Viðtal við Morgunblaðið 21.janúar 2019

by Halldóra

Krefj­andi aðstæður í fjalla­hlaupi í Hong Kong

Átta Íslend­ing­ar tóku þátt í hundrað kíló­metra fjalla­hlaup­inu Hong Kong 100 Ultra, sem lauk um helg­ina og luku fimm þeirra keppni.

Aðstæður í hlaup­inu voru krefj­andi að sögn Hall­dóru Gyðu Matth­ías­dótt­ur Proppé, sem er þaul­reynd­ur fjalla­hlaup­ari og kom fyrst í mark af Íslend­ing­un­um. Hún hljóp hundrað kíló­metra með 5.400 metra hækk­un á átján klukku­stund­um og 43 mín­út­um og varð 53. kon­an í mark.

Hall­dóra tók þátt í fjalla­hlaup­inu í Hong Kong þriðja árið í röð. Hún hef­ur bætt tím­ann jafnt og þétt í ár­anna rás en ávallt sett sér sömu mark­miðin. „Ég set mér fjög­ur mark­mið fyr­ir hvert hlaup, þau eru að kom­ast að rá­slínu, að klára hlaupið, að hafa gam­an af því alla leið og að bæta tím­ann minn ef ég hef áður keppt í hlaup­inu,“ seg­ir Hall­dóra. Fyr­ir ári hljóp Hall­dóra á 19 klukku­stund­um og 20 mín­út­um en hlaupaleiðin var lengd um 6 kíló­metra í ár og hækkuð um 500 metra, svo bæt­ing­in er vel merkj­an­leg.

Kepp­end­ur hlupu við strönd­ina og á há­lendi og fengu að njóta út­sýn­is yfir Hong Kong-borg í leiðinni. Á hlaupaleiðinni mátti sjá víga­lega apa, hunda og kýr á hverju strái en sér­stak­ar aðstæður gerðu það að verk­um að stór hluti kepp­enda lauk ekki hlaup­inu.

Sjá nánar hér:

You may also like

Leave a Comment