Nýtt skipurit hjá Kynnisferðum

by Halldóra

Eftirfarandi fréttatilkynning var send á fjölmiðla í dag.  Sjá á mbl og í fréttablaðinu.

Ég hlakka mikið til að takast á við ný verkefni um leið og ég mun sakna frábærs samstarfsfólks á sölu- og markaðssviði, en mun að sjálfsögðu vinna náið áfram með þeim á þessum nýja vettvangi.

Nýtt skipurit hefur verið innleitt hjá Kynnisferðum. Breytingarnar snúa einkum að kjarnastarfsemi Kynnisferða sem felst í rekstri ferðaskrifstofu og hópbifreiða en það er um 70% af veltu félagsins en það sinnir einnig rekstri strætisvagna og bílaleigunnar Enterprise Rent-A-Car. Með nýju skipuriti mun kjarnastarfsemin skiptast í tvær einingar. Á sölu- og markaðssviði verður aukin áhersla á að sækja tekjur, þróa vörur og efla enn frekar markaðssetningu fyrirtækisins. Þjónusta við viðskiptavini og rekstur ferða færist undir eitt og sama sviðið sem kallast „Þjónusta og rekstur ferða“. Allur rekstur rútu- og strætóflota Kynnisferða verður í nýju flotasviði sem bætist við þrjú núverandi stoðsvið félagsins.

„Tilgangur þessara breytinga er að ná meiri samfellu í þjónustu við viðskiptavini okkar og efla hana enn frekar ásamt því að auka tekjur félagsins og stuðla að hagkvæmni í rekstri bílaflota,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. Rekstarstjórar þessara nýrra sviða eru þau Engilbert Hafsteinsson, rekstrarstjóri sölu- og markaðssviðs, Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, rekstarstjóri þjónustu, og reksturs ferða og Sigurður Steindórsson, rekstarstjóri flotasviðs.

Engilbert Hafsteinsson hefur störf hjá Kynnisferðum 1. september. Engilbert hefur starfað hjá WOW Air frá 2013 nú síðast sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs. Undir stjórn Engilberts náði WOW Air gríðarlega góðum árangri í aukningu hliðartekna en þær. Áður starfaði Engilbert sem framkvæmdastjóri D3 dótturfyrirtækis Senu en þar leiddi hann uppbyggingu á mörgum stærri vefþjónustum landsins t.d. visir.is og tonlist.is. Hann hefur mikla reynslu af stafrænni vegferð og munu kraftar hans nýtast okkur vel í þeirri vegferð okkar.

Halldóra Gyða Matthíasdóttir hefur starfað hjá Kynnisferðum frá því mars 2017 sem rekstrarstjóri sölu- og markaðssviðs. Halldóra hefur mikla reynslu af sölu og þjónustu og starfaði hún sem útibússtjóri hjá Íslandsbanka og sölu- og markaðsstjóri hjá Opnum Kerfum auk þess sem Halldóra hefur verið Dale Carnegie þjálfari. Halldóra hefur mikla reynslu af þjónustumálum og því ánægjulegt að fá hana í þessa nýju stöðu.

Sigurður Steindórsson hefur starfað hjá SBK frá 1992 en Kynnisferðir keyptu félagið 2006 og síðastliðið haust rann rekstur þess saman við Kynnisferðir. Sigurður hefur mikla reynslu af rekstri hópferðabifreiða og hefur unnið náið með stjórnendum undanfarna mánuði í að hagræða í flotarekstri félagsins.

„Við bjóðum Engilbert velkominn til okkar. Hann hefur mikla reynslu af sölu og markaðssmálum á erlendum vettvangi með áherslu á stafrænar lausnir og munu kraftar hans nýtast okkur vel í þeirri vegferð okkar. Við erum mjög ánægð með þetta öfluga teymi stjórnenda. Við höfum mikinn og góðan mannauð innan fyrirtækisins. Við erum sannfærð um að með þessu nýja skipuriti munum við efla þetta sterka fyrirtækið enn frekar,“ segir Björn ennfremur

You may also like

Leave a Comment