Á fjallaskíðum Skálafell og Svínadalur

by Halldóra

Frábær ferð með góðum vinum í Skálfellið. Lögðum af stað við lyfturnar í Skálafelli og gengum uppá topp. Þar tókum við skinnin af og ég lenti í vandræðum með bindingarnar. Einhverra hluta vegna voru þær orðnar of víðar fyrir skóna og ég náði ekki festu. Þakka Hafliða fyrir lánið á tönginni inni í húsinu, en við gátum minnkað bilið með henni svo ég gæti haldið áfram. Skíðuðum svo niður norðurbrekkuna í Svínadalinn, þvílík færð, þvílík gleði. Þetta var algjörlega magnað. Finn ég er að ná tökum á skíðunum sem ég keypti mér í fyrra.

Fórum svo upp brekkuna hinum megin (við Sigga bara upp hálfa leið) og svo niður aftur. En strákarni fóru alveg upp og skíðuðu niður alla brekkuna. Þegar við vorum komin þar niður, mættum við nokkuð stórum hópi fjallaskíðara. En svo tók við gangan aftur upp norðurbrekkuna sem gekk mjög vel, algjörlega yndislegt.

Skíðuðum svo niður Skálafells brekkuna aðeins meira til hægri, séð ofan frá og færðin svo skemmtileg.

Algjörlega magnaður dagur – takk kæru vinir fyrir félagsskapinn og samveruna.

You may also like

Leave a Comment