#2 Mánudagur 16.08.2021

by Halldóra

Við ákváðum yfir morgunmatnum að breyta planinu til að geta verið með bílinn með okkur og hlaupa létt.

Lögðum því af stað frá frá Sassa til Refugio Coda þar sem við snæddum hádegismat. Það var mjög heitt og gangan nokkuð brött upp í skálann. Hittum ítalskt par með ungan dreng á leiðinni sem kenndu okkur nokkur orð í Ítölsku eins og Buon Viaggio og eitthvað fleira

Vorum komin í skálann um hádegisbil og borðuðum Italian Polenta með osti og villisvíni. Polenta er búin til maís og er eins og kartöflumús og ekkert sérstaklega góð á bragðið :- )

Við vorum ótrúlega heppin, þar sem á meðan við sátum inni og borðuðum hellirigndi úti og um leið og við fórum út eftir matinn þá stytti upp og sólin skein á okkur.

Héldum áfram TOR leiðina niðureftir þar til við ákváðum að fara sveitarveginn til baka til Sassa til að sækja bílinn og sleppum því Barma skálanum.

Komum við í súpermarkaði í Issime og fengum okkur svo pizzu á frábærum stað í Gaby og keyrðum svo upp í fjöllin í Gruba, þar sem við áttum bókaðan gistingu annað kvöld, en fengum inni þar í kvöld, svo við verðum tvo daga hér.

Planið er því að fara á morgun og hlaupa til baka (þ.e. öfuga TOR leið í áttina að Barma og aftur niður í Niel.

Heildarvegalengd dagsins hjá mér var 15 km en hjá Stefáni Braga og Iðunni um 19 km, heildarhækkun var um 1500 metrar.

You may also like