Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Morgunblaðið um Grænlandsferðina

      maí 14, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D5

      ágúst 1, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

      Keppnissaga

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Morgunblaðið um Grænlandsferðina

      maí 14, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D5

      ágúst 1, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

      Keppnissaga

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Category:

Keppnis

Daglegt lífFjallahlaupHlaupKeppnisKeppnissaga

Buthan – Stage 2 (28.05.2018)

by Halldóra maí 28, 2018

Camp2: Chorten Nyingpo (1.756 m hæð – gistum í tjaldi) 
Stage 2: 28,7 km / hækkun 2.428 m / lækkun 1.725 m 

YFIRLIT YFIR STAGE 2
Stage 2 er (29km) leið. Um 19 km upp á móti í áttina að Sinchula Pass í 3,400 m hæð. Þaðan er niðurhlaup í áttina að Thimphu dalnum þar sem við endum á heimili annars Bhutanska hlauparans, Zamba. Fjölskylda hans hefur hýst þátttakendur GlobalLimits’ frá fyrstu keppni.

Continue Reading
maí 28, 2018 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupHlaupKeppnisKeppnissaga

Buthan – Stage 1 (27.05.2018)

by Halldóra maí 27, 2018

Camp1: Punakha (1.209 m hæð – gistum í tjaldi) 
Stage 1: 30,7 km / hækkun 1.263m / lækkun 729 m 

BUTHAN THE LAST SECRET 200 km hlaupið er ræst fyrir utan klaustrið Punakha Dzong sem hópurinn skoðaði í gær.
Það voru grunnskólabörn úr skólum í  Punakha héraðinu sem tóku á móti hlaupurunum og sungu fallega þjóðsöng Konungsdæmisins Bhutan rétt áður en hlaupið var ræst í sjötta skipti.

Yfirmaður Lama frá Punakha Dzong blessaði síðan hlauparana og óskaði eftir góðu veðri og bað fyrir öryggi hlaupara.  Eftir blessunina var hlaupið ræst. Framundan var 6 daga 200 km hlaup um hið stórkostlega og fallega landslag í BHutan.

Lengsta hengibrú Bhutan beið hlauparanna á fyrstu vatnsstöðinni, (check-point 1). Eftir 30,7 km hlaup dagsins beið Chorten Nyingpo Monastery  þeirra í 1756m hæð.

Continue Reading
maí 27, 2018 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupHlaupKeppnis

Buthan – dagur 1 – hæðaraðlögun og skoðunarferð

by Halldóra maí 26, 2018

Eftir morgunmatinn (fékk mér kornflex og svo hafragraut hjá Betu, sem hafði lenti í niðurskurðinum hjá henni), þá var að drusla töskunum niður þessar þrjár hæðir. Það var yndislegt að fylgjast með serpunum raða töskunum upp á þakið á gömlu Toyota rútunum. Eftir hópmyndatöku fyrir framan hótelið þá komum við okkur fyrir í einni rútunni og svo hófst bíltúrinn.

Continue Reading
maí 26, 2018 0 comment
12 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupKeppnis

Buthan The Last Secret – Ferðadagur (fim 24.05.2018-25.05.2018)

by Halldóra maí 24, 2018

Flugum út í gegnum London með British Airways alla leið til Deli. Þaðan flugum við áfram til Paro í Bhutan með Dragon Air.  Ferðalagið tók um 24 klst í heild sinni en við lentum í Buthan um klukkan 15:00 á staðartíma (þeir eru 6 klst á undan okkur), þannig að við vorum að lenda klukkan 9 á íslenskum tíma um sólarhring eftir að ferðalagið okkar hófst á Íslandi.

Það voru flottar móttökur sem við fengum á flugvellinum. Manni leið eins og maður væri komin til Egilsstaða. Þeir vildu henda okkur beint í rútu þegar við Guðmundur Smári komum, en við vildum að sjálfsögðu bíða eftir restinni af hópnum sem flaug í gegnum Bangkok.

Continue Reading
maí 24, 2018 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupKeppnis

Hvítasunnuhlaupið

by Halldóra maí 21, 2018

Tók þátt í Hvítasunnuhlaupi Hauka í dag. Það var eins og ávallt virkilega gaman að taka þátt í þessu hlaupi. Ákvörðun um vegalengd var frekar fyndin. Þegar ég fór að skrá mig í Sportís á laugardeginum, valdi ég vegalengd eftir númeri, þar sem númerið fyrir 17,5 km var langflottast 650 svo ég skráði mig í það.

Hlaupið gekk vel, fór samt allt of mikið klædd eins og ávallt, en mikil stemning á leiðinni.

Kláraði á 01.46.06, 10 kona af 50 konum (44 af 104 overall).

maí 21, 2018 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífKeppnisKeppnissagaÞríþraut

Ironman Texas 2018

by Halldóra apríl 28, 2018

Vaknaði klukkan 04:00 og fór í sturtu og fékk mér morgumat, kaffi á fastandi maga og ristað brauð með osti og sultu. Aðalmálið eins og alltaf að ná að gera númer 2 😉  Pétur keyrði okkur svo niður í bæ, þar sem við höfðum komið hjólunum okkar fyrir. Var mjög fegin að hann skutlaði okkur, því þá þurftum við ekki að hafa áhyggjur af því hvar við fyndum bílastæði fyrir bílinn, enda bannað að leggja á mörgum stöðum, eins og við verslunarmiðstöðina og annars staðar.

Pumpaði í dekkin á hjólinu, maður verður að passa sig að setja ekki of mikið, þar sem þrýstingurinn eykst þegar sólin kemur upp og hitastigið eykst. Setti svo vatnsbrúsana á hjólið, gelin í hnakktöskuna og allt ready. Fór svo bæði í Running pokan og Hjóla pokann, og setti fanta dós og redbull dós í pokana og kom líka auka fötum fyrir ef ég myndi vilja skipta um föt og ef eitthvað kæmi fyrir. Hjálparsveitar Halldóra er alltaf með í undirmeðvitundinni.

Hittum Breiðabliks strákana á skiptisvæðinu og löbbuðum með þeim yfir að sundsvæðinu. Funduð gáma-klósett á leiðinni sem var ekki eins mikil röð við og hentum okkur í það. Þegar við komum að sundstartinu, var ennþá myrkur og ágætis tími til að fara enn og aftur á klósettið og svo var ekkert annað að gera, en að body-glæda sig og koma sér í wet-suitið.  Svo bara að koma skónum, úlpunni og öðrum fötum sem við vorum í utanyfir í hvíta pokann sem maður fær þegar maður kemur í mark. Þá var maður ready í wet-suiti með sundgleraugu, sundhettu og eyrnatappa og vatnsbrúsa sem ég myndi svo henda á leiðinni út í vatnið. Framundan 3,8 km sund.

SUND = 3,8 km Tími 1 klst 23 mín og 23 sek.
Ræsingin í sundið var svokölluð fljótandi ræsing. Þú raðaðir þér í þann hóp sem þú taldir að þu myndir ráða við. Við fórum inn í hópinn á milli 1 klst og 20 mín og 1 klst og 25 mín.  Fyrsti hópur ræsti klukkan 06:40 og svo var stöðugt verið að ræsa til klukkan 07:00. Það var búið að vera mikil umræða síðustu daga um hvort vatnið yrði of heitt til að mega synda í því, en svo var ákvörðun tekin um að það mætti. Það voru samt mjög margir sem syntu í ermalausu wet-suiti. Ég er nú svo mikil kuldaskræfa og fannst þetta ekkert sérstakleag heitt, enda mun kaldara en sundlaugin 🙂  Vatnið var auk þess mjög brúnt, mikill leir og drulla í því og ekki bragðgott. Ég var samt fegin að hafa mætt á æfinguna sem var í gær, en á ákveðnum tima máttum við synda í vatninu, ákveðinn hluta leiðarinnar.  Var einnig frekar stressuð yfir því að fá krampa, því ég hef verið að fá krampa í vinstri fætinum á sundæfingum, þar sem leiðnin var, eftir brjósklosið og þar sem dofnu tærnar eru.

Sundið gekk nokkuð vel framan af. Sama baráttan svo sem og alltaf og slagsmálin, en ég er orðin vön því, ef ég fæ á hann þá bara olnbogast ég á móti og ef einhver vogar sér að toga í fæturna á mér, þá sparka ég á móti. Komst fram hjá fyrstu snúningsbaugunni og svo var bara að halda áfram til baka. Rétt áður en ég kom svo að beygjunni til hægri þá byrjaði ég að krampa. Sá hvar einn keppandinn var við bakkann og stóð þar og var að laga sundgleraugun sín, svo ég synti til hans og náði að botna þar og lemja fætinum nokkrum sinnum niður í drulluna, eins og ég var vön að gera í sundlauginni og þá leið mér betur og hélt áfram.

Kom svo að beygjunni þar sem synt var inn kanalinn. Það var gaman að sjá húsin og fólkið á bakkanum og svo var síðasta snúningsbaugjan og að bryggjunni. Sundið búið, „thank God“ hugsaði ég en ég synti 4.070 m. skv Strava og kláraði á 1 klst 23 mín og 23 sek. og var bara mjög sátt við það. Var í 40 sæti í aldursflokki eftir sundið, kona númer 298 og 1370 af öllum þátttakendum.

 

T1 = 6 mín og 16 sek.
Fékk aðstoð við að komast upp úr vatninu, svo settist maður bara á grasið og fékk aðstoð við að toga mann út úr gallanum. Varð í staðinn fallega brún á rassinum ha ha ha, sá marga svoleiðis líka á undan mér.  Hljóp og tók hjólapokann minn, fór inn í tjaldið og fékk mér að drekka, þurrkaði fæturnar, fór í sokka og skó (fékk enga aðstoð, allir aðstoðarmenn uppteknir), en það var allt í lagi, tók hjálminn minn, henti wet-suitinu, sundgleraugun og sundhettu í pokann og skilaði honum til næsta aðstoðarmanns. Fékk svo sólarvörn á hendurnar og fæturnar á leiðinni út.  Hljóp að hjólinu, greip það og kveikti á garmin græjunni og hljóp með það út fyrir línuna, þar sem maður má fyrst fara á hjólið. T1 tími samanlagður 6 mín og 16 sek.

HJÓL = 5 klst 51 mín 23 sek. (ath Garmin Sagan ??)
Það var yndislegt að komast á hjólið, en skrítið að þekkja ekki leiðina. Höfðum hvorki keyrt hana né hjólað, svo ég vissi ekkert hvert ég ætti að fara, hef alltaf kynnt mér leiðina áður, en ekki núna, en það var allt mjög vel merkt, svo ég vissi að ég myndi ekki týnast 🙂  Það var yndislegt að hjóla í þessu góða veðri, þó það væri mjög heitt, þá er góð vindkæling á hjólinu. Mér leið mjög vel og passaði mig alltaf að halda góðu bili í næsta hjólara og þurfti því oft að hægja á mér þegar stórir hópar komu fram hjá mér.  Fyrstu hjólaði maður einhvern hring þarna inn í bænum og svo fór maður út á hraðbraut í áttina að flugvellinum. Þegar ég var komin þangað og komin aðeins upp eftir, fór maður að sjá fyrstu hjólarana koma á móti manni og það sem kom mér á óvart var að þeir voru allir í stórum hópum og enginn að dæma „draft“ á þá. Man ég hugsaði hvað þetta var skrítið.   Ég var stöðugt að hægja á mér þegar hraðari hjólarar komu og tóku fram úr mér, því ég ætlaði sko alls ekki að láta dræma drafting á mig, samt sá ég aldrei mótorhjól, man ég hugsaði að þau hlutu að fara að koma fram úr mér.

Rétt við flugvöllinn er snúið við á keilu.  Á leiðinni er maður oft að fara yfir svona stórkostlegar brýr og það var hækkun í þeim. Það var kannski það sem kom mest á óvart, að hjólaleiðin væri ekki marflöt, því það var búið að tala um það að hún væri algjörlega flöt.  Svo kom snúningspunktur eftir 45 km, fjórðungur búinn, nú var að hjóla alla leið niður eftir til baka, og svo aftur upp að keilu og snúa aftur við.  Það var gaman að sjá að það voru hjólarar á eftir mér, þegar ég hjólaði niður eftir. En það voru tveir hjólarar sem vöktu mestu athygli, en þeir voru að hjóla leiðina á svokölluðu „fatbike“ hjóli, sem er ekkert smá afrek að mínu mati.  Bakið á mér var alveg að finna fyrir hjólinu, svo ég var bara dugleg að rétta úr mér og hjóla frekar upprétt, hélt þá bara í letingjana og náði að rétta vel úr mér, en fékk bara vindinn í fangið í staðinn.  Þegar ég var kominn x km þá varð ég að stoppa og henda mér á klósettið. Það eru margir sem geta pissað á sig á hjólinu, en ég er ekki ein af þeim. Ég hef reynt að æfa það, en algjörlega án árangurs. Mér var farið að líða það illa, og mikið mál að ég vissi að það væri betra að eyða nokkrum mínútum í að stoppa og pissa, heldur en að bíða þar til ég væri komin í T2.  Það var líka rétt, mér leið mun betur eftir pissustoppið sem skilaði sér í betri líðan á hjólinu. Ég var ekki að borða mikið, en ég var með tvo brúsa með orkudrykk í á mér og greip banana á leiðinni og tók inn 2 gel allt hjólið.

Kláraði hjólið á 5 klst 51 mín og 23 sek, með pissustoppinu, samkvæmt Strava var ég xxx.  Eftir hjólið var ég komin í 35 sæti í aldursflokki, þ.e. búin að vinna mig upp um 5 sæti. Var í 248 sæti af öllum konum (upp um 50 sæti frá sundinu) og 1.267 overall.

T2 = 10 mín og 34 sek.
Steig af hjólinu áður en ég kom að línunni og aðstoðarmaður kom og tók við hjólinu og fór með það, frekar næs, því oftast þarf maður að hlaupa sjálfur með hjólið og skila því á rekkann. Ég sá Pétur og Sædísi þar sem ég kom inn og hljóp til þeirra og knúsaði og gaf „high-five“. Hljóp svo á hjólaskónum (ekki beint þægilegt) í gegnum allt hjólasvæðið að hlaupapokunum. Greip pokann minn og hljóp inn í tjald. Fór úr hjólaskónum í hlaupaskóna, skilaði hjálminn setti upp derhúfu og meira af sólarvörn á mig og fékk mér Fanta að drekka. Fór svo á klósettið áður en ég skilaði pokanum af mér.  Tími í T2 var því 10 mínútur og 34 sek. sem er frekar langur tími.  (eftir hjól hugsar maður gott nú get ég bara klikkað ekki hjólið hahah)

HLAUP = 4 klst 43 mín 38 sek. 

Svo byrjaði hlaupið, þá fyrst byrjaði ballið. Það var ógeðslega heitt, vægt til orða tekið, svo planið var að stoppa bara á hverri einustu drykkjarstöð og þar var derhúfan fyllt af klökum, fenginn nýr ískaldur svampur sem var settur inn á bringu og einnig var troðið klökum inn á bak og bringu. Drakk RedBull á hverri drykkjarstöð, sem og vatn og kók eftir þörfum.

Reyndi að halda samt stöðugt áfram að hlaupa, þó ég fór ekki hratt, því ég vissi að ef ég myndi byrja að ganga þá væri erfitt að byrja að hlaupa aftur.  Þegar ég var komin rúmlega helming með minn fyrsta hring þá kom Viðar Bragi fram úr mér en hann var að klára þriðja og síðasta hringinn sinn. Það var gaman að hitta hann, en Guð hvað ég öfundaði hann, og vildi að ég væri að klára.  En þetta var fjölbreytt og skemmtileg hlaupaleið en þvílíkur hiti og sólinn voru að steikja mig. Man ég bað til Guðs um að skýin færu nú fyrir sólina, en varð ekki að ósk minni allt hlaupið. Eftir að hafa klárað fyrsta hring, hitti ég Pétur og Sædísi, wow hvað það var gaman að ná að gefa þeim high-five og fá hvatninguna. Það kom mér áfram. Fór svo á salernið enn og aftur þegar ég kom að sundstaðnum, en þurfti svo ekkert að pissa þegar til kom, þurfti greinilega bara að taka inn meira salt, en ég var samt að reyna að vera dugleg að taka inn salt.  Kom samt bara niður einu geli í mig í þessu maraþoni, en tók inn banana, og sítrónur og appelsínur með klökunum á drykkjarstöðvunum og RedBull og ennþá meira RedBull var bara málið í þessum geðveika hita.

Það var góð tilfinning að leggja af stað í þriðja og síðasta hringinn í hlaupinu, en það hafði fækkað verulega áhorfendum við gangstéttirnar, og fólk minna að bera virðingu fyrir því að halda þeim auðum fyrir hlauparana 🙂  Síðasti snúningspunkturinn og ég hringdi bjöllunni og sá sem stóð vaktina, þar vissi áður en ég kom að ég væri á síðasta hring, veit ekki hvernig eða af hverju hann mundi eftir mér,  en maður fær ekki svona teygjur á hendurnar þarna eins og í Evrópu, en það eru auðvitað tímatökumottur um allt, svo það er ekkert hægt að stytta sér leið.  En já hann gaf mér high-five, ég hringdi bjöllunni og nú var lítið eftir.  Úrið sagði 200 metrar, en samt var ég ekkert farin að sjá í marklínuna. Endaði svo reyndar á að hlaupa 4 x…. km  Hitti Pétur og fékk hjá honum íslenska fánann minn. Og þá byrjaði endorfínið að kikka inn. Náði að hlaupa meðfram áhorfendum fyrst niðureftir með íslenska fánann og ég hélt ég væri að koma í mark, nei þá var þar snúningspunktur og hlaupið aftur uppeftir, wow hvað þetta var gaman, ég öskraði og leyfði íslenska fánanum að blakta.

Tók svo að sjálfsögðu Haddýjar stökkið þegar ég kom í mark og þulurinn kallaði „Halldora from Israel – You are an Ironman“ 😉 Var sko alveg saman þetta var svo yndisleg tilfinning að koma í mark. Hljóp maraþonið á 4 klst 43 mín og 38 sek. og samanlagður tími var 12 klst 15 mín og 14 sek.

Var í 25 sæti í aldursflokki (upp um 15 sæti frá sundi), 200 sæti af öllum konum (upp um 98 sæti frá sundinu) og 992 sæti overall (upp um 378 sæti overall frá sundinu) og er bara nokkuð ánægð með það.

ÞAKKIR

Keppni eins og Ironman er bara punkturinn yfir i-ið á löngu og skemmtilegu ferðalagi. Elsku Irina takk kærlega fyrir allar skemmtilegu og yndislegu æfingarnar okkar sem og ferðlagið allt saman, það var virkilega gaman að vera með þér. Elsku Sædís og Pétur, takk fyrir að taka svona vel á móti okkur og fyrir allan stuðninginn allan keppnisdaginn, þið eruð yndisleg og einstök, takk kærlega fyrir okkur vinkonurnar, þið eruð þvílíkir höfðingjar heim að sækja <3 <3 <3

MYNDBAND HÉR:

 

apríl 28, 2018 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHlaupKeppnis

Víðavangshlaup ÍR

by Halldóra apríl 19, 2018

Við Óli hlupum saman í Víðavangshlaupi ÍR í dag, sumardaginn fyrsta.

Þetta er mjög skemmtilegt hlaup, þar sem þú færð tækifæri til að hlaupa upp Hverfisgötuna, niður Laugaveginn og svo Lækjargötuna út að BSÍ þar sem snúið er við og hlaupið fram hjá Ráðhúsinu, Alþingishúsinu og endað í Austurstræti.

Við hlupum þetta á 27 mín og 3 sek og vorum í 248 og249 sæti (74 kvk af 243).

apríl 19, 2018 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupKeppnisKeppnissaga

HK100 – 2018

by Halldóra janúar 27, 2018

Tók þátt í HK100 annað árið í röð. Þetta er einstaklega skemmtileg hlaup og auðvitað ómetanleg þjónusta sem við fáum frá systrunum Huldu og Bekku og nú var Pétur vinur þeirra að hjálpa þeim.

Á eftir að skrifa keppnissöguna, en stóra fréttin er sú að ég bætti mig um 4 klst 2 mín og 38 sek á milli ára. Árið 2017 var ég 23:22:54 en núna 19:20:16.  Ég vann mig upp um 423 sæti, var í sæti númer 1.023 eftir fyrstu tímatökumottuna og endaði í 600 sæti overall af 1.519 keppendum.  Var í 187 sæti í byrjun af öllum konum en endaði í 103 sæti af öllum konum og vann mig því upp um 84 sæti af konunum. En það voru 347 konur sem kláruðu.

janúar 27, 2018 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
KeppnisÞríþraut

KEPPNISSAGA Sprettþraut 3N 2016

by Halldóra ágúst 27, 2016

Tók þátt í dag í frábærri Sprettraut 3N í Reykjanesbæ.

Sprettþraut gengur út á að synda 400 metra hjóla 10 km og hlaupa 2,5 km.

Við syntum í innisundlauginni í Vatnaveröld, hjóluðum svo 4 * 2,5 km hringi og hlupum svo einna 2,5 km hring.

Keppnin var ræst í tveim hollum, þar sem um metþátttöku var að ræða.

SUND 00:08.27
Ég synti á braut númer 6 í síðara hollinu. Sundið gekk mjög vel, en við vorum 7 á brautinni.

T1 = 00:01:12
Ég ákvað að fara í peysu yfir þríþrautargallann og var því frekar lengi í T1 eða rúmlega 1 mínútu, sem er ekki góður tími 😉

HJÓL = 00:19:51 (30,23 km á klst)
Hjólið gekk mjög vel, mér leið vel allan tímann og tók fram úr tveim hjólurum á leiðinni.
T2 = 00:01:19
Var aftur allt of lengi á skiptisvæðinu, lenti í vandræðum að komast í skóna, þó ég væri með skóhorn, og fór úr jakkanum, verð að velja þægilegri og einfaldari skó næst, en skó með reimum 😉

HLAUP = 00:11:56 (pace 4,46)
Hlaupið gekk mjög vel, mér leið vel allan tímann og tók fram úr nokkrum á leiðinni. Var samt alltaf undir 180 í púls svo ég hefði örugglega getað hlaupið hraðar, næg orka allan tímann. Enda tók ég góðan endasprett í lokin.

SAMTALS = 00:42:58
Heildartími var 42 mínútur og 58 sek sem er bara ágætis tími held ég, sérstaklega í ljósi þess að ég á klárlega inni rúmlega 1 mínútu samtals í T1 og T2 því ekki hægt að kvarta. Varð í 40 sæti í heildina og í 9 sæti af öllum konum og 5 sæti af konum í aldursflokki 40-49 ára.

ÞRÍKÓ gekk mjög vel í dag og náðum við flestum stigunum þó við hefðum tapað með 14 stigamun fyrir 3SH í heildarstiga-keppninni. Ætlum okkur klárlega að ná þeim á næsta ári.

ágúst 27, 2016 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
HlaupKeppnis

KEPPNISSAGA – Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2016

by Halldóra ágúst 20, 2016

Vaknaði klukkan 06:00 í morgun, fór samt ekki fram úr fyrr en korter yfir, fannst ég allt í einu ekkert hafa við allan þennan tíma að gera. Fékk mér svo kaffi á fastandi maga áður en ég henti mér í sturtu, algjörlega nauðsynlegt fyrir allar langar hlaupaæfingar eða maraþon. Svo var bara að plástra tærnar og smyrja með vaselíni. Var búin að græja gelið í Salomon skvísuna í gærkvöldi og gera allt ready, fyrir bæði maraþonið og hreindýraveiðarnar, en við ætluðum að aka beint austur eftir hlaupið. Var þar af leiðandi ekki komin upp í rúm fyrr en klukkan 00:00 í gærkvöldi. Gaf mér samt tíma í naglalökkun, keppnislakkið fyrir maraþonið.

Kristó kom svo heim rétt rúmlega sjö og átti þá eftir að fara í sturtu, fá sér að borða, láta Óla tape-a á sér ökklann og klæða sig í. Var nú orðin smá stressuð að við færum út á réttum tíma, en þar sem Óli skutlaði okkur, þá var minna stress að þurfa ekki að finna bílastæði, svo við höfðum aðeins svigrúm.

RÁSMARKIÐ
Við vorum komin niður í Lækjargötu rétt fyrir klukkan átta, en Íslandsbanki var með skemmtistaðinn, Græna herbergið lánaðan fyrir starfsmenn. Fórum beint þangað til að fara á klósettið og skila af okkur fatnaði og dóti sem við vildum geyma. Fórum svo að leita að Rúnu Rut vinkonu, því ég var með auka gel í poka sem ég ætlaði að lána henni. Leitaði um allt að henni, við Torfuna, við MR og út um allt, en það var orðið ansi fjölmennt úti. Var búin að reyna að hringja í hana og senda henni SMS en náði ekki á hana. Var því mjög glöð þegar hún kom svo í Græna herbergið, þar sem ég var að fara síðustu klósettferðina mína og gat komið gelunum á hana.IMG_4244 (2)

RÆSING
Ræsing í heilt og hálft maraþon var klukkan 08:40. Þegar ég var að fara að koma mér fyrir rétt fyrir aftan ljósbláu blöðrurnar sem voru með 1:53-1:58 tímann í ½ maraþoni, þá hitti ég Siggu og Pétur og Gúu og Önnu, þvílík tilviljun í öllum þessum fjölda. Svo við Kristó lögðum af stað með þeim. Þegar við erum rétt komin yfir mottuna segir Kristó mér að hann hafi látið pabba sinn tape-a rangan fót ha ha ha – gott þetta var ekki aðgerð 😉

Ræsingin gekk vel og mér leið vel. Það var samt vel heitt strax, sólin skein og það var blankalogn. Kristó gaf svolítið mikið í til að byrja með svo ég reyndi að halda í hann, en svo týndi ég honum mjög fljótlega, veit ekki hvort ég var á undan honum eða eftir 😉 Ég hélt því bara áfram og spáði ekkert í það hverjir voru í kringum mig, enda fjöldinn gífurlegur. Þrátt fyrir mikinn troðning fyrsta kílómetirinn, þá var ég á 5:26.14 pace. Hjartslátturinn var ekki svo hár, eða um 173 bpm. Tók ákvörðun fyrir hlaupið að ég ætlaði bara að horfa á einn glugga sem var þrískiptur, þ.e. pace, average pace og hjartsláttur bpm. Ætlaði að hlaupa maraþonið á púls og fara aldrei yfir 180 (gamalt ráð frá Ásgeiri) og aldrei að spá í klukkuna eða tímann.

MARKMIÐ
Þegar við Sjana skráðum okkur í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, þá var upphaflegt markmið að ná Boston lágmarki. Miðað við minn aldursflokk þá er lágmarkið 3 klst og 55 mín en til að komast örugglega inn þá þarf ég að hlaupa á undir 3 klst og 50 mín. Þeir hleypa fyrst þeim að í skráningu sem eru með 20 mín betri tíma en lágmark, svo þeim sem eru með 10 mín betri tíma og svo þeim sem eru með 5 mín betri tíma. Enda síðan á þeim sem eru með nákvæmlega þann tíma sem þarf.

Fyrir nokkrum dögum komst ég að því að ég var bara ekki búin að æfa nógu vel til að fara maraþonið á þessum tíma og ætlaði því bara að fara það á gleðinni og njóta, taka það sem langa æfingu. Hafþór vinur minn Benediktsson var búin að bjóðast til að hlaupa maraþonið með mér og Ívar Trausti þjálfari Jósafatsson hafði fulla trú á að ég næði þessu. Þeir voru báðir virkilega duglegir að hvetja mig og höfðu báðir meiri trú á mér í þetta hlaup en ég. Endanlegt markmið hjá mér var að taka þátt, hlaupa þetta á púls, þ.e. aldrei yfir 180 og njóta og hafa gaman af þessu, en jafnframt langaði mig að ná PB þ.e. fara undir 4 klst múrinn.

Fyrir þá sem nenna ekki að lesa meira, þá náðist það, þ.e. ég fór á 3:55:26 flögutími, 3:56:19 byssutími, hafði mjög gaman af hlaupinu og leið vel allan tímann, average bpm 177. Sorglegt samt að vera 27 sekúndum frá Boston lágmarki en að kemur bara næst.

HLAUPIÐ
Við fiskbúðina á Nesveginum hljóp Sigga Rúna fram úr mér. Þá var ég að reyna að hægja á mér, óttaðist að ég væri að fara of hratt, þar sem maraþon er 42,2 km, þó var hjártslátturinn bara fínn. Var búin að ákveða að hlaupa fram hjá fyrstu drykkjarstöðinni sem var eftir um 4 km eða við Eiðistorg. Hafði lesið einhvers staðar að maður þyrfti ekkert að drekka fyrr en eftir 8 km, svo ég ákvað að prófa það.

Á Lindarbrautinni hitti ég Lilju Dögg hlaupafélaga, en hún hafði dottið á hraðahindrun á Nesveginum og misstigið sig, en fór samt á miklum hraða fram úr mér 😉

Þegar ég var komin á Norðurströndina, tók ég eftir því að ég hafði verið eiginlega allt hlaupið á svipuðum tíma og þrír hlauparar sem voru að hlaupa saman og kannaðist ég við einn þeirra. Stelpurnar voru tvær saman í fallegum sumar-hlaupapilsum. Ég heilsaði og sá að þetta var Þóra Björg Magnúsdóttir hans Sigga Þórarins sem voru með mér útí Chamonix í fyrra en hún hljóp þar OCC hlaupið. Ég spjallaði við Þóru og hennar félaga og komst að því að hún stefndi á að klára maraþonið á 3 klst og 45 mín (sem hún náði, innilega til hamingju Þóra). Ég sagði henni að ég ætlaði bara að njóta, en var hrædd um að ég væri að fara of hratt.

Fékk mér að drekka við Eiðisgranda þ.e. JL húsið gamla og tók þá líka inn gel enda komin um 8 km. Fékk mér bara vatn, ekki Powerade drykk, ákvað að prófa þetta í fyrsta skipti, alla vega framan af hlaupi. Það var ennþá mjög heitt svo ég var mjög dugleg að taka inn salt, sem bjargaði mér alveg.

GRANDAGARÐUR 10 km motta – tími:00: 52:51
Mér fannst skemmtilegt að hlaupa í fyrsta skipti Grandahringinn, þ.e. fram hjá Íslandsbanka og svo Grandagarðinn til baka. Fór yfir 10 km mottuna á Grandagarði á tímanum 00:52:51. Rétt eftir mottuna hitti ég Viggó sem hvatti mig áfram og tók þessar flottu myndir af mér.

Það var líka skemmtilegt að hlaupa í gegnum bæinn og fram hjá Hörpu þar var svo mikið af fólki að hvetja, virkilega skemmtilegt.

Stuttu eftir að við fórum fram hjá Hörpunni þá fékk vinkona hennar Þóru krampa í fótinn og fór að ganga. Ég hélt áfram með Þóru og fór að spyrja hana um besta marþon tíma hennar, ætli mér hafi ekki orðið svo mikið um of (hún á svo góðan tíma) að ég bara fékk hraðari bpm og hægði á mér ha ha ha 😉

Fékk mér svo aftur að drekka á drykkjarstöðinni fyrir framan Íslandsbanka, ennþá bara vatn, fór samt hratt fram hjá, en þar sem það var svo heitt og mikil sól (sem var ekki spáð) hellti ég yfir mig vatni, hefði kannski ekki átt að hella yfir bolinn því ég fann hvernig hann þyngdist og var ekki þægilegt að vera í honum svona rennandi blautum.

Rétt áður en ég kom að snúningspunktinum á Sæbrautinni (16 km) sá ég hvar Forseti Íslands var að hlaupa til baka og að sjálfsögðu heilsaði maður forsetanum og hann nikkaði kolli til baka. Mikill hraði á honum 😉

SUÐURLANDSBRAUT 20 km motta – tími 1:46:48
Við höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi, skilja leiðir hjá 1/2 maraþoni og heilu. Þá hugsar maður, af hverju skráði ég mig ekki bara í 1/2 þá væri þetta að verða búið. En svo hugsar maður aftur, en hvað ég er glöð að þetta sé ekki að verða búið og ég er að verða hálfnuð, þetta er yndislegt, veðrið svo gott og forréttindi að geta hlaupið.

Það voru líka ótrúlega margir hlauparar í kringum mig, kannski ekki skrítið þar sem það voru 1.306 sem kláruðu maraþonið, fannst ekki svona mikið af fólki þegar ég tók þátt 2012. Hins vegar voru bara útlendingar allt í kringum mig. Það var maður á undan mér sem var með Ironman derhúfu, sá samt ekki í hvaða IM hann hafði verið í og var ekkert að trufla hann.

Það blés aðeins á móti okkur þarna upp að Suðurlandsbraut og var aðeins brekka upp í móti, svo það hægðist aðeins a hraðanum á mér, en mér var alveg sama, þar sem mér leið vel og passaði BPM (hjartsláttinn). Þegar ég var komin upp á Suðurlandsbraut og á leið inn í Laugardalinn var orðið verulega heitt, svo ég fór úr fína Dale Carnegie bolnum mínum.

ENGJAVEGUR VIÐ HÚSDÝRAGARÐINN 21,1 km motta – tími 1:52:51
Það var motta við Engjaveginn við Húsdýragarðinn og þar var í fyrsta skipti boðið upp á banana. Ég fékk mér smá vatnssopa og banana bita, án þess að stoppa. Tíminn þar eftir hálft maraþon 1:52:51, það hljómar ekki illa þar sem besti tími minn í 1/2 maraþoni er 1:49:49 árið 2011, árið sem ég byrjaði að æfa hlaup og fór mitt fyrsta maraþon.

Þegar við komum til baka úr Laugardalnum og hlupum fram hjá Glæsibæ, var búið að setja upp svið þar og skemmtilegur kynnir að spila músík og hvetja okkur áfram þar. Þegar ég tók þátt árið 2012 var ekkert svið þarna og mjög fáir að hvetja. Meira að segja flautuðu bílstjórar á okkur af Miklubrautinni þegar við hlupum yfir brúna við Mörkina til að hvetja okkur áfram.

VÍKINGSHEIMILIÐ 25 km motta – tími 2:14:10
Stoppaði í fyrsta skipti og labbaði drykkjarstöðina sem var við Víkingsheimilið og fékk mér Powerade þar líka í fyrsta skipti, enda komin 25 km á 2:14:10. Fór að hugsa til baka til maraþonsins 2012 þegar 4 klst blaðran náði mér í miðjum Fossvogi og velti fyrir mér hvort hún myndi ná mér þar aftur, því ég hafði ekkert kíkt á klukkuna eða tímann og vissi ekkert hvað tímanum leið.

UNDIR FLUGBRAUTINNI NAUTHÓLSVÍK 30 km motta – tími 2:42:54
Var glöð að komast Fossvoginn án þess að 4 klst blaðran hefði náð mér og hélt svo áfram yfir brúnna. Meðalhraðinn hafði hægst aðeins en mér leið samt mjög vel. Fann enga magakrampa þó ég hafi verið mjög dugleg að taka inn gel reglulega og drekka vatn. Held þessi tilraun með vatnið hafi gefið góða raun. Svo tók ég inn mikið af salti. Í hvert skipti sem mér fannst ég þurfa að pissa, þá tók ég bara inn meira salt og þá fór sú tilfinning. Tíminn eftir 30 km, við flugbrautina í Nauthólsvík var 2:42:54. Var búin að ákveða að stoppa aðeins þar og fá mér Powerade að drekka.

Það var klukka við mottuna þar og ég var frekar hissa að sjá tímann. Hugsaði wow, ég hef 1 klst og 17 mín til að klára þessa 12,2 km sem eru eftir til að ná PB og vera undir 4 klst, en ég var ekki með neinar væntingar um Boston lágmark og ákvað að halda áfram að spá ekki í klukkuna. Það var ekki vænlegt að stoppa því þá missti ég Ironman mannin og nokkra aðra sem ég hafði verið að hlaupa með fram úr mér og var því ein í smá stund að berjast við mótvindinn, en náði svo hópnum með því að gefa aðeins í 😉 Man ég hugsaði bara 12,2 km eftir, eins og einn stór Garðabæjarhringur. Alltaf gott að réttlæta og einfalda hlutina í hausnum á sjálfum sér 😉

ÚT UNDIR GRÓTTU 37,2 km – tími 3:25:53
Það hlupu margir fram úr mér á þessum kafla þarna við Gróttuna, en ég hafði hlaupið fram úr Ironman manninum við Seltjarnarnes sundlaugina. Gallinn við að hlaupa á svipuðum hraða og annar hlaupari er sá að þegar hægist á honum þá hægist einnig á manni sjálfum og ég var bara farin að hlaupa of hægt án þess að púlsinn hefði eitthvað hækkað, svo ég ákvað að fara fram úr honum þarna og auka aðeins hraðann.

Þegar ég kom að Gróttu kom einn hlaupari fram úr sem heitir Sigurður Ingvarsson og var að hlaupa maraþon númer 60. Innilega til hamingju með það. Þessi mynd var tekin af okkur og Sigurður sendi mér.

SÍÐASTA DRYKKJARSTÖÐ 40 km
Síðasta drykkjarstöðin var þegar 40 km voru búnir. Þá var ég aðeins farin að finna fyrir “líklegum” krömpum bæði í kálfum og framan á lærum. Ákvað því að stoppa alveg á þessari drykkjarstöð, fékk mér vatn, powerade og helti vatni yfir höfuðið á mér, þar sem það var svo heitt.

Var búin með öll gelin mín, svo ég fékk mér þrúgusykur sem ég hafði gripið með mér um morguninn. Svo krossaði ég bara fingur að ég myndi ekki fá neina krampa. Var nýbúin að sjá nokkra hlaupara út í kanti með mikla krampa í kálfum, sem voru að reyna að teygja og losna við þá, fann mikið til með þeim.

Ég var farin að hlakka til að hlaupa fram hjá Slippbarnum og hitta hlaupafélagana úr Þríkó-hlaup. Hefði samt ekki trúað því að óreyndu, hversu frábært það var að heyra hlaupafélagana kalla nafnið manns. Ívar Trausti hlaupaþjálfari var búin að láta útbúa plaköt þar sem þau skrifuðu skilaboð og nafnið manns á plakatið og þau héldu fullt af plakötum uppi þegar ég hljóp fram hjá. Þetta var svo magnþrungin stund, enda bara 1,2 km eftir í mark. Ég gladdist mikið, kallaði á þau að ég elskaði þau og gaf svo í. Hljóp virkilega hratt alla Geirsgötuna og hafði líka orku til að gefa í þegar ég hljóp Lækjargötuna.

MARK, 42,2 km motta = 3:55:26 flaga
Það var yndislegt að heyra nafnið manns kallað þegar maður var að koma í mark (og það tvisvar) og sjá andlit sem maður þekkti við markið. Þorði samt ekki að taka Haddýjar hoppið út af krömpunum þegar ég kom í mark.

Kom í mark á 3 klst 55 mín og 26 sek. Var virkilega glöð að ná PB og komast undir 4 klst múrinn, en á sama tíma hugsaði ég, það er grátlegt að vera 26 sek frá Boston lágmarki 😉 Hefði kannski átt að horfa á tímann á úrinu mínu.

Svo þýðir ekkert að vera með EF og HEFÐI, því ég hefði líka getað lent í því að fá krampa í hlaupinu og þá ekki einu sinni náð þessum tíma.

Þegar ég var að fara út af lokaða svæðinu fyrir maraþonhlauparana, þá festist vinstri kálfinn á mér í krampa og ég þakkaði Guði fyrir að það hefði ekki gerst nokkrum mínútum fyrr svo ég var virkilega glöð og sæl með mitt PB.

ÁRANGUR Í MARAÞONINU 2016
Hér að neðan er smá tölfræði um hvað þessi tími telur í samhengi við aðra hlaupara sem tóku þátt. Ég var:
#394 í heildina af #1306 sem klára
#69 af öllum konum sem voru #467
#25 í aldursflokki 40-49 ára af #140 konum
#7 í aldursflokki 40-49 ára af #17 íslenskum konum sem taka þátt.

ÞAKKIR
Verð að þakka Ívari Trausta hlaupaþjálfara fyrir að hafa trú á mér. Hann var eins og komið hefur fram alveg fullviss um að ég gæti náð Boston lágmarki og blés í mig sjálfstrausti þegar ég var ekki á því að ég myndi einu sinni ná undir 4 klst að þessu sinni. Áður en ég talaði við hann á Expoinu, ætlaði ég bara að taka þetta sem langa hæga æfingu 😉

Frábært framtak hjá honum líka að hóa Þríkó hlaupahópinn saman við Slippbarinn til að hvetja maraþon hlauparana áfram. Langar líka að þakka Hafþóri sem var tilbúinn að hlaupa með mér og pace-a mig og hjálpa mér þannig að ná Boston lágmarki, þó ég hafi bara ekki verið andlega tilbúin og hafði ekki trú á að ég myndi ná því, svo ég gaf það frá mér, en vona að ég eigi það inni hjá honum síðar. Það er ekki hægt að æfa nema maður sé í frábærum félagsskap og ég á bestu hlaupafélaga í heimi.

Æfði reyndar ekki mikið eða skipulega fyrir þetta maraþon, vegna fjallahlaupaæfinga í sumar, en tók tvær langar æfingar með vinkonum mínum sem eru yndislegar. Innilega til hamingju stelpur með maraþonið ykkar elsku Sigga Sig, Sjana og Rúna Rut og til hamingju með 10 ára hlaupa-afmælið þitt Rúna Rut.

Óska líka Kristó og Heklu til hamingju með sitt hlaup og öllum hlaupafélögum mínum með glæsilegan árangur.

TÍMA-SAMANBURÐUR VIÐ ÖNNUR MARAÞON
Hér að neðan er að finna samanburðinn við önnur maraþon sem fyrirmyndarhúsmóðirin (Maraþonía) hefur tekið þátt í:

2011 Kaupmannahöfn 4:35:33
2012 París 4:03:19
2012 Reykjavík 4:11:36
2015 Sevilla 4:01:50
2016 Reykjavík 3:55:26 (3:56:19 byssa)

ágúst 20, 2016 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5

Nýlegar færslur

  • Morgunblaðið um Grænlandsferðina
  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025
  • Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

Nýlegar athugasemdir

  • Björk Ólafsdóttir um Vasavikan 2024
  • Sif Helgad. um Langjökull þveraður 17.júní 2020
  • Helga Bryndís um New York City maraþon 2023
  • Ingvar Þóroddsson um Free to Run Ambassador í New York maraþoninu 2023

Færslusafn

  • maí 2025
  • apríl 2025
  • júlí 2024
  • maí 2024
  • apríl 2024
  • mars 2024
  • nóvember 2023
  • október 2023
  • september 2023
  • ágúst 2023
  • júlí 2023
  • apríl 2023
  • janúar 2023
  • desember 2022
  • nóvember 2022
  • september 2022
  • ágúst 2022
  • júlí 2022
  • júní 2022
  • maí 2022
  • apríl 2022
  • mars 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • desember 2021
  • október 2021
  • september 2021
  • ágúst 2021
  • júlí 2021
  • maí 2021
  • apríl 2021
  • mars 2021
  • febrúar 2021
  • janúar 2021
  • nóvember 2020
  • október 2020
  • september 2020
  • ágúst 2020
  • júlí 2020
  • júní 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • mars 2020
  • janúar 2020
  • desember 2019
  • nóvember 2019
  • október 2019
  • september 2019
  • ágúst 2019
  • júlí 2019
  • júní 2019
  • maí 2019
  • apríl 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • janúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • október 2018
  • september 2018
  • ágúst 2018
  • júlí 2018
  • júní 2018
  • maí 2018
  • apríl 2018
  • janúar 2018
  • janúar 2017
  • september 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • júní 2016
  • mars 2016
  • nóvember 2015
  • ágúst 2015
  • júní 2015
  • febrúar 2015
  • nóvember 2014
  • ágúst 2014
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013

Flokkar

  • Daglegt líf
  • Fjallahlaup
  • Fjallaskíði
  • Fjallgöngur
  • Gönguskíði
  • Hjól
  • Hlaup
  • Ísklifur
  • Kajak
  • Keppnis
  • Keppnissaga
  • Sjósund
  • Skíði
  • Sund
  • Veiðar
  • Þríþraut

Um mig

Um mig

Halldóra Gyða

Halldóra hefur mjög gaman af því að fara út að leika. Markmiðið hjá henni er að njóta lífsins hvern einasta dag, brosa, hafa gaman og hún er þakklát fyrir góða heilsu.

Verum í sambandi

Facebook Twitter Instagram Pinterest Tumblr Youtube Bloglovin Snapchat

Nýlegar færslur

  • Morgunblaðið um Grænlandsferðina

    maí 14, 2025
  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

    apríl 29, 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

    apríl 28, 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

    apríl 27, 2025
  • Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

    apríl 26, 2025

Um mig

banner
Halldóra Gyða elskar að vera úti að leika. Hér er hún í Dólómítunum í Lavaredo fjallahlaupinu 2016.

Vinsæl innlegg

  • 1

    Eco Trail Reykjavík – 22 km

    júlí 6, 2018
  • 2

    Ironman Texas 2018

    apríl 28, 2018
  • 3

    Buthan – dagur 1 – hæðaraðlögun og skoðunarferð

    maí 26, 2018

Síðustu æfingar

  • D3 Rassvöðvaæfingar
    On maí 15, 2025 7:58 f.h. during 00:14:41 hours burning 47 calories.
  • Laugavegsæfing NH - keyrðum á milli að hvetja
    On maí 14, 2025 5:37 e.h. went 3,24 km during 01:08:35 hours climbing 59,00 meters burning 336 calories.
  • Styrkur á rass, hamstring - D2
    On maí 14, 2025 7:27 f.h. during 00:17:50 hours burning 58 calories.
  • Leiðin að bata - styrkur á tognaðan rassvöðva d1
    On maí 13, 2025 7:36 f.h. during 00:16:35 hours burning 58 calories.
  • Gengið rólega um Köben - menningarganga
    On maí 12, 2025 10:25 f.h. went 11,20 km during 02:50:15 hours climbing 80,00 meters burning 1.136 calories.
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • Linkedin
  • Snapchat
  • Vimeo

@2017 - PenciDesign. All Right Reserved. Designed and Developed by PenciDesign


Back To Top