Salomon Hengill Ultra 2022

by Halldóra

Mér fannst svo frábært þegar Einar Bárða kynnti næturútgáfu af Hengli Ultra, þar sem ég er svolítil Ugla í mér og elska næturhlaup. Oft er líka meira logn og gott að hlaupa með sjálfum sér að nóttu til. Ég ákvað því að slá til og skrá mig í 26 km Hengil Ultra miðnæturútgáfa.

Hlaup var ræst klukkan 22:15 og það var bara ágætis spá. Ég var reyndar komin mjög snemma í Hveragerði, þar sem Friðleifur bað mig að skutla Max sem var að kenna okkur á hlaupaþjálfaranámskeiði á vegum FRÍ. Ég var því bara komin um átta leytið um kvöldið og reyndi bara að hvíla mig aðeins í bílnum.

Svo komst ég að því að höfuðljós var skyldubúnaður, svo ég í miklu sjokki hringdi í Hjört þar sem ég vissi að hann væri á leiðinni í Hveragerði í 100 km hlaupið, og kannaði hvort hann ætti auka höfuðljós, sem hann átti og reddaði mér því þannig.

Einar plataði mig svo í útsendingu, TV LIVE, en hann var með mjög flotta umgjörð og útsendingu sem var beint á mbl.is alla helgina. Ég klæddi mig því í tíma, og fór í útsendingu með Rúnu Rut vinkonu sem var að fara í 10 km hlaupið með Helgu Maríu vinkonu.

100 km hlaupið var ræst fyrst, svo 53 km og svo vorum við þ.e. 26 km og það endaði með 10 km ræsingunni. Þegar það var búið að ræsa mig og ég komin út götuna, uppgötvaði ég að ég hafði gleymt að taka inn Ventolyn asma sprayið mitt. Hugsaði því mikið hvort ég ætti kannski bara að snúa við og sækja það, en ákvað að halda bara áfram. Var svo mikið að hugsa um þetta, en þegar ég var komin að klifrinu þá hugsaði ég að það þýddi ekki að svekkja sig meira á þessu, þetta færi í reynslubankanna og vonandi myndi mér bara líða vel í klifrinu upp frá Reykjadalnum.

Hlaupið gekk mjög vel, ég fann ekki mikið fyrir asmanum og mér fannst stígarnir mjög góðir. Það var mjög hlýtt, alveg uppá topp, en þá kólnaði verulega út af mótvindi, en ég nennti ekkert að fara í jakkann, hann var bara í Salomon hlaupavestinu mínu.

Ég hljóp með stafi og var mjög ánægð með það og leiðin til baka gekk líka vel. Reyndar voru engnir starfsmann alla leiðina niður og þegar ég kom að kaffihúsinu var ég í smá vandræðum að finna réttu leiðina til baka, en notaði svo fína GARMIN úrið mitt og þá að sjálfsögðu fór ég á réttan stað. Var mjög ánægð að vera með leiðina í úrinu, enda elska ég GARMIN úrið mitt.

Það var aðeins farið að rökkva þegar við komum til baka, en ég nennti ekkert að sækja höfuðljósið, ákvað bara að nota UGLU augun mín og ég fann mest fyrir rökkrinu þegar maður hljóp í gegnum skóginn síðasta kaflann.

Það var mjög gaman að koma inní bæinn, en þar sem komin var nótt var ekki mikið af fólki að hvetja eða klappa fyrir manni þegar maður kom í mark. Þá reddar maður sér bara ljósmyndara sem tekur mynd af Haddýjar hoppinu.

Ég kláraði á 03:01:49 sem var 13 sæti kvk overall af 34 kvk. Fékk svo þær upplýsingar eftir á að ég hefði verið í 5 sæti í aldursflokki af öllum kvk sem tóku þátt í 26 km hvort sem er miðnætur eða dagsútgáfa, en ég hafði nú sjálf ekki fyrir því að gera þá greiningu 🙂

Sjá heildarúrslit hér: https://timataka.net/hengillultra2022/

You may also like

Leave a Comment