Fararstjórarmunu skipuleggja ferðalag frá Zermatt til Genfar flugvallar fyrir þá sem vilja, hvort sem þaðverður með almenningssamgöngum eða einkaakstri.
Gallery not found.Halldóra
Síðasti hlaupadagurinn verður eftirminnilegur og seinni hluti Europaweg leiðarinnar. Dagurinn hefst á því að fara yfir þriðju lengstu hengibrú heims! Eftir smá tíma á leiðinni mun Matterhorn blasa við í öllu sýnu veldi alla leið til Zermatt. Aukafarangur okkar bíður á hótelinu og tekur nú við frjáls tími í þessum fallega bæ. Hópurinn stefnir á að fara saman út að borða um kvöldið og fagna mögnuðu afreki að ljúka TMR hringnum.
Gallery not found.Frá Grächen liggur leiðin inn á gönguleiðina Europaweg sem liggur alla leið til Zermat fyrir ofan Mattertal dalinn. Leiðin er talin ein sú fallegasta í Ölpunum og hefur nokkra tæknilega hluta. Leiðin liggur að Europaskálanum þar sem hópurinn gistir og nýtur stórbrotins fjallaútsýnis.
Gallery not found.Þetta er langur dagur! Eftir góða hvíld í skálanum er farið yfir Monte Moro skarðið (2868m), sem markar landamæri Ítalíu og Sviss. Við lækkum okkur niður að Mattmark vatninu og þar styttum við ferðina með strætó til Saas-Fee bæjarins. Þar fáum við okkur góða hressingu áður en við förum upp á Höhenweg svalaleiðina og förum frá Saas dalnum yfir í Mattertal (Zermatt dalinn). Þetta er ótrúleg útsýnisleið og er mikil upplifun að fara um stíga leiðarinnar. Við endum daginn á góðu hóteli í skíðabænum Grächen sem stendur hátt fyrir ofan Mattertal dalnum.
Gallery not found.Skálinn er staðsettur þar sem við hefjum klifrið yfir Turlo skarðið (2738m) sem við höldum yfir. Leiðin er virkilega falleg og stígurinn er mjög sérstakur, en þetta er gömul walser leið sem tengir dalina. Niðurleiðin frá skarðinu og yfir til Macugnaga bæjarins er nokkuð þægileg en löng. Frá Macugnaga verður hægt að taka lyftu upp að Oberto Maroli skálanum sem við gistum í. Þetta er krefjandi dagur sem fer yfir þekkt fjallaskarð og endar í háfjallaskála með stórkostlegu útsýni
Gallery not found.Hópurinn þarf að leggja af stað mjög snemma eftir góðan morgunverð. Frá skálanum er hlaupið niður að Cime Bianche vatninu áður en komið er að Cime Bianche skarðinu. Næst tekur við langt niðurhlaup að þorpinu Saint Jacques. Við förum þó ekki alla leið í það heldur höldum hæð til Résy og svo að Bettaforca skarðinu (2672m). Hér ætlum við að stytta leiðina yfir skíðasvæði með lyftuferðum. Það mun fara eftir veðri og tíma hvort hópurinn muni hlaupa frá Passo dei Salati (2936m) og lengja hlaup dagsins. Við horfum yfir Alagna þorpið en höldum áfram inn dalinn og gistum í Pastore skálanum (1575m) sem er flottur og þekktur fyrir góðan mat.
Dagurinn byrjar á því að fara upp í litla þorpið Zmutt (1936 m). Þaðan er farið úr blómstrandi alpaengi með alpaskálum upp í grýttara landslag og á jökul. Hér erum við rétt fyrir neðan Matterhorn og er útsýnið strax stórkostlegt! Klifrið heldur áfram smám saman upp að Trockener Steg (2939m) og þaðan að Gandegg skálanum (3030m). Í skálanum fáum við okkur hressingu og hittum fjallaleiðsögumenn sem leiða hópinn yfir jökulinn. Eftir leiðina yfir jökulinn og langan kafla í snjó förum við yfir Teodulo skarðið og endum daginn í skálanum sem er kenndur við það.
Við flugum í beinu flugi með Icelandair frá Keflavík til Genfar 28. júlí. Fórum svo með lest frá Genfar flugvellinum til Zermatt og þurftum bara að skipta einu sinni um lest. Nutum svo fallega miðbæjarins Zermatt í Sviss sem er frægur skíðabær, en frekar dýr. Borðuðum svo saman kvöldmat á ítalska staðnum og pökkuðum niður því sem við ætluðum að vera með á okkur, og skildum annan farangur eftir á hótelinu.
Klukkan 15:30 lauk móttökunni í garðinum og við hjóluðum heim á hótelið okkar. Á leið okkar lentum við í úrhellis rigningu, svo mikil rigning að mörg lið biðu eftir að stytti upp, en við íslensku víkingarnir létum það nú ekki stoppa okkur. Hins vegar sprakk hjá einum hjólaranum svo við biðum aðeins þar sem það var langt best að hjóla saman til baka á hótelið, en vorum samt í tveim hópum. Við Víó fengum að leiða seinni hópinn, en það var mikið um rauð ljós og stopp og keðjan að slitna, en sem betur fer gekk ferðin á hótelið í gegnum París mjög vel.
Þegar við komum á hótelið byrjuðum við á að taka í sundur hjólin, pakka þeim í kassana og komum þeim fyrir í bílunum, sem betur fer var orðið þurrt, svo við þurftum ekki að pakka í blauta pappakassa.
Eftir pökkun, var bara sturta og svo farið út að borða á ítalskan veitingastað, beint á móti hótelinu þar sem við fengum EKKI góða þjónustu. Biðum mjög lengi eftir matnum og sumir fóru án þess að hafa fengið að borða.
En það voru samt MJÖG GLAÐIR hjólarar sem skáluðu fyrir virkilega vel heppnaðri ferð.
FRÁ FB SÍÐU TEAM RYNKEBY
Team Rynkeby Ísland Þetta árið erum við með feikna sterk hjólalið, sáum strax þegar búið var að taka inn nýja liðið að spennandi tímar væru framundan. Þegar liðsmenn leggja sig allir fram á æfingum koma framför sem er alveg magnað að upplifa.Við þurftum að rotera smá hvar fólk hjólaði, í hvaða stöðu og línu. Þegar liðið er sterkt eins og okkar þá er ekki mikið mál að skipta út fólki. Auðvelt er að hvíla þá sem draga lestina hvað mest og setja þá á góða staði þar sem ekki þurfti að brjóta vind og átökin önnur.Við fengum að heyra að við erum sterkir hjólarar sem geta tætt í sig brekkur enda æfum við oft við krefjandi aðstæður þar sem veður spilar mikið inn í. Talað er um að Íslenska liðið fari hratt yfir. Því höfum við aldrei pælt í.Við náðum frábæru hjóli í gegnum Evrópu. Allt gekk vel og fallegt hjól í heild sinni. Hjólarar héldu góðri athygli sem skiptir öllu á löngum dögum.Þessir mögnuðu hjólara í liðinu 2023 stóðu sig frábærlega og París varð okkar
Við byrjuðum daginn á því að hjóla inn í París.
Eftir um 40 km rúlluðum við aðeins inná Champs-Elysees eitt vinsælasta breiðstræti Parísar. Champs-Elysees
var hönnuð með það í huga að sólin settist við enda hennar tvisvar á ári. Þegar við fórum af hliðargötu inná
Champs-Elysees og beygðum til vinstri var Sigurboginn á hægri hönd.
Sigurboginn sem er betur þekktur undir nafninu Arc de Triomphe stendur við enda götunnar Champs-Elysees. Napóleon lét reisa Sigurbogann eftir sigur sinn í bardaganum við Austerlitz árið 1805 og var hann tilbúinn 31 ári seinna, árið 1836. Hann var reistur til heiðurs þeim sem börðust fyrir Frakkland, sérstaklega í stríðum Napóleons.
Á Sigurboganum eru nöfn allra herforingjanna sem börðust og einnig eru nöfn á öllum stríðunum upptalin. Undir boganum
sjálfum er gröf hins óþekkta hermanns sem dó í fyrri heimstyrjöldinni. Hægt er að fara upp í Sigurbogann og
horfa yfir borgina. 12 breiðgötur liggja frá Sigurboganum, og margar af þeim heita í höfuðið á þekktum
herforingjum.
Næst lá leiðin að hinum 324 metra háa Eiffelturni. Hann var byggður á árunum 1887-89 fyrir heimssýninguna 1889 og eftir hana átti að taka hann niður aftur. Turninn var byggður til minnis um að þá voru 100 ár frá frönsku byltingunni. Eiffelturninn er nefndur eftir Gustave Eiffel en hann var hönnuður turnsins. Turninn er um 7300 tonn að þyngd og til að mála turninn þarf 60 tonn af málningu á 7 ára fresti. Á kvöldin er turninn lýstur upp á heila tímanum í 5 mínútur, algjörlega þess virði að sjá. Eiffelturninn er opinn almenningi og hægt að komast alla leið á toppinn og njóta útsýnisins um París. Það þarf að reikna með góðum tíma í að fara upp því oft eru langar biðraðir enda koma 25.000 manns daglega í Eiffelturninn.
Áður en við komum í garðinn sem öll liðin hittast í hjóluðum við eftir stíg við hliðina á síki og sáum fleiri lið sem voru á sömu leið.
Við komum í garðinn Prairie du Cercle Sud, á milli kl:13:00-14:00. Þar söfnuðust öll liðin og aðstoðarfólk saman.
Þangað voru ættingjar og vinir velkomnir að koma og taka móti okkur og fagna með okkur áfanganum.
Garðurinn er opinn fjölskyldum okkar og vinum frá kl: 12:00.
Þetta var algjörlega mögnuð stund að hjóla í garðinn. Ég hjólaði í garðinn með Víó, og ég fékk tár í hvarma og gæsahúð, stundin var það mögnuð. Svo var yndisleg og gaman að sjá fjölskyldumeðlimi taka á móti mökum sínum og börnum, algjörlega mögnuð og skemmtileg stund.