Gleðilega HM þjóðhátíð og loksins gleðilegt sumar

by Halldóra

Búið að vera mikil HM hátíð alla helgina, tvöföld þjóðhátíð, 16. og 17. júní. Öll þjóðin að sjálfsögðu horfði á fótbotlaleikinn, Ísland – Argentína í sjónvarpinu í gær 16. júní og maður var stressaður fyrir allan peninginn.

Í dag var svo 17. júní og það rigndi og rigndi í allan dag. Var ekki mjög spennandi að taka þátt í hátíðarhöldum, svo það var áfram bara legið yfir sjónvarpinu.

Þegar leið á daginn, var hreyfiþörfin komin á mjög hátt stig, hjá hreyfifíklinum og hana langaði mikið á Esjuna eða út að hjóla, enda hefur hún ekkert farið út að hjóla eftir IM Texas og varla synt heldur.

Úr varð að hún plataði Irinu vinkonu út að hjóla eftir kvöldmat og við hjóluðum í kaffi til Siggu upp í Mosó. Ég fór fyrst smá Garðabæjarhring og kom svo við hjá Irinu og þaðan fórum við upp í Mosó.  Klukkan var langt gengin í ellefu þegar við lögðum í hann heim.


Ég var svo um miðnætti við Arnarnesvoginn og útsýnið var algjörlega stórkostlegt. Náði því þegar sólin var að setjast og það klukkan 00:00. Verð að deila þeirri mynd með ykkur hérna.

You may also like

Leave a Comment