D6: Skíðaferð til Canazei

by Halldóra

Veðurspá fyrir daginn var mjög góð, svo það var stefnt á jökulinn, Marmolada sem er í um 3.300 metra hæð, sjá nánar hér um drottninguna.

Ferðinni var því heitið rangsælis kringum Selluna (Sella Ronda) eða grænu leiðina eins og hún er merkt.

Það var frábær dagur, flott færi, frábært útsýni á toppnum og ótrúlega hlýtt. Samt vorum við yfirleitt að skíða í skugga svo snjórinn var mjög fínn, ekki of blautur, eða klesstur eða of hólóttur (var oft hugsað til Hólasviðs á ÓL, sem er ótrúlega krefjandi og erfið íþrótt).

Eftir að hafa náð toppnum á Marmolada sem var NB geðveikt útsýni og frábær brekka niður, þá fengum við okkur kakó/redbull á kaffihúsi á leiðinni niður, þar sem var blankalogn og ótrúlega hlýtt, í samt yfir 2000 metra hæð.

Ákváðum svo að halda áfram græna hringinn og tókum smá short cut í brekkunum fyrir ofan Edelweiss skemmtigarðinn þar sem við fengum okkur að borða á mjög flottum útsýnisveitingastað.

Kláruðum svo græna skíðahringinn í kringum Selluna í frábæru ferðalagi og náði svo einni aukaferð frá toppi fyrir ofan heimasvæðið okkar áður en við fórum svo niður.

Skíðuðum samtals 48,8 km og 9.381 metra samanlögð lækkun.

You may also like

Leave a Comment