henni.
Hélt svo áfram og fór fram hjá vatnsstöðinni án þess að taka brúsa, var ennþá með nógan vökva og gel en spurði um banana sem voru ekki til þarna. Hélt svo áfram inn að Ferstiklu og fór þá fram úr fleirum sem voru í vandræðum, þ.e. sá viðgerðarbílinn, veit ekki hvort þetta var sá sami eða annar að aðstoða einhvern útí kanti.
Brekkurnar tóku vel á en það var gaman þegar ég var farin að mæta PRO-hjólurunum sem voru á leið til baka og gat hvatt þá áfram, “GO GO GO !!!” það var skemmtilegt.
Það var líka yndislegt að komast inn að snúningskeilunni eftir 45 km og vita þá að maður var hálfnaður, það er alltaf góð tilfinning, man ég fékk hana líka þegar sundið var hálfnað. Alltaf gott fyrir hausinn að hugsa, innan við 50% eftir 😉
Fékk mér vatnsbrúsa á stöðinni en gleymdi að spyrja um banana, sem ég var búin að ákveða að ég ætlaði að fá mér 😉 Ekkert við því að gera, ekki snýr maður við 😉
Náði svo Birnu rétt eftir drykkjarstöðina og svo stelpu númer 32 sem varð svo vinkona mín á hlaupunum, Cecilia Dan Hartmeyer en hún er dönsk og varð 3. í sínum aldursflokki, 30-34 ára.
Sá svo Pétur hennar Siggu út í kanti þar sem hann var að taka myndir, gaman að veifa honum og fá hvatningu og það upp bratta brekkuna. Hafði reyndar séð hann á leiðinni inn úr líka en hann fattaði ekki hver ég var, fyrr en ég var komin fram hjá.
Eftir að ég er komin inn í Hvalfjarðarbotn og á leið til baka í Kjósina, missti ég eitthvað orkuna eða “zónaði” út, eins og ég geri stundum. Þá kom Cecilia aftur fram úr mér og Rafn líka, veit ekki alveg hvar ég tók fram úr honum, en alla vega fóru þau bæði fram úr mér. Í einni bröttu brekkunni tók ég aftur fram úr Ceciliu fannst hún hafa hægt á sér og vildi ekki hægja á mér, því ég var alltaf að passa þetta 12 metra bil, sem verður að vera á milli hjólara. Þegar við vorum alveg að koma upp þessa síðustu brekku tók hún aftur fram úr mér og var á undan mér, ekki samt nema þessa 15 metra þangað til við komum í mark. Var samtals 3:17.08 á hjólinu.
T2 skiptitími er 00:02:11 – heildartími 04:05:56
Sá Óla og Irinu á skiptisvæðinu og var voða glöð að vera búin að hjóla, sérstaklega þar sem t14ég sá að margir höfðu lent í vandræðum. Í öllum svona þríþrautarkeppnum hef ég alltaf krossað fingur og þakkað fyrir að lenda ekki í því að sprengja eða þaðan af verri vandræðum, því það getur allt gerst í hjólaleggnum, sem maður hefur enga stjórn á.
Henti hjólinu á næsta rekka og hljóp í átt að skiptitjaldinu. Þar tók Sigrún á móti mér, brosandi og alltaf jafn yndisleg, rétti mér pokann og hvolfdi úr honum. Spurði hvað ég vildi fá og ég man ég sagði bara hlaupaskóna og derið. Henti svo hjálminum ofan í pokann og fór í skóna og setti á mig derið. Þá sagði Sigrún viltu ekkert gel, jú auðvitað ætlaði ég að taka gelið með mér en maður er orðinn svolítið steiktur í hausnum, þannig að ég þakkaði henni kærlega fyrir, tók gelið og orkugúmmíhlaupapokana og henti mér svo af stað. Fínn skiptitími þar eða rétt rúmar 2 mín.
HLAUP 21:1 km = 02:08:18
Lagði svo af stað í hlaupið. Kom út úr skiptisvæðinu á svipuðum tíma og vinkona mín #32 t15sem ég hafði verið að taka fram úr og sem tók fram úr mér á hjólinu. Ég var fyrst aðeins á undan henni, svo tók hún fram úr mér og var aðeins á undan mér. Það var alveg logn og orðið frekar hlýtt á þessum tíma og það hafði stytt upp þannig að það var fínt hlaupaveður. Hún stoppaði og fékk sér að drekka á fyrstu vatnsstöðinni en ég hélt bara áfram svo ég var á undan henni inn meðfram vatninu. Mætti Önnu, Telmu og Margréti á þessum kafla og þær litu allar mjög vel út. Mér leið ágætlega, púlsinn var ekki hár en fæturnir einhvern veginn hlupu bara ekki hraðar.
Ég var ennþá með bakbeltið og var stöðugt að toga það niður á mjaðmir, því ég fann að ég var aum í hægri mjöðminni og þar sem brjósklosið er á milli 4. og 5. frekar neðarlega, þá fannst mér best að hafa stuðninginn yfir mjaðmirnar frekar en í mittinu. Ég var því stöðugt að ýta því niður en gat ekki hlaupið mjög hratt. Púlsinn var hins vegar frekar lágur, eða um 160 – sem er ekki hátt hjá mér, hefði mátt hlaupa á um 170-180 en hámarkspúlsinn minn er 200.
Mér leið samt alveg ágætlega, tók eitt gel eftir um 3 km, þegar ég var búin að fara yfir fyrstu mottuna. Vinkonan var ennþá á eftir mér en hún stoppaði aftur á næstu vatns-drykkjarstöð. Mér leið ágætlega að hlaupa svo upp brekkuna en fann að ég var komin í ansi mikinn spreng að komast á klósett. Ég spurði því starfsfólkið á næstu stöð og maður fékk fyrstu teygjuna, þ.e. gula teygju hvort ég mætti pissa við bílinn. Jú, þau gáfu grænt ljós á það – svo ég skellti mér bara upp við dekkið og settist á hækjur mér, fékk meira að segja lánaðan klósettpappír hjá yndislegum sjálfboðaliða sem var þarna.
Var ég búin að segja ykkur hvað sjálfboðaliðarnir voru einstakir í þessari keppni ?
Þegar ég er búin að pissa er Cecilia komin og ég næ að hanga á eftir henni niður eftir, sem var ágætt, því það var smá rok þarna á móti. Hékk í henni alveg fram að því að við kláruðum þennan fyrsta hring. Á þessum tímapunkti var Siggi Nikk að klára, ég man hvað ég öfundaði hann að vera búinn en hann flaug þarna fram hjá okkur niður brekkuna og hvatti mig til að halda áfram að brosa 😉
Kláraði fyrri helminginn af hlaupinu á 1 klst 3 mín og 59 sek. Fékk þá aðra teygju þ.e. rauða og svo var haldið áfram. Fór aðeins að spjalla við Ceciliu sem reyndar vildi svo stoppa á næstu drykkjarstöð og ætlaði að labba. Ég hvatti hana til að halda áfram og elta mig en hún vildi hvíla. Hitti Hákon sundþjálfara áður en ég kom að bóndabænum og hann sagði gefðu í og náðu mér 😉 Ha ha ha var ekki alveg á þeim buxunum. Svo var bara að fara út að bóndabænum og yfir tímamottuna þar og svo til baka.
Stoppaði samt sjálf á næstu drykkjarstöð og fékk mér bæði vatnsglas og kókglas, fyrsta kókglasið síðan ég byrjaði að hlaupa, var reyndar nýbúin að taka þriðja gelið í hlaupinu. Svo var bara að hendast upp brekkuna, hitti þá Hákon aftur og spurði hann hvort hann ætlaði ekki að bíða eftir mér. Hann sagðist myndu bíða eftir næstu brekku ha ha ha (þá komin í mark). Það var ekkert annað að gera en að sækja síðustu teygjuna, þ.e. bláu og fá frábæra hvatningu eins og alltaf þar og hendast svo niður og klára þetta hlaup.
Mér leið alveg ágætlega, hugsaði þetta eru bara 3 km eftir, eins og einn lítill Ásahringur og það var gott að fá mótvindinn og kælinguna á leiðinni niður eftir. Man ég hugsaði að í fyrra var ég farin að hlaupa og ganga til skiptis á þessum tímapunkti, var alls ekki í jafn slæmu ásigkomulagi núna, þótt ég færi ekki hratt yfir og væri í raun með lakari tíma nú en í fyrra, en það skiptir ekki máli, þegar gleðin er annars vegar.
Kláraði hlaupið á 2 klst 8 mín og 18 sek. og þar með keppnina á 6 klst 14 mín og 15 sek. kominimark3Náði 2. sæti í aldursflokki 45-49 ára (af 2 keppendum). Ég var alltaf mjög sátt við það þar sem ég hef ekki æft mikið þríþraut þetta árið þar sem áherslan var á gönguskíðin síðasta vetur fyrir Vasaloppet og svo var áherslan á fjallahlaupin í allt sumar fyrir Lavaredo. Maður uppsker alltaf eins og maður sáir (í jákvæðri merkingu þess orðs) og því var ég virkilega ánægð með að ná markmiðum mínum fyrir þessa keppni sem var í fyrsta lagi að klára og í öðru lagi að hafa gaman af.
ÞAKKIR
Það er auðvitað alveg frábært að eiga yndislegan maka sem styður mann og styrkir í öllu því sem maður er að gera og Óli var með mér í Kjósinni allan daginn sem var alveg frábær stuðningur. Takk fyrir það, elsku Óli. Svo hafa Dóri sjúkraþjálfari og Bjössi einkaþjálfari í Laugum haldið bakinu á mér gangandi. Ég ákvað til dæmis að vera með bakbeltið á mér allan tímann, þ.e. bæði á hjólinu og í hlaupinu og það kom sér mjög vel. Hjólið er mjög krefjandi að liggja frammi á því í 3 klst, þegar maður er með brjósklos og tæpt bak sem þarf stöðugt að halda í lagi. Ákvað þar að fórna LOOKINU og vera með beltið, en það hjálpaði mikið, auk þess sem ég hef ekki æft langt hjól í allt sumar svo bakið er heldur ekki vant því að vera í þessari stellingu svona lengi. Takk kæru félagar.
Í Þríkó á ég líka bestu æfingafélaga í heimi og frábæra þjálfara, þá Hákon Jóns, Viðar Braga og Ívar. Takk kæru æfingafélagar og þjálfarar.
SAMANBURÐUR
Hér að neðan er samanburður við tímana mína í sömu keppni í fyrra. Þá var reyndar synt frá öðrum stað og reyndar var bæði hjóla- og hlaupabrautin aðeins öðruvísi. Var samt á 20 mínútna lakari tíma núna. Í fyrra æfði ég þríþrautina meira með fjallahlaupunum, þar sem ég fór í Ironman í Flórída í nóvember og reyndar stóra fjallahlaupið í Mt.Blanc í lok ágúst í fyrra. Þetta árið var stóra 120 km fjallahlaupið mitt A keppnin mín og veturinn fór að mestu í gönguskíðaæfingar fyrir Vasaloppet. Er því mjög sátt við árangurinn og veit að ég á alltaf inni, því maður uppsker alltaf eins og maður sáir.
Vekjaraklukkan í símanum hringdi klukkan 06:40. Ég fór samt ekki á fætur fyrr en 06:50, þegar það var einhver hreyfing í skólastofunni sem ég svaf í. Burstaði tennurnar og henti mér út með allt draslið mitt, sem var að sjálfsögðu allt tilbúið. Lagði svo af stað gangandi að finna svæðið þar sem morgunmaturinn var framreiddur. Fann ekki staðinn, svo ég snéri við og fór á bílnum, því í honum var ég með kort af svæðinu. Morgunmaturinn var borinn fram á tjaldstæðinu sem er í áttin að sundstartinu, en þetta er ekki mjög stór bær. Eftir morgunmat var klukkan ekki orðin átta, svo ég bara hvíldi mig aðeins í bílnum , náði nú samt ekki að dotta, ég var auðvitað allt of snemma í því. naglalakkidNáði samt að naglalakka mig með keppnislakkinu sem er alltaf mjög mikilvægt fyrir svona keppni, sjá mynd hér til hliðar 😉
RÁSTÍMI – einfalt mál eða hvað? Fyrsta sundræsing var klukkan 10:00, en þá voru PRO karlar eða atvinnumannaflokkur karla ræstir út. Klukkan 10:05 voru fatlaðir ræstir út og svo 5 mín síðar PRO konur. Ég átti svo að fara með næsta hóp sem var ræstur þar á eftir, þ.e. startgrúbba 2, klukkan 10:15, sem var merktur sem Elite 2 hópur.
Þegar ég sótti keppnisgögnin mín í gær, þá stóð rástími klukkan 11:18 á keppnisumslaginu mínu og númerið sem ég fékk var miðað við þann tíma. En það er ræst í númeraröð og allir sem eru ræstir saman eru með sama lit af sundhettu. IMG_3743 Ég fór reyndar í gær í “seednings-básinn” og spurðist fyrir um þetta og eftir að hafa skoða málið sagði starfsmaðurinn að ég ætti að fara með 10:15 IMG_3745hópnum. Þegar ég var komin á staðinn, klukkan 09:00 um morguninn, klukkutíma áður en ræsa átti út fyrstu menn og þulurinn byrjar að tala, þá segir hann að þessi hópur þ.e. 10:15 hópurinn sé bara Elite 2 karlar. Það fóru að renna á mig tvær grímur og ég fór og skoða bílana, en það eru bílar með kerrur, sem taka við pokunum, þ.e. með fötunum sem þú ert í og handklæði og slíkt, sem þú færð svo þegar þú kemur í mark niður í bæ.
Já mér leist sem sagt ekkert orðið á þetta. Í fyrsta lagi að ræsa með ELITE2 körlum (númer 201-400) klukkan 10:15, sem áætluðu að synda í 45 mín (sem er allt of hratt fyrir mig).IMG_3702 Í öðru lagi stóð ekki rétt númer á sundhettunni minni m.v. þennan hóp, en hann er númer 201-400, en ég var númer 1787 sem átti að ræsa klukkan 11:18 og ég vissi ekki hvaða litur væri á sundhettunni hjá þessum hópi, þ.e. 201-400. Fann loks bílinn, þ.e. kerruna með mínu miðanúmeri, lengst aftast í hópnum, og þar voru númerin IMG_37011701-1800 sem áttu að ræsa klukkan 11.18 sem sagt mitt númer.
Ég ákvað að hringja í Ásgeir, því ég hafði heyrt í honum í gær og þá heyrði ég að honum leist betur á 11 tímann, því starfsfólkið við bílana vissi ekki neitt og kynnirinn alltaf að tala bara um Elite 2 karlmenn sem myndu ræsa klukkan 10.15. Hringdi í Ásgeir til Noregs og vakti hann til að spyrja hann ráða hvað ég ætti að gera 😉 Mér leist ekkert á að vera eina konan og ekki með rétt númer og þá kannski ekki einu sinni réttan lit á sundhettunni. Ég hugsaði með mér ég verð eins og Kathrine Switzer að reyna að plata mig inn í þennan Elite2 karlahóp 😉
Við Ásgeir vorum sammála um að ég færi bara með 11:18 hópnum, svo ég bara sat áfram og beið, þ.e. klæddi mig ekki strax í wet-suit gallann, spurði hann hvort hann héldi ekki að tímaflagan myndi örugglega fara af stað þegar ég færi í gegnum hliðið og hann auðvitað hélt það eins og ég.
RÆSING PRO FLOKKAR OG 10:15 HÓPURINN ELITE2
prokarlarÞað var gaman að fylgjast með ræsingunni, fyrst fóru PRO karlar, síðan þrír fatlaðir einstaklingar, svo fóru PRO konur. Síðan fór hópurinn sem ég átti að vera í klukkan 10:15. prokarlar2
Þá sá ég að það voru bæði Elite 2 karlar og konur og þulurinn fyrst núna farinn að tala um að það séu konur líka í hópnum. Sé líka að þau eru öll með hvíta sundhettu eins og ég, svo ég hefði ekki verið eins og litli svarti andarunginn (eða hvíti með hvíta sundhettu) í hópi með öðrum sem hefðu verið með annan lit á sundhettunni.
IMG_3720 Þarna sá ég líka konu með 1782 númer, tók meira að segja mynd af henni, þannig að ég IMG_3723hefði getað verið í þessum hóp.
Þessi hópur var mjög fjölmennur (201-400) auk þeirra sem voru umfram. Tók bæði myndir og myndbönd af honum fara af stað. Örugglega fólk þarna á mismunandi sundhraða, alla vega voru nokkrir mjög hægir þarna aftast sem fóru af stað bara á bringusundi, svo það hefði örugglega verið hægt að drafta einhvern úr þessum stóra hópi.
Á þessum tímapunkti hugsaði ég hversu gott það væri að fara ekki fyrr en 1 klst seinna, því þá væri áin örugglega orðin heitari, eða baðið eins og við Sjana kölluðum ferðina, þ.e. baðferðina 😉 Ég bara beið þennan klukkutíma og fylgdist með hverjum hópnum af fætur öðrum ræstan út.
Við hliðina á mér var kona sem átti að fara út í hópnum á undan mér. Hún var í vandræðum með að komast í ermarnar á gallanum sínum, svo ég lánaði henni og kenndi henni að nota Bónus pokann sem ég tók með mér til að klæða mig í minn.
Hafðist þetta hjá henni rétt í tæka tíð. Ég fór svo í gallann minn, reyndi að taka hann vel upp um mig eins og skilaboðin frá Ásgeiri voru. Sá svo þegar ég fór í ermarnar að það var komið smá gat á vinstri handlegg, sem ég vissi ekki af, en sem betur fer ekki í gegnum gallann, heldur sést í fóðrið. Horfði á “panic-shop” verslunina og spáði hvort ég ætti að fá lím og setja á gallann, en vissi að hann yrði ekki orðin þurr, svo ég ákvað bara að vona að þetta yrði allt í lagi, alla vega ekkert við þessu að gera núna ;-(
MIKIL STEMNING OG MIKIÐ EN MISMUNANDI SKIPULAG
Eins og komið hefur fram þá var hver hópur með sinn lit á sundhettunni og síðan var upphitun með íþróttakennara áður en hóparnir voru ræstur út. Þegar fyrstu hópar voru ræstir út, þ.e.bæði PRO-arar sem og hópurinn sem ég átti að vera í, þá fengu þau að fara ofan í ána, 5-8 mín fyrir ræsingu sem er algjör snilld til að hita aðeins upp áður en lagt er af stað. Tímaflagan var í armbandi sem þú er með á úlnliðnum og þú skannar á tveim stöðum armbandið áður en þú ferð út í ána. Tímakerfið miðast síðan við rástímann sjálfan, því það var enginn skanni við ráslínuna í sundinu sjálfu, heldur blöðrur sem voru teknar upp og þulurinn sagði “LYKKE TIL” sem þýddi að sundmenn mættu hefja sundið.
RÆSINGIN MÍN KLUKKAN 11:18
Hins vegar var orðin breyting á þegar við vorum ræst. Í fyrsta lagi var engin íþróttaupphitun, svo vorum við bara ræst klukkan 11:18. Fengum engan auka tíma í ánni, þ.e. fengum ekki að hita neitt upp, heldur var bara látið vaða klukkan 11:18. Sá að það voru margir blautir í kringum mig, sem höfðu greinilega haft vit á að fara einhvers staðar í ána fyrir ræsingu, en ég hélt við fengjum eins og hinir einhvern tíma áður en ræst yrði svo ég var bara róleg með þetta og var ekkert að fara í ána og hita upp eða bleyta mig.
Varð því smá stressuð á þessum tímapunkti, aðallega varðandi viðbrögðin við kalda vatninu. Málið var nefnilega að ég hef ekkert synt OPEN WATER sund síðan í Ironman í Flórída í nóvember í fyrra og þá synti ég ekki einu sinni í gallanum í keppninni sjálfri, þar sem sjórinn var það heitur.
TAKMARKAÐAR ÆFINGAR
Ég ætlaði alltaf að fara í Nauthólsvíkina og æfa mig fyrir þessa keppni. Fyrst hafði ég ekki tíma, því ég var alltaf að æfa fjallahlaup. Svo fór ég til Svíþjóðar í Vätternrundan hjólakeppnina, svo til Ítalíu í fjallahlaupið og svo þegar ég ætlaði að fara að æfa mig eftir Ítalíuferðina, þá var bara árshátíðarpartý hjá marglyttunum í Nauthólsvík, svo mig langaði ekki þangað.
Þá ætlaði ég reyndar að fara í Hafravatn, eða eitthvað annað, en það varð aldrei tími í það og ég gaf mér heldur ekki tíma til að prófa gallann í sundlauginni í Kópavogi eins og ég var mikið að velta fyrir mér. Fyrir þá sem lásu ekki blogg gærdagsins, þá fór gærkvöldið (kvöldið fyrir keppni) í því að velta fyrir mér hvort
A) gallinn passaði á mig
B) hvort gallinn læki nokkuð eða eitthvað væri að honum
C) hvort ég fengi nokkuð svona oföndunar-einkenni þegar ég færi í kalda ána eins og ég fékk í Meðalfellsvatni í fyrra.
Nú var búið að segja LYKKE TIL og mér leið alls ekki illa. Held ég hafi verið búin að taka út stressið um morguninn og fann að ég hafði róast þessa klukkustund sem ég fylgdist með hverjum hópi á fætur öðrum fara í ána.
Markmiðin voru alltaf kýrskýr.
Markmið #1 var að klára (þess vegna vildi ég ekki fá krampa eða oföndunareinkenni)
markmið #2 að hafa gaman af þessu og njóta. Tíminn skipti engu máli, á hvort eð er ekki mettíma í Vasaloppet né Vätternrundan 😉
BAÐFERÐIN
Út í ána fór ég klukkan 11:18 með hóp sem var bæði með bláar sundhettur og hvítar. Þeir sem voru með bláar sundhettur voru að fara þetta í 7. skipti og fengu sérstakar bláar medalíur þegar þeir komu í mark. Eftir að ég kom út í þá byrjuðu gleraugun að leka. Fékk mikið vatn inn í vinstra augað. Ég tróð marvaðann tvisvar og reyndi að laga þau, þ.e. losa vatnið úr og herða en alltaf kom vatnið aftur inn. Hugsaði: Það er ekkert við þessu að gera, þetta er bara eins og annað sem er vont, það bara versnar og venst og hélt bara áfram og vandist því að vera með fullt vinstra augað af vatni 😉 Að öðru leyti leið mér bara mjög vel, fann ekki fyrir kuldanum, já ég gleymdi að segja frá því að í biðröðinni á leiðinni út í ána, sá ég tvo keppendur sem voru að fara að synda á sundfötunum einum saman, svo ég hugsaði að vatnið getur ekki verið svo kalt, ef þau ætla 3 km á sundfötunum, svo ég róaðist líka við það.
Vatnið var um 17 gráðu heitt, sama hitastig og á Ermasundinu sem Ásgeir synti án sundfata í um 17 klst. Annað sem kom mér á óvart var að hópurinn sem ég var í, var mjög lítill, miklu minni en stóri Elite B hópurinn sem ég átti að vera í. Það voru nokkrir miklu hraðari sundmenn en ég, sem ég missti alveg fram úr mér þegar ég fór að troða marvaðann og reyna að laga sundgleraugun og svo voru einhverjir fyrir aftan mig. Ég synti þetta sund, því bara ein sem er líka ágætis tilbreyting frá kraðakinu í sjósundinu í Ironman keppnunum.
Þórður í Papco sem tók þátt í þessu sundi í fyrrasumar, sagðist hafa reynt að fylgja línunni sem er dregin um miðja ánna til að reyna að synda sem beinast svo ég ákvað að gera það líka. Var þannig alveg út í miðri á og hafði alltaf augastað á línunni. Þessi leið sem við syndum er virkilega falleg. Sundleiðin liggur undir tvær brýr og leiðin er vel merkt, þ.e. hversu mikið er eftir. Fyrst kom stór bauja sem á stóð 2500 m, man ég hugsaði, þetta líður hratt bara 1/6 búinn, nákvæmlega eins og ég gerði í Vätternrundan og í Lavaredo. Svo var bara allt í einu komin 2.000 m rauð stór bauja eða blaðra. Þá hugsaði ég bara 1 km eftir áfram áður en við tökum beygjuna til hægri upp ána á móti straumnum. Áfram synti ég ein og bara enginn í kringum mig. Enda hópurinn mjög fámennur og áin nokkuð breið og stór. Svo var 1750 m og síðan 1500 m baujan og þá styttist í að við beygjum. Vatnið var áfram að trufla mig í vinstra auganu, en ég var farin að venjast því, enda andaði ég bara hægra megin (er sterkari þar) og línan sem ég var að fylgja var líka hægra megin við mig, svo það kom sér líka vel þá að þessi leki var í vinstra augað en ekki hægra. Nota bene þessi sundgleraugu voru súper fín á mér þegar ég synti í Kópavogslauginni 2,5 km á miðvikudaginn, til að kanna hvort ég kæmist þetta ekki krampalaus sem ég og gerði, þá var ekkert að þeim, enginn leki og súperfín stillt, var reyndar ekki mað hárið í taglið þá (gleymdi hárteygju), sem getur hafa munað í stillingu á bandinu að aftan.
SÍÐASTI 1 KM Á MÓTI STRAUMI
Svo kom 1 km skiltið og beygjan til hægri. Þá sá ég tvo menn með rauða eða bleika sundhettu á bringusundi sem voru þá í hópnum á undan mér og ég tók fram úr þeim. Svo hélt ég áfram, þá var Þórður búin að segja mér að maður á að reyna að halda sig sem næst bakkanum, þar er víst minni straumur, en það er þó nokkur straumur þarna á móti. Ég fann ekki fyrir neinum “með”-straumi fyrstu 2 km (er það ekki eins og á hjólinu, maður finnur alltaf mótvind, en aldrei meðvind – ok sjaldan) en fann greinilega strauminn á móti um leið og ég fór upp ána. Ég tók þvínæst fram úr næstu tveim körlum sem voru alveg við bakkann og að synda bringusund og hélt áfram upp ána. Það voru mjög góðar merkingar alla leið, fyrst kom 750 m eftir. Þá fann ég mikið fyrir þessum straumi og hugsaði með mér hvort ég hefði kannski átt að setja á mig ¼ sjóveikisplástur, hvort ég yrði nokkuð sjóveik í þessum straumi, ok of seint að velta því fyrir sér núna, enda bara 750 metrar eftir.
Mann rak aðeins út á miðjuna og þurfti því að einbeita mér að því að synda aftur í átt að bakkanum til að reyna að halda mig nær honum. Velti líka fyrir mér hvort maður myndi nokkuð synda á bakkann úaahhh ha ha ha. Það er um nóg að hugsa á svona sundi 😉 En svo sá ég skilti 400 m eftir, og hugsaði bara einn hlaupahringur á brautinni, það er ekki neitt.
Þá kemur ein sundkona með hvíta sundhettu og tekur fram úr mér, finnst líklegt að hún hafi verið kannski bara fyrir aftan mig og draftað mig allan tímann, en ég gaf í og reyndi að hanga í henni svo kom önnur sem ætlað fram úr mér hægra megin við bakkann, ég gaf það pláss nú ekki eftir. Svo kom einhver karl á mikilli ferð og ég náði að hanga í honum þessa síðustu 400 metra, en missti báðar konurnar fram úr mér. Gaf vel í til þess að hanga í manninum og var meira að segja orðin tæp að lenda í krömpum á hægra fæti, þar sem ég var farin að setja kraft í sundið, þ.e. notaði líka fætur sem ég nota yfirleitt ekki þegar ég syndi í galla. Það hefði verið gaman að eiga LAP tíma fyrir hverja 100 m, en hef alltaf gleymt að stilla garmin úrið þannig í sundi, enda kannski ekki mikið verið að synda 😉
MARKIÐ
Það var virkilega gaman að koma með höndina við “skannann” sem maður gerir þegar maður kemur í mark og svo er maður aftur skannaður þegar maður kemur á land. Tíminn 53:42 á garmin úrinu mínu, kom mér verulega en skemmtilega á óvart, sérstaklega þar sem ég náði ekki að drafta neinn eins og ég er vön að ná að gera yfirleitt í Ironman keppnum.
GALLINN OG VANGAVELTUR
Gallinn var fínn og þetta gat á vinstri hendi kom ekki að sök. Auðvitað velti ég mikið fyrir mér hvort ég hefði gert mistök að fara ekki með hraða hópnum. Þá hefði ég kannski getað draftað einhvern, þá hefði ég líka getað æft mig áður en við lögðum af stað og þá kannski ekki þurft að synda með vinstra augað fullt af vatni.
Hins vegar hefði sá hópur kannski verið of hraður fyrir mig og ég sprengt mig með því að fara of hratt af stað. Einnig voru örugglega meiri slagsmál sem ég losnaði við og stress-faktorinn var mun hærri á þessum tímapunkti, svo það þýðir ekkert að velta fyrir sér EF og HEFÐI.
Ég var ánægð með sundið mitt, mér leið vel og skemmti mér vel svo markmið A og B voru klárlega uppfyllt. Mæli samt ekki með að fólk fari óæft í svona keppni eins og ég gerði. Hugsaði mikið í gærkvöldi, þegar ég las um æfingar fyrir sjósund í sjósundstímaritinu hversu klikkað þetta væri og alls ekki til eftirbreytni.
Ég held að ég hafi verið heppin í dag, en ég geri þetta ekki aftur, fyrir andlega heilsu að fara í keppni án þess að hafa æft í keppnisgallanum, eða synt neitt sjósund.
FLOTT AÐSTAÐA
Eftir sturtu, þá fékk ég mér að borða. Aðstaðan er til algjörrar fyrirmyndar. Það er stór úti búningsklefi með fullt af sturtum. Það er stórt veitingatjald, þar sem boðið var uppá bayon skinku með kartöflusalati og hrásalati og hrökkbrauð og smjör og kaffi. Svo kíkti ég aðeins aftur á “expoið” til að kaupa lím til að gera við gallann minn. Þá kom alveg úrhellidempa, rigningin var á stærð við haglél svo ég ásamt flestum öðrum sátum það af okkur inn í tjaldinu, annað hvort Expo tjaldinu eða skráningartjaldinu eða matartjaldinu, það var alla vega ekki hundi út sigandi og miklar þrumur sem fylgdu þessari rigningu.
DIPLOMA
Ég notaði tækifærið og lét prenta út Diploma eða viðurkenningarskjalið mitt. Þegar búið var að prenta það út, stóð að ég hefði verið 1 klst og 56 mín á leiðinni. Ég bað hana nú að skoða það, því þetta væri ekki rétt. Ég hefði farið með 11:18 hópnum og skannað mig þar á leið út í ána. Hún fór og kíkti á þetta. Ég hafði greinilega verið skráð með 10:15 hópnum og fékk því þennan langa tíma. Hún gat auðvitað séð á skannanum hvenær ég fór og því fékk ég svo réttan tíma 00:53:49.
Svo stytti loksins upp svo ég gat labbað og sótt bílinn sem ég hafði skilið eftir þar sem sundið er ræst. Fór svo aftur á Expoið og sótti vörur sem ég hafði sett í körfu eftir keppnina.
Sólin fór svo að skína á okkur aftur og þá var yndislegt að sitja bara í Coca cola tjaldinu og njóta þess að fylgjast með fjölskyldum samgleðjast sundmönnum sem voru að koma í mark. Það var mjög mikið af fólki, mikið af barnafólki og greinilegt að Svíarnir fara bara í langa útilegu, gista í tjaldi eða húsbílum og mikil skemmtileg stemning í kringum þessa flottu keppni.
Nú er þrjár þrautir af fjórum búnar í Svenska Klassiker. Síðasta þrautin verður 24. september, 30 km utanvegarhlaup sem heitir Lidingöloppet.