La Palma – Dagur 8 – 08.12.2018 – Heimferðardagur

by Halldóra

Markmið dagsins var að klára 12 km hlaup til að ná 200 km markmiði fyrir vikuna, sem Beta kastaði upp í loftið „í gríni“ þegar við komum til La Palma fyrir nákvæmlega viku síðan. Hefði ekki trúað því að við myndum ná því markmiði fyrir viku síðan.

Við spáðum mikið í það hvert við ættum að hlaupa síðasta daginn. Vorum að spá í að panta okkur leigubíl sem myndi keyra okkur suður um 12 km og hlaupa svo á hótelið, en okkur fannst það fullmikil áhætta, þar sem sækja átti okkur á hótelið klukkan 10:45 og keyra okkur út á flugvöll.

Svo úr varð að við tókum bara strandlengjurnar í sitthvora áttina og kláruðum 12 km malbiks/malarhlaup þennan síðasta dag, sem var yndislegt.

Það var skrítið að kveðja eyjuna La Palma eftir yndislega viku, en kominn tími á að fara heim og halda uppá aðventuna með fjölskyldunni.

You may also like

Leave a Comment