Hlaupið frá Hveragerði til Reykjavíkur með HK100 förum

by Halldóra

Það voru nokkrir hressir HK100 farar sem skelltu sér í ferðalag austur fyrir fjall til að hlaupa frá Hveragerði til Reykjavíkur.

Við byrjuðum hlaupið við sundlaugina í Hveragerði. Hlupum þar í gegnum Hamarinn upp gamla Kambaveginn og upp línuveg meðfram þjóðveginum.

Svo voru undirgöng undir þjóðveginn og þaðan tók við um 3 km malbikaður kafli. Síðan malarvegur og þá vorum við austan við Nesjavallarvirkjun og um 500 m frá Litlu kaffistofunni.

Héldum svo áfram uppá Hólmsheiði, fram hjá fangelsinu og upp á Geitháls, fram hjá Moggahúsinu og upp í sundlaugin í Árbæ, þar sem við höfðum skilið eftir bílana okkar um morguninn og safnast saman í bíl austur.

Það voru glaðir og ánægðir hlauparar sem enduðu í lauginu eftir 40 km hlaupatúr á þessum fallega morgni, sem sjá má á myndunum hér að neðan.

You may also like

Leave a Comment