Halldóra
D1 Sunnudagur 24.júlí – 16,27 km – 1.311 m hækkun
D2 Mánudagur 25.júlí – 31,24 km – 1.649 m hækkun
D3 Þriðjudagur 26.júlí – 13,18 km – 1.105 m hækkun
D4 Miðvikudagur 27.júlí – 21,35 km 956 m hækkun (+ganga 2,09 km)
D5 Fimmtudagur 28.júlí – 28,3 km 1.853 m hækkun
D6 Föstudagur 29.júlí – 20.26 km 1.029 m hækkun
xxx
xxx
Fór til Chicago með Kristó um helgina, en þetta var bæði í fyrsta skipti sem ég flaug með honum og í fyrsta skipti sem ég fór til Chicago, en hafði einu sinni bara millilent á flugvellinum.
Við fórum út með seinni vélinni á föstudagskvöldið, 24. júní klukkan rúmlega 20. Óli skutlaði mér út á flugvöll. Vorum komin á hótel í Chicago klukkan 23:30 á staðartíma (munar 5 klst – þ.e. þá 04:30 á íslenskum tíma).
Við kíktum samt aðeins í bæinn, ætluðum á ROOFTOP en það var búið að loka, svo við náðum að kíkja á einn bar. Garðarnir voru lokaðir klukkan 23 svo við máttum ekki kíkja á Baunina.
Vorum svo komin aftur uppá hótel bara um klukkan 01:00 og ég sofnaði um leið og ég lagðist á koddann.
LAUGARDAGUR 25.06.2022
Vorum vöknuð um klukkan 08:00 og farin út að hlaupa klukkan 08:40. Skoðuðum ströndina og hlupum út að söfnunum og svo fram hjá Bauninni og flottum gosbrunni. Fyrst viðraði mjög vel, svo fengum við nokkra dropa, sem endaði með úrhellis rigningu. En það sem það var frekar hlýtt, þá var ekkert mál að hlaupa í rigningunni. Komum við hjá Bauninni og tókum myndir af okkur þar, gaman að sjá þetta flotta listaverk.
Fengum okkur svo morgunmat á Starbucks og tókum með okkur uppá herbergi, þar sem heit sturta var eina sem skipti máli og að komast í þurr föt. Svo hentum við okkur aftur út, kíktum í Target og nokkrar aðrar búðir. Nike búðin er mjög flott í Chicago. Að sjálfsögðu fengum við okkur svo Mc Donalds, Big Mac. Enduðum svo í Arkitektúr siglingu á ánni, sem var mjög fræðandi og skemmtileg og sem betur fer rigndi ekkert á okkur þar. Eftir siglinguna fór Kristó uppá hótel að hvíla sig smá og hafa sig til, en ég skellti mér að kaupa ostaköku í Chessecake til að taka með mér heim handa Óla og Hafrúnu.
Vorum svo sótt á hótelið klukkan 20:30, svo dagurinn var vel nýttur. Flugið heim gekk vel og við lendum á Íslandi um klukkan 09:30 á staðartíma, þ.e. á sunnudagsmorgni. Ég náði að sofa þó nokkuð í vélinni en tók samt um 90 mín kríu, þegar ég kom heim.
Það var virkilega gaman að fara með Kristó þó það væri bara ein nótt og einn dagur og gaman að sjá hversu öruggur og fumlaus hann er í starfinu.
Sjá myndir úr ferðinni hérna:
Er reglulega spurð um þær keppnir og hlaup sem ég hef tekið þátt í og þá á hvaða tíma ég kláraði.
Þar sem mín markmið ganga alltaf út á númer eitt að komast að ráslínu, númer tvö að klára, númer þrjú að hafa gaman alla leið og númer fjögur að bæta minn eigin tíma, ef ég hef farið í sömu keppni áður, þá man ég aldrei hverjir þessir tímar eru, svo ég þarf reglulega að fletta upp í Íþróttaferilsskránni minni (Athletic CV) sem er hér að neðan. Hún var upphaflega búin til þegar ég fór í fyrsta skipt í Vasaloppet til að reyna að komast í fremri ráshóp, var þá spurð hvort ég ætti íþróttaferilsskrá 🙂
Ákvað því bara að setja hana inn á heimasíðuna mína, svo ég geti verið fljótari að fletta upp keppnum og tímum 🙂


Mér fannst svo frábært þegar Einar Bárða kynnti næturútgáfu af Hengli Ultra, þar sem ég er svolítil Ugla í mér og elska næturhlaup. Oft er líka meira logn og gott að hlaupa með sjálfum sér að nóttu til. Ég ákvað því að slá til og skrá mig í 26 km Hengil Ultra miðnæturútgáfa.
Hlaup var ræst klukkan 22:15 og það var bara ágætis spá. Ég var reyndar komin mjög snemma í Hveragerði, þar sem Friðleifur bað mig að skutla Max sem var að kenna okkur á hlaupaþjálfaranámskeiði á vegum FRÍ. Ég var því bara komin um átta leytið um kvöldið og reyndi bara að hvíla mig aðeins í bílnum.
Svo komst ég að því að höfuðljós var skyldubúnaður, svo ég í miklu sjokki hringdi í Hjört þar sem ég vissi að hann væri á leiðinni í Hveragerði í 100 km hlaupið, og kannaði hvort hann ætti auka höfuðljós, sem hann átti og reddaði mér því þannig.
Einar plataði mig svo í útsendingu, TV LIVE, en hann var með mjög flotta umgjörð og útsendingu sem var beint á mbl.is alla helgina. Ég klæddi mig því í tíma, og fór í útsendingu með Rúnu Rut vinkonu sem var að fara í 10 km hlaupið með Helgu Maríu vinkonu.
100 km hlaupið var ræst fyrst, svo 53 km og svo vorum við þ.e. 26 km og það endaði með 10 km ræsingunni. Þegar það var búið að ræsa mig og ég komin út götuna, uppgötvaði ég að ég hafði gleymt að taka inn Ventolyn asma sprayið mitt. Hugsaði því mikið hvort ég ætti kannski bara að snúa við og sækja það, en ákvað að halda bara áfram. Var svo mikið að hugsa um þetta, en þegar ég var komin að klifrinu þá hugsaði ég að það þýddi ekki að svekkja sig meira á þessu, þetta færi í reynslubankanna og vonandi myndi mér bara líða vel í klifrinu upp frá Reykjadalnum.
Hlaupið gekk mjög vel, ég fann ekki mikið fyrir asmanum og mér fannst stígarnir mjög góðir. Það var mjög hlýtt, alveg uppá topp, en þá kólnaði verulega út af mótvindi, en ég nennti ekkert að fara í jakkann, hann var bara í Salomon hlaupavestinu mínu.
Ég hljóp með stafi og var mjög ánægð með það og leiðin til baka gekk líka vel. Reyndar voru engnir starfsmann alla leiðina niður og þegar ég kom að kaffihúsinu var ég í smá vandræðum að finna réttu leiðina til baka, en notaði svo fína GARMIN úrið mitt og þá að sjálfsögðu fór ég á réttan stað. Var mjög ánægð að vera með leiðina í úrinu, enda elska ég GARMIN úrið mitt.
Það var aðeins farið að rökkva þegar við komum til baka, en ég nennti ekkert að sækja höfuðljósið, ákvað bara að nota UGLU augun mín og ég fann mest fyrir rökkrinu þegar maður hljóp í gegnum skóginn síðasta kaflann.
Það var mjög gaman að koma inní bæinn, en þar sem komin var nótt var ekki mikið af fólki að hvetja eða klappa fyrir manni þegar maður kom í mark. Þá reddar maður sér bara ljósmyndara sem tekur mynd af Haddýjar hoppinu.
Ég kláraði á 03:01:49 sem var 13 sæti kvk overall af 34 kvk. Fékk svo þær upplýsingar eftir á að ég hefði verið í 5 sæti í aldursflokki af öllum kvk sem tóku þátt í 26 km hvort sem er miðnætur eða dagsútgáfa, en ég hafði nú sjálf ekki fyrir því að gera þá greiningu 🙂
Sjá heildarúrslit hér: https://timataka.net/hengillultra2022/
Fórum á fjallaskíðum á Snæfellsjökul, annað skipti á þessu ári. Við fórum beint úr útilegunni við Stykkishólm, að rótum Snæfellsjökuls sunnan megin. Fórum í ferðina með Siggu Brynjólfs æskuvinkonu, Óla manninum hennar, Önnu Siggu frænku hennar og fleiri félögum (Brynjar Gunnlaugs, Júlíus Geir Gunnlaugs, Íris Georgsdóttir og Önnu Maríu Árnadóttur og Guðrúnu Guðjónsdóttur).
Þórey frænka og Soffía og fleiri voru að fara upp líka rétt á undan okkur. Þegar við lögðum af stað var alveg lágskýjað niðri en við skinnuðum okkur svo upp fyrir skýin, svo þegar við komum á toppinn var orðið alveg heiðskírt, alla leið niður.
Sáum nokkrar sprungur á leiðinni upp, þar af ein mjög stór.
Færðin niður var alveg meiriháttar góð, miklu betri en þegar við fórum um páskana.
Við Sigga stoppuðum reglulega á leiðinni niður, bara til að njóta, því okkur fannst við algjörlega í „heaven“, tókum fyllt af myndum og nutum hverrar mínútu.
Hefði alveg verið til í að fara aðra ferð upp.
Þegar við vorum á leiðinni niður mættum við stórum hóp á uppleið, þar sem allir strákarnir voru berir af ofan 🙂
En ég lét hlýrabolinn duga en var á stuttbuxum (reyndar í léttum gammósíum undir) 🙂
Takk kæru félagar fyrir yndislega ferð.
Við Óli erum búin að vera mjög spennt að komast í útilegu og sofa í topptjaldinu okkar. Skelltum okkur núna um helgina, vestur á Snæfellsnes og tjölduðum á bílastæðinu við sumarbústaðinn hjá Tóta og Millu. Dóra og Grétar og krakkarnir voru þar líka, gistu í tjaldvagninum sínum, svo úr varð yndisleg kvöldstund í bústaðnum. Frábært veður þegar við komum svo við borðuðum úti og svo var yndisleg spjallstund þar sem við Tóti æfðum okkur aðeins með DJI græjuna okkar 🙂
Takk elsku Milla og Tóti fyrir að bjóða okkur velkomin og takk öll fyrir yndislega kvöld – og morgunstund. Við rifum alla upp klukkan 08 á sunnudagsmorgninum, því við héldum svo beint á Snæfellsjökul í fjallaskíðaferð.
En við sváfum vel í topptjaldinu, það var mun hlýrra en ég átti von á. Hefði alveg mátt fara úr ullarfötunum ha ha ha 🙂
Það var einstakur hópur sex kvenna (Birna, Brynhildur, Sigrún, Silla Maja, Þórey og Halldóra) sem syntu boðsund yfir Ermasundið haustið 2019. Ferðalagið var algjörlega magnað og í yndislegum félagsskap með frábærri áhöfn (Gréta, Róbert og Tómas og Soffía í landi). Risastórt ævintýri frá upphafi til enda.
Við vorum með einn besta tökumann og klippara með í för Tómas Marshall og bróðir hans sem er snilldar dagskrárgerðarmaður með meiru, Róbert Marshall og úr varð þessi frábæri þáttur ÚTI sem var sýndur á RÚV ári síðar.
Ekki er hægt að sækja þáttinn lengur á vefsíðu RÚV, en hægt er að horfa á hann hér á YOUTUBE.
Söguna um Marglyttuævintýrið er svo að finna hér: