New York 2022

by Halldóra

Við Óli skelltum okkur til New York í tvær nætur núna í lok nóvember með Kristófer sem var í 2 nátta stoppi í borginni.

Við Óli höfðum ekki farið til New York síðan 2007.

Við tókum menningarvinkilinn á ferðina, þ.e. fórum í leikhús á Harry Potter á Broadway og við fórum á 9/11 sýninguna á Ground Zero og svo að sjálfsögðu gengum við upp og niður 5th Street og skoðuðum ljósaskilti og auglýsingar á Times Square. Kíktum líka aðeins í Central Park garðinn.

Get 100% mælt með Harry Potter sýningunni sem og 9/11 safninu, mjög áhrifaríkt.

Frábær 3ja daga/2ja nótta ferð í yndislegum félagsskap Óla og Kristó.

You may also like

Leave a Comment