Þjálfun1 Gönguskíðakennsla á Ólafsfirði

by Halldóra

Tók þátt í námskeiði á vegum Skíðasambands Íslands, sem heitir Þjálfun 1 á gönguskíðum og er ætlað gönguskíðakennurum sem kenna börnum frá 6-12 ára.

Námskeiði fór fram á Ólafsfirði laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. desember.

Við fórum saman nokkrar Ísbjarnarkonur, Milla, Signe, Sigrún og Guðrún og skemmtum okkur stórkostlega.

Gistum hjá Signe á Akureyri á föstudagskvöldið eftir ferð í Bautann og á barinn á Icelandair hótel.

Gistum svo á Hótel Sigló á laugardagskvöldinu. Eftir kennslu dagsins, var farið í heita pottinn og infra rauða sauna og svo á veitingastaðinn á hótelinu.

Eftir sunnudagskennsluna ókum við í bæinn og var komin heim rétt rúmlega 21 um kvöldið.

Yndisleg helgi að baka með frábærum vinkonum og gaman að kynnast fólkinu sem var með okkur á námskeiðinu.

Óli kennari var alveg frábær og fær 10 í einkunn.

Svona á að njóta aðventunnar, ekkert jólastress og Ólafsfjörður og Siglufjörður virkilega fallega jólaskreyttir.

You may also like

Leave a Comment