Útskriftar skírteini Jöklar 1 AIMG

by Halldóra

Það er alltaf gaman að fagna árangri og fá útskriftarskírteini. Þegar ég skráði mig á þetta námskeið, þá gerði ég mér ekki grein fyrir því hvað ég væri að fara út í, né að þetta námskeið myndi enda með prófi og útskrift.

Þegar ég kom á námskeiðið var ég líka einstaklega glöð að hafa tekið tvö skipti í undirbúning með Bjarti í Öskjuhlíðinni. Því þetta er mjög krefjandi námskeið, bæði það að setja upp allt kerfið, akkeri, línur, sigtól og prússbönd til að júmma sig upp og svo „doblunin“, já ég veit þetta er eins og nýtt tungumál. Einnig var mjög krefjandi að leiðsegja á jöklinum, en jafnframt mjög skemmtilegt.

Ég er einstaklega ánægð með ummælin sem ég fékk frá kennurunum (sjá hér að neðan), og ég er líka mjög ánægð með þjálfunina frá Tindaborg. Þakka frábæru vinkonum mínum fyrir yndislegar samverustundir á námskeiðinu og í Kartöflugeymslunum, það var einstaklega gaman hjá okkur og mikið hlegið á línuæfingum á kvöldin.

You may also like

Leave a Comment