


Við náðum að verja síðasta deginum okkar á Ítalíu í Bologna, þar sem flugið heim frá Bologna var kvöldflug. Við vorum á bílaleigubíl og völdum bara city center parking, þar sem við lögðum bílnum og gengum svo í bæinn.
Við skoðuðum miðbæinn, þ.e. Neptún brunninn (Fontana di Nettuno) sem er eitt af táknum borgarinnar á Nettuno torginu. Hann fer ekki framhjá neinum sem heimsækir borgina enda vinsæll staður til dægrastyttingar meðal borgarbúa. Stytta af Neptúnus er á brunninum. Svo sáum við líka Tvíburaturnana (Torre degli Asinelli / Torre dei Garisenda) sem eru engu minni tákn fyrir Bologna en brunnurinn við Nettuno. Asinelli turninn er opinn almenningi og hægt að klífa þær tæplega 500 tröppur upp í 98 metra hæð hans. Við höfðum nú ekki tíma fyrir það, en fengum okkur í staðinn góðar veigar og sátum fyrir framan turnana tvo á torginu í góðu veðri.
Hér að neðan er að finna frekari upplýsingar um borgina, sem ég væri alveg til í að heimsækja aftur síðar.
Bologna er 400 þúsund manna borg og er höfuðborg Emilía-Rómagna héraðsins á norður Ítalíu og er elskuð og dáð af Ítölum sjálfum og flestum þeim er eyða þar tíma. Matargerðin er velþekkt út fyrir borgarmörkin svo mjög reyndar að landsmenn tala um Bologna sem matarkistu Ítalíu. Eru það stór orð í landi þar sem matur er í hávegum hafður.
Hér er einnig fínn arkitektúr og byggingar ýmsar stórkostlegar í gamla miðbænum og þekkt er hin rauða ásýnd húsa í borginni: Bologna la rossa. Hér er elsti háskóli í veröldinni sem er það vinsæll að þessi annars gamla borg er full af ungu fólki öllum stundum. Best af öllu kannski er að enn sem komið er er fjöldatúrismi eitthvað sem á heima annars staðar og því er hægt að njóta Bologna án þeirra leiðinda sem því fylgja.
Loftslag og ljúflegheit
Borgina er best að heimsækja á vorin og sumrin þegar hiti gerir fólki kleift að dúlla sér hálfberu undir beru lofti án vandkvæða eða kuldahrolls. Reyndar verður yfirgengilega heitt í júlí en hér er stressinu ekki fyrir að fara og sé það plan ferðamanna skiptir hitinn litlu til eða frá. Hitastig fer niður í frostmark eða neðar í desember og janúar.
Til og frá
Guglielmo Marconi heitir alþjóðaflugvöllur Bologna og nánd hans við borgina gerir það að barnaleik að fljúga til borgarinnar. Tíu mínútna einfaldur rúntur skilar fólki alla leið í miðbæinn og því skiptir ekki höfuðmáli hvort farið er með leigubíl eða á ódýrari hátt.
Með leigubíl kostar far á miðbæjarsvæðið 1800 krónur plús lítil þóknun fyrir farangur. Flugrúta, Aerobus, flytur þig á sama stað fyrir jafngildi 750 króna íslenskra en fyrir fátæka, félitla eða níska ferðalanga kostar aðeins 200 krónur að taka næsta strætisvagn á sama áfangastað. Þarf reyndar að leggja á sig tíu mínútna labb á næstu stoppistöð en þar stoppa vagna 81 og 91 sem aka að Aðallestarstöð bæjarins í miðborginni.
Bologna er ekki af þeirri stærðargráðu að fólk villist mikið en vænlegt er að verða sér úti um borgarkort engu að síður. Slíkt er hægt að kaupa dýrum dómum en fyrir styttri ferðalög er enn betra að fá frítt bæjarkort á upplýsingamiðstöð ferðamanna við Piazza Maggiore. Dugar það til brúksins og með slíkt í höndunum nægir að vita hvar Due Torri, tvíburaturnarnir, eru staðsettir til að rata á alla kanta.
Samgöngur og snatterí
Það er varla þess virði að kynna sér samgöngukerfi borgarinnar enda hún lítil og að miðbæjarkjarnanum frátöldum er ekkert þar sérstaklega heillandi við borgina. Hér er þó fínt strætisvagnakerfi og vegir til allra átta. Fargjaldið er 180 krónur og dugar hver miði í klukkustund eftir kaup. Er því óhætt að hoppa á milli vagna standi hugur til þess. Heimasíða strætó hér.
Flest hótel eru á þröngu svæði í miðbænum og þarf í raun engin farartæki til að sjá það sem skoðunarvert er í Bologna. Helsta torgið er Piazza Maggiore og helsta gatan Via Rizzoli. Allt markvert er nánast í eða við þessa tvo staði.
Söfn og sjónarspil
Til umhugsunar: Góð söfn er að finna í Bologna og að heimsækja þau nokkur er vel þess virði. Hagkvæmast er að punga út 800 krónum fyrir dagskortinu Carta Bologna dei Musei sem gefur frían aðgang eða góðan afslátt af þeim flestum. Kortið fæst á öllum söfnum og á upplýsingamiðstöðvum.
Annað áhugavert
Neptún brunnurinn (Fontana di Nettuno) er eitt af táknum borgarinnar á Nettuno torginu. Hann fer ekki framhjá neinum sem heimsækir borgina enda vinsæll staður til dægrastyttingar meðal borgarbúa.
Tvíburaturnarnir (Torre degli Asinelli / Torre dei Garisenda) eru engu minni tákn fyrir Bologna en brunnurinn við Nettuno. Þvert á móti má sjá þessa tvo turna langt að þó sá fyrrnefndi sé öllu hærri. Asinelli turninn er opinn almenningi og hægt að klífa þær tæplega 500 tröppur upp í 98 metra hæð hans. Skal þó líkamlegt atgervi vera bærilegt og greiða verður 500 krónur fyrir þau herlegheit. Er turninn opinn daglega 9 – 18.
Lögfræði eins og hún þekkist í dag má að nokkru leyti rekja til Bologna en allra fyrstu lögmenn hennar voru vanir að handskrifa minnispunkta á hinar ýmsu skrár og plögg. Umrædd plögg eru vandlega geymd og til sýnis í Tombe dei Glossatori en þar eru einnig grafnir flestir helstu merkismenn borgarinnar. Afar forvitnilegt skoðunar. Við Pizza de San Domenico.
Basilíka heilags Lúkasar (Santuario della Madonna di San Luca) er dómkirkja í hlíðum borgarinnar en þar finna menn eitt besta útsýnið yfir borgina. Basilíkan sjálf stór og merkileg og innandyra eru munir sem eru þjóðargersemar.
I Portico heita á frummálinu miklir yfirbyggðir gangar í miðborginni sem ná heila 38 kílómetra á lengdina. Voru þeir upprunalega byggðir til að hýsa aðkomufólk og heimilislausa og eru nógu breiðir til að hægt sé að leggja sig undir þeim.
Basilíka heilags Petróníusar (Basilica San Petronio) við Piazza Maggiore Bologna er tileinkuð einum biskupa Bologna og er ómissandi listaverkaunnendum. Má þar finna marga fræga muni og Bolegnoni kapelluna frægu. Basilíkan er opin frá 9:30 til 12:30 og aftur milli 14:30 og 17:30.
Garður Margheritu (Giardini Margherita) er helstu garður Bologna borgar og yndisleg vin þegar hitastækjan er hvað mest yfir sumartímann. Þegar kvölda tekur breytist villa garðsins í næturklúbb á sumrin. Garðurinn er opinn alla daga ársins frá 06 til miðnættis.
Grasagarðurinn (Orto Botanico) við Via Irnerio er tilþrifamikill með yfir 5000 tegundir planta auk gróðurhúss fyrir kaktusa og sérstök afbrigði. Opinn 8:30 til 15 alla daga og 8:30 til 13 um helgar.
Verslun og viðskipti
Sökum smæðar Bologna er ekki eiginlegt verslunarsvæði neins staðar í borginni heldur fremur smærri verslanir út um allt. Þó eru fjórar götur sem skera sig úr sökum fjölda verslana og úrvals en þar eru helst dýrari verslunarkeðjur sem eiga per se lítið skylt við Bologna. Liggja göturnar út frá Maggiore torginu, Piazza Maggiore, og eru Via dell´Indipendenza, Via Ugo Bassi, Via Rizzoli og Via D´Azeglio.
Ekki skal þó láta numið staðar þarna heldur endilega vafra um sem víðast og ábyggilegt er að fyrr en síðar er rambað að smærri verslanir sem hafa bæði úrval og gæði og finnast ekki annars staðar í veröldinni en hér.
Aðeins ein stærri verslunarmiðstöð er í borginni. Galleria Cavour heitir sú en er undirlögð af dýrari ítölskum verslunum og verðin eftir því.
Matur og mjöður
Bologna er ekki óskrifuð matarkista Ítalíu fyrir ekki neitt. Hér eru trattoríur á hverju strái og ganga má út frá að allir þeir staðir í borginni sem ekki líta út fyrir að hafa verið opnaðir í gær séu vel þess virða að heimsækja.
Sama gildir um pöbba. Ávallt er fjör á háskólasvæðinu, Via Zamboni, og fjölmargir barir og klúbbar þar fyrir yngra fólkið. Þeir sem eldri eru og vilja hafa hægar um sig ættu að halda til Via Pratello þar sem barir eru í massavís og flóra þeirra fjölbreytt.
Líf og limir
Bologna er með öruggari borgum heims. Veskjaþjófar eru hér eins og annars staðar en alvarlegri glæpir eru sjaldgæfir og sökum smæðar borgarinnar og fámennis kemst upp um þá flesta. Engin sérstök hverfi ætti að forðast en betlarar geta verið til mikilla leiðinda á köflum í miðbænum.
HEIMILD: https://fararheill.is/bologna/
Næstsíðasti dagurinn okkar á Ítalíu og það var úrhellisrigning, þrumur og eldingar og þorpskötturinn grét af hræðslu. Hef aldrei heyrt kött mjálma og öskra svona hátt. Við ákváðum því að skella okkur í bíltúr til Písa og skoða skakka turninn sem er auðvitað mjög þekktur. Aksturinn tók um 90 mín hvora leið og það var mjög gaman að sjá turninn og svæðið í kring og svo var stoppað á kaffihúsi og við fengum okkar góðan mat.
Eftir Písa heimsóknina fórum við í mollið í Spezía og kíktum í nokkrar búðir og fengum okkur léttan mat áður en við fórum heim. Borðaði mjög gómsætt Lasagne.
Skakki turninn í Písa (ítalska: Torre pendente di Pisa eða einfaldlega Torre di Pisa) er frístandandi klukkuturn í borginni Písa á Ítalíu og tilheyrir hann dómkirkjunni í Písa.
Turninum var ætlað að standa lóðrétt, en stuttu eftir byggingu hans í ágúst 1173 tóku undirstöður hans að síga og hann því að hallast. Hann er staðsettur á bak við kapelluna og er eitt af þremur mannvirkjum á Campo dei Miracoli í Písa (svæði kraftaverkanna).
Turninn er 55,86 metrar að hæð á lægstu hlið og 56,70 á þeirri hæstu. Hann hallar um 4 gráður. Breidd veggjanna við jörðu er 4,09 metrar og 2,48 efst í turninum. Áætlað er að þyngd hans sé 14.500 tonn og það eru 294 þrep í honum. Turninn hefur, ásamt dómkirkjunni, skrúðhúsinu og kirkjugarðinum verið á heimsminjaskrá frá árinu 1987.
Það var ekki siglt til Corniglia, svo við ætluðum að ganga þangað frá þorpinu okkar þar sem það var ekki langt að fara. Hins vegar rigndi svo mikið, það voru þrumur og eldingar þannig að við ákváðum bara að keyra að þorpinu, þ.e. eins langt og maður kemst á bíl og ganga svo niður í þorpið. Corniglia er mjög fallegur bær. Við gengum alla leið niður að klettaströndinni en það var mikið lokað eins og veitingastaðurinn þar út af rigningunni. Við töldum svo tröppurnar á leið okkar til baka og þær voru 364 að kirkjunni og svo hægt að fara ennþá hærra og þá sjá fallegt útsýni alla leið heim til okkar.
Við fundum fallega hönnunarverslun og versluðum að sjálfsögðu við heimamenn og Pétur fann frábært kaffihús, þar sem var mjög gott kaffi og sítrónu-ostakaka.
Eitt af einkennum þorpanna fimm, eru sítrónur, þú getur keypt allt milli himins og jarðar með sítrónumerkjum á.
Corniglia is located in the heart of the Cinque Terre National Park on a small cape, 100 meters above the sea. It is the smallest of the five villages and also the least accessible.
You have to climb the Lardarina staircase, 382 stairs, to reach the village or you can take the shuttle bus up from the train station. Once you are up in the village, it is relatively flat.
Corniglia is an ancient Roman village that has a long and rich agricultural tradition. The village is surrounded on three sides by vineyards and stone terraces. Because of its size and relative inaccessibility, fewer tourists stay here, so there is more of a local feel. There are bars and restaurants here, but no real nightlife.
Corniglia is definitely a place for hikers and nature lovers. The terrace and the bar La Terza Terra, at the end of the main street, is definitely one of the best places to enjoy the sunset in Cinque Terre.
Við sigldum frá Monterosso til Vernazza og fórum þar í land. Mjög fallegur bær, með fullt af veitingastöðum og að sjálfsögðu kirkju og kastala. Við gengum upp göngugötuna, fengum okkur drykki en stoppuðum ekki mjög lengi, eða bara í um eina klukkustund, þar sem við sigldum svo til baka til Spezia með síðasta bát.
Frekari upplýsingar um Vernazza hér að neðan:
The small fishing village Vernazza is probably the most characteristic of the Cinque Terre and is classified as one of the most beautiful villages in Italy.
Vernazza was founded about 1000 A.D. and was ruled by the Republic of Genoa starting in 1276. The medieval castle, Belforte, was built in the mid-1500’s, primarily to protect the village from pirates.
An ideal way to arrive to this breathtaking village is by sea. The tiny port is surrounded by subtle colorful typical Ligurian houses and the charming piazza is lined with good restaurants and bars. There is a small, sandy beach in the natural harbor the Church of Santa Margherita di Antiochia.
The village is surrounded by very steeply-terraced olive groves which are said to produce among the finest olive oil in the country.
Heimild: https://www.cinqueterre.eu.com/en/the-five-towns
Fimmta þorpið, ef við númerum þau frá Speziu, er Monterosso sem er stærsti bærinn af þessum fi. Við tókum ferjusiglingu, dagspassa frá Spezíu og sigldum alla leið til Monterosso, með viðkomu á nokkrum stöðum, þar sem við stoppuðum ekki.
Monterosso er sú eina af borgunum fimm sem er með sandströnd og er bænum skipt í yngri og eldri bæinn. Við gengum um báða bæina og kíktum á hótelið sem Náttúruhlaup eru með samning við og fengum okkur drykk þar og settumst í garðinn. Það var gaman að sjá þennan bæ sem er frekar ólíkur hinum, enda með kastala og auðvitað kirkjum eins og allir hinir bæirnir. Alltaf ein ef ekki tvær kirkjur í hverjum bæ.
Frekari upplýsingar um Monterosso
Monterosso is the largest of the five coastal villages known as the Cinque Terre. The village is located on hills cultivated with lemons, vines and olives. Its amazing beaches, its beautiful reefs and the sea’s crystal clear waters make this small village one of the most popular of the Italian Riviera. Monterosso beach old town Monterosso is divided in two parts marked by the medieval tower of Aurora. The old town of Monterosso is dominated by the ruins of the castle and characterized by typical narrow medieval streets, carruggi, with multi-coloured terraced houses, shops and restaurants. Monterosso, Fegina beach, Cinque Terre Beach-lovers should definitely stay in Monterosso. The town has several beaches, both private and public ones. Near the station you will find Bagni Eden, the beautiful beach recognized by its orange and blue striped umbrellas. Monterosso is almost flat, ideal for anyone with mobility issues and for those who just not want to climb a lot of stairs. It is also great for families with small kids, as there are long stretches along the beach promenade where you can walk with a stroller.
Heimild: https://www.cinqueterre.eu.com/en/the-five-towns
Við fórum í lest frá Manarola til Riomaggiore þar sem við fundum ekki opna gönguleið á milli þorpanna. Hins vegar höfðum við mjög stuttan tíma til að skoða Riomaggiore þar sem síðasta strætó í þorpið okkar fór klukkan 17:00 og við vorum bara þarna rétt fyrir þann tíma. Svo við hlupum svolítið í gegnum hann, en náðum að kíkja inní eina kirkju og kveikja á kertum og hugsa til okkar nánustu <3
Hér eru frekari upplýsingar um Þorpin fimm.
The five towns of Cinque Terre
Cinque Terre is a rugged coastline on the Italian Riviera composed of five beautiful hillside villages; Monterosso, Vernazza, Corniglia, Manarola and Riomaggiore.
The five villages are connected by hiking trails open all year round. For the trails Monterosso – Vernazza – Corniglia you will need a Cinque Terre Card. All other trails are free! The Cinque Terre Express trains are running every 20 minutes between the five villages. You can also enjoy this scenic coastline by taking the ferry and hop on and off where you like.
Riomaggiore is the most southern village of the Cinque Terre, situated just a two minutes by train from Manarola. The town climbs up along the ridges overlooking the sea and it is characterized from the typical stone houses with coloured façades and slate-roofs.
Stroll along the main street Via Colombo down to the sea, where a small harbor, marina, is framed by lovely pastel houses and filled with brightly coloured fishing boats. There is a pebble beach located near the boat docking point and the picturesque harbor.
In Riomaggiore you can find the best spot to capture the sunset in Cinque Terre. As the sun starts to set, many people gather to sit on the rocks by the harbor. There are also some nightlife here with numerous restaurants and bars open until 1am.
Heimild: https://www.cinqueterre.eu.com/en/the-five-towns
Við gengum niður í Manarola frá þorpinu okkar daginn eftir að við komum. Bærinn er mjög fallegur, þar eru flottar kirkjur, þar er mjög fallegur kirkjugarður og ofboðslega fallegt að horfa á bæinn að ofan, þ.e. á gönguleiðinni niðureftir.
Við stoppuðum í bænum og borðuðum á veitingastað þar sem ég fékk bestu pizzu sem ég bragðaði á Ítalíu, með svínakjöti og ruccola, mjög fallega framreidda. Mikið af túristabúðum er í bænum og margir glæsilegir veitingastaðir. Mikið af fólki að synda í sjónum, enda skemmtileg vík þar sem er búið að útbúa góða aðstöðu til að synda og komast t.d. upp úr vatninu.
Við ætluðum svo að ganga til Riomaggiore og gerðum tvær tilraunir til að komast úr bænum, en báðar leiðir voru lokaðar, vegna framkvæmda. Svo við urðum að taka lestina til Riomaggiore, sem tók alveg 2 mínútur.
Frekari upplýsingar um Manarola hér:
Manarola, built on a high rock 70 metres above sea level, is one of the most charming and romantic of the Cinque Terre villages. The tiny harbor features a boat ramp, a tiny piazza and picturesque multicoloured houses facing the sea.
Manarola Cinque Terre Italy
You can enjoy lunch at one of the fish restaurants in the small square next to the harbour. The harbor area is filled with colorful rowing boats and becomes the main sunbathing and swimming spot of the village from morning until dusk. In fact, this is the perfect place to spend a lazy day sunbathing and watching people jumping off the cliffs. Although there is no real beach here, it has some of the best deep-water swimming around.
Along the main road the boats are pulled onto dry land every time the sea is rough. The village is all ups and downs, with steep narrow alleys carrugi, leading to the sea.
Síðasti hlaupadagurinn verður eftirminnilegur og seinni hluti Europaweg leiðarinnar. Dagurinn hefst á því að fara yfir þriðju lengstu hengibrú heims! Eftir smá tíma á leiðinni mun Matterhorn blasa við í öllu sýnu veldi alla leið til Zermatt. Aukafarangur okkar bíður á hótelinu og tekur nú við frjáls tími í þessum fallega bæ. Hópurinn stefnir á að fara saman út að borða um kvöldið og fagna mögnuðu afreki að ljúka TMR hringnum.
Gallery not found.