D5: Skíðaferð til Canazei

by Halldóra

Það var mikill vindur á toppunum í dag og því var Sella Rondan lokuð í dag. Því var mikil röð í lyftunum, þar sem stóru kláfarnir sitt hvorum megin við Canazei voru lokaðir. Við skíðuðum því bara á okkar heimasvæði í dag og sýndum Óla Harley Davidson barinn og skíðuðum því bæði brekkur 6 og 3. Fórum ekkert yfir í gulastólinn, eða suðursvæðið þar sem það var lokað út af roki.

Það var mikill mótvindur niður brekkurnar og frekar blint og leiðinlegt færi. Við borðuðum samt mjög góðan mat á veitingastð í fjallinu, þar sem við fengum bestu hvítlauks-sósu sem ég hef smakkað og fékk mér hráskinku og ostabakka og strákarnir fengu loksins hamborgara og franskar 🙂

Hættum snemma þennan daginn á svigskíðum og ákváðum að skella okkur á gönguskíðin.

Skíðuðum samanlagt 16 km og 3.939 m í samanlagðri lækkun.

Gengum heim eftir skíðin, þar sem hótelbíllinn var ekki að ganga þar sem dagurinn var ekki búinn.

Skelltum okkur svo á gönguskíði og gegnum hluta að Marcialonga brautinni, þ.e. um 5 km út dalinn og til baka, eða samtals um 10 km. Hitastigið var um 6 gráður, vindurinn var heitur og snjórinn var mjög blaur og því ekkert rennsli. En samt fallegt og yndislegt 😉

You may also like

Leave a Comment