Daglegt líf
Vöknuðum í sól og blíðu og skelltum okkur á fjallaskíði í nágrenni Sóta. Stefndum á Almenningshnakka (929 m), en fórum svo reyndar upp aðeins norðan við hnakkann. Stelpurnar fóru í kennslu og voru ennþá norðar en við, komust því strax í snjó, en við þurfum að ganga um 1 km með skíðin á bakinu.
Byrjuðum reyndar daginn á frábæru Yoga og morgunmat.
Áttum bókaða helgarferð í Sóta í mars sl. sem frestaðist út af C-19. Ákváðum að fá nýja helgi og þessi var upplögð þar sem fimmtudagur var frídagur, þ.e. sumardagurinn fyrsti.
Við stefndum á svigskíði á Tindastóli þar sem það var blíða og ennþá snjór í fjallinu. Það var mjög gaman að skíða þar þó það væri komið sumarfæri og því stundum eins og að skíða á lími. En þá var bara borið undir og þá skánaði þetta aðeins.
Hér eru myndir frá degi 1.