Snæfellsjökull #2 2022

by Halldóra

Fórum á fjallaskíðum á Snæfellsjökul, annað skipti á þessu ári. Við fórum beint úr útilegunni við Stykkishólm, að rótum Snæfellsjökuls sunnan megin. Fórum í ferðina með Siggu Brynjólfs æskuvinkonu, Óla manninum hennar, Önnu Siggu frænku hennar og fleiri félögum (Brynjar Gunnlaugs, Júlíus Geir Gunnlaugs, Íris Georgsdóttir og Önnu Maríu Árnadóttur og Guðrúnu Guðjónsdóttur).

Þórey frænka og Soffía og fleiri voru að fara upp líka rétt á undan okkur. Þegar við lögðum af stað var alveg lágskýjað niðri en við skinnuðum okkur svo upp fyrir skýin, svo þegar við komum á toppinn var orðið alveg heiðskírt, alla leið niður.

Sáum nokkrar sprungur á leiðinni upp, þar af ein mjög stór.

Færðin niður var alveg meiriháttar góð, miklu betri en þegar við fórum um páskana.

Við Sigga stoppuðum reglulega á leiðinni niður, bara til að njóta, því okkur fannst við algjörlega í „heaven“, tókum fyllt af myndum og nutum hverrar mínútu.

Hefði alveg verið til í að fara aðra ferð upp.

Þegar við vorum á leiðinni niður mættum við stórum hóp á uppleið, þar sem allir strákarnir voru berir af ofan 🙂

En ég lét hlýrabolinn duga en var á stuttbuxum (reyndar í léttum gammósíum undir) 🙂

Takk kæru félagar fyrir yndislega ferð.

You may also like

Leave a Comment