Hornstrandir 2020 – Dagur 3

by Halldóra

Gengum frá Höfn í Hornvík út á Horn við Hornbjarg, þ.e. í gegnum Ystadal. Fórum þaðan uppá og yfir Miðfell (Miðdalur) og þaðan fór hluti hópsins uppá toppinn á Kálfatindum. Við fórum þetta allt undir frábærri leiðsögn Esterar refamömmu og heyrðum skemmtilegar sögur frá Hornströndum.

Að sjálfsögðu voru teknar reglulega nestispásur og fylgst með refunum og sáum líka yrðlinga. Frábært að ganga bara með léttan dagpoka, eftir að hafa gengið með þunga bakpoka síðustu tvo daga.

Guðdómlegt veður, frábær félagsskapur og magnað útsýni.

Gengjum samtals 23 km á 12 klst og 880 metra samanlögð hækkun.

You may also like

Leave a Comment