Hornstrandir 2020 – Dagur 4 – heimferð

by Halldóra

Það var ekki ljóst fyrr en um 10 leytið hvort við myndum sigla heim klukkan 13 eða 16, það færi eftir því hvort það væru farþegar að fara í dagsgöngu um Hornbjargið.

Við fórum því bara í tvær léttar gönguferðir eftir að hafa pakkað niður tjaldi og búnaði. Gengum fyrst upp að húsinu á Horni og fossinum og til baka.

Gengum svo alla strandlengjuna og sáum marglyttur sem höfðu skolast í land.

Siglingin heim var svo guðdómleg um 79 km löng þar sem við sigldum mjög fallega útsýnissiglingu.

You may also like

Leave a Comment