Skotprófið komið í hús

by Halldóra

Það er alltaf góð tilfinning þegar skotprófið er komið í hús, enda þarf að klára það og skila því inn fyrir 1. júlí.

Við Óli fórum til Keflavíkur í kvöld og tókum æfingaskot og skotprófið en dómarinn í Keflavík er einstaklega þægilegur og þses vegna höfum við alltaf farið þangað.

Búið er að ákveða veiðihelgi, þ.e. fyrstu helgina í september.

Það er alltaf skemmtilegt að fara austur á hérað á veiðar, enda erum við með einstaklega góðan og skemmtilegan hreindýraleiðsögumann.

You may also like

Leave a Comment