La Palma Heatmap á Strava

by Halldóra

Á þessu Hitakorti, sést hvað við náðum að hlaupa mikið um eyjuna á þessum 8 dögum, þ.e. 200 km og 9.695 metra hækkun.

Þegar við komum út sagði Beta í gríni að við myndum svo hlaupa 200 km þessa vikuna á Palma. Þessu gríni tók ég mjög alvarlega svo úr varð að við kláruðum og náðum þessum 200 km á síðasta deginum á jafnsléttu þegar við hlupum 12 km í St. Cruz 🙂

Dagur 1: Hringurinn í kringum St. Cruz
Dagur 2: Frá St.Cruz beint norður til Charco Azul (austurströndin)
Dagur 3: Frá Charco Azul til Barlovento (uppá fjöllin)
Dagur 4: Frá Barlovento til Santo Domingo (norðurströndin)
Dagur 5: Frá Franceses til Punta Gorda (vesturströndin)
Dagur 6: Frá Roque de lo Muchachos til Los llanos (frá hæsta punkti suður og svo til vesturs)
Dagur 7:  Frá El PIlar til  El Faro de Fuencaliente (beint suður að vitanum syðsta punkti eyjarinnar)
Dagur 8: Strandlengjan í St. Cruz

Nánari upplýsingar um hvern dag er að finna í færslunum hér að neðan.

You may also like

Leave a Comment