Með þríþrautar Blikum að Gljúfrasteini

by Halldóra

Veðrið er alltaf betra þegar maður er kominn út, er orðatiltæki sem ég nota oft, en eru orð að sönnu. Mér leist ekki á blikuna þegar ég vaknaði í morgun að fara með hóp út að hjóla í hávaðaroki og rigningu. En ég klæddi mig bara vel og fór í góðan regnjakka og skíða-ullarsokka og tvöfalda vetrarvettlinga. Fór reyndar á bílnum upp í Kópavogslaug þar sem við hittumst þar sem ég átti ekki von á að það myndu mæta margir.

En við vorum átta hjólreiðamenn sem hjóluðu að Gljúfrasteini í dag. Það var mjög gaman. Siggi og Stefán leiddu hópinn, svo maður var heppinn að þurfa ekki að skiptast á að leiða hópinn í þessum ofboðslega vindi.

Fyrsta stopp var á Gljúfrasteini eftir um 25 km og svo stoppuðum við í Krónunni í Mosó á leiðinni í bæinn, þar sem Viðar Bragi hafði misst skrúfu úr afturskiptinum, sem hann fann ekki og þurfti því að láta sækja sig.

Frábær dagur. Ég spjallaði mikið við Þorstein sem er allt af svo jákvæður og kureis, hann heilsar öllum með því að segja góðan daginn, sem er frábær venja og allir hjólreiðamenn ættu að taka upp. Takk kæru félagar fyrir frábæran hjólatúr.

You may also like

Leave a Comment