#ROAD2TORX2021

by Halldóra

Það eru margir kannski að velta fyrir sér hvað þetta myllumerki Road to TorX 2021 þýðir. Ég er skráð í lengsta hlaup sem ég hef tekið þátt í , (200 mílur) sem er 330 km fjallahlaup með um 25.000 km hækkun og ég hef 150 klst til að klára hlaupið.

Það eru bara þrír Íslendingar (að ég best veit) sem hafa lokið þessu hlaupi. Elísabet Margeirsdóttir, Stefán Bragi Bjarnason og Birgir Sævarsson.

Það eru 828 þátttakendur skráðir á þessu ári frá 49 löndum. Eins og sjá má hér að neðan. Flestir frá Ítalíu eða 314 og 171 frá Frakklandi.

Hlaupið hefst klukkan 12:00 sunnudaginn 12. september og ég verð að vera komin í mark klukkan 18, laugardaginn 18. september, þ.e. 150 klst síðar.

Ég fer í æfingaferð/könnunarleiðangur með Stefáni Braga og Iðunni 15.-25.ágúst , þar sem við ætlum að ganga/hlaup síðari helming hlaupsins, þ.e. Alta Via 1 leiðina á 10 dögum, sem er um 150 km leið.

Ég er komin með BIB númerið mitt sem er 827, næst síðasta númerið. Væri alveg sátt við að koma næst-síðust í mark, svo framarlega að ég skili mér í mark á innan við 150 klst.

Er svo lánsöm að eiga yndislega vini og hlaupafélaga sem hafa hvatt mig áfram í þessu verkefni og Beta bjó til æfingaplan fyrir mig sem ég hef verið að fylgja.

ALPARNIR, sem flytja in SALOMON skó og fatnað sem eru bestu utanvega hlaupaföt sem þú færð, hafa styrkt mig um búnað, því það þarf góðan búnað í svona langt hlaup. Þeir munu líka deila ferðasögunni minni áfram á sínum samfélagsmiðlum.

#ROAD2TORX2021

The TOR330 – Tor des Géants® is the first and only race to combine long distance with the individual style of runners: the organisation does not impose any compulsory stages, and the winner will be the runner who completes the race in the shortest time, making his or her own decisions on when and how long to stop for rest and refreshment.

The Tor des Géants® is the first race of this kind to cover an entire region, running along its spectacular paths at the foot of the highest Four-Thousanders in the Alps and through the Gran Paradiso Natural Park and the Mont Avic Regional Park. All of these particular features help make this such a unique, inimitable race. 

This trail is more than just a competitive sports event; it is also a way to promote tourism in the Valle d’Aosta, through the municipalities the race runs through.

You may also like

Leave a Comment