D4 AIMG Jöklar 1 – Breiðamerkurjökull Öræfajökli

by Halldóra

Day 4: A morning meeting and a student weather briefing. On the ice we will cover remaining topics if any and then each student will perform a full crevasse rescue. 

Við keyrðum að Breiðamerkurjökli, komum við í Jökulsárlóni, þar sem veðrið var gordjöss og við vorum aðeins á undan hópnum. Tókum nokkrar myndir þar áður en við héldum áfram og beygðum inn að Breiðarmerkurjökli. Ótrúlegt að sjá hversu ólíkur hann er hinum þremur jöklunum sem við vorum búin að vera á, þar sem hann var KOLSVARTUR. Ástæðan fyrir því að við vorum hér í dag, var sú að eftir prófið, þ.e. sprungubjörgunina ætluðum við að fara í Íshellinn, sem Einar kallar „Sapphire“ eða Safírinn.

Við fengum aftur frábært veður, sólin skein og það var logn og engin úrkoma. Gangan að jöklinum er um 30 mín svipað og að ganga að Fjalljökli. Búið er að brúa á snyrtilegan hátt eina á, sem er þarna á leiðinni. Við fórum svo uppá jökulinn og undirbjuggum sprungubjörgunina. Við Milla vorum saman í teymi eins og í gær. Hún var til í að byrja eins og í gær, sem mér fannst frábært, og svo skiptum við og ég tók við. Það gekk allt eins og í sögu og við náðum að klára innan 30 mín sem var svona A krafa, ég kláraði rétt innan við 25 mín og Milla á enn betri tíma, enda algjör reynslubolti og vanur leiðsögumaður og frábært að hafa hana og leita til hennar á öllu námskeiðinu.

Eftir sprungubjörgunina fórum við í Íshellinn sem er ofboðslega fallegur og í raun stórkostlegt fyrirbæri, algjörlega magnað. Mæli 100% með því að fólk geri sér ferð og skoði hann. Það er ekki auðvelt að finna innganginn og hann sést ekki vel, svo það er skiljanlegt að fólk sé að fara þangað með leiðsögn og Einar og Öræfaferðir (From Coast to Mountain) fara þangað oft með hópa. Sjá nánar hér:

Takk elsku vinkonur Inga og Milla fyrir yndislega samveru alla fjóra dagana. Takk elsku Inga fyrir að hvetja mig til að skrá mig og koma með mér og takk Milla fyrir að redda okkur undirbúningsnámskeiði í Öskjuhlíðinni með Bjarti. Þetta var frábært námskeið og skóli í frábærum félagsskap. Er vel úthvíld og ánægð og til í veturinn eftir svona frábært fjögurra daga frí 🙂

You may also like

Leave a Comment