Vekjaraklukkan hringdi klukkan 07:00, þar sem brotttför var fyrirhuguð klukkan 08:30. Eldaði mér hafragraut í morgunmat, klassískt kaffi, og svo gengið frá farangrinum og maður græjaður fyrir hlaupið.
Ákvað að fara aftur í hlaupafötin sem ég var í, í gær, þar sem þau voru SVO þægileg. Salomon Slab buxurnar mínar, Salomon stuttubuxurnar, kálfahlífar, Halldóru-bolurinn sem er uppáhaldsbolurinn, derhúfan og buffið, allt frá Salomon og svo Blitz sólgleraugun. Fór frekar í skítug og þægileg fötin heldur en að fara í hrein hlaupaföt sem ég var í, það segir allt um þægindin á þessum frábæru fötum. Var líka í Salomon hlaupaskónum mínum, sem voru mjög góðir sérstaklega í snjónum í gær.
Vorum ready um 08:30 þá var rútan komin búið að setja trúss farangurinn aftur í rútuna og svo var bara upphitun og myndataka áður en lagt var í hann.
Hittum svo hinn helming hópsins í Hvanngili, þar sem þau gistu ásamt FÍ hóp, sem var að fara með börnin yfir Laugaveginn. Þar hitti ég Kollu Björns. Lögðum svo saman í hann frá Hvanngili, þar sem Bláfjallakvísl var vaðin, en það var ekki svo mikið í ánni.
Fórum veginn frá Bláfjallakvísl að Emstrum, í staðinn fyrir að hlaupa stíginn þ.e.sandinn sem er leiðin í Laugavegshlaupinu. Þegar við komum í Emstur var bongóblíða, svo það var mjög gott stopp þar, aðeins tanað og þeir sem voru með nesti borðuðu þar á meðan aðrir tjúttuðu 🙂
Leiðin frá Emstrum niður í Þórsmörk var bara yndisleg, var einmitt að hugsa hvað það er cosy að vera ekki í hlaupinu sjálfu, þ.e. að taka bara myndir og hinkra eftir fólki og njóta ekki þjóta 😉
Það var mun meira í Þveránni en vanalega, en Kápan hafði gengið mjög vel og stígurinn inní Þórsmörk er alltaf jafn langur ha ha ha. Enn og aftur gleymdi ég vinstri beygjunni fattaði það ekki fyrr en við vorum komin fram hjá, svo við ákváðum að snúa við. Sáum ekki eftir því, þar sem leiðin í gegnum skóginn er svo falleg.
Fengum svo flottar móttökur þegar við komum inní Húsadal, þar sem allir lágu og tönuðu sig, þar var hamborgari og bjór í boði HHS. Langt síðan ég hef smakkað jafn góðan hamborgara og franskar – virkilega góður borgari. Hlakka til að fá mér aftur svona borgara næstu helgi þegar ég klára Laugavegshlaupið 2021.
Fór svo eftir um 1 klst hvíld, á móti 8menningunum og Magnúsi. Fór á mis við 8menningana, en fann Magnús, þar sem hann hafði farið inní Langadal, og ég fór áleiðis þangað á móti honum.
Er MJÖG STOLT af öllum Stjörnuhlaupurum sem tóku þátt og stóðu sig súper vel báða dagana. Það voru allir glaðir, enginn sem kvartaði undan þreytu og algjörlega magnað í þessum stóra hópi, hversu mikil samstaða var og gleði.
Rútan okkar fór svo í bæinn klukkan 18:30. Takk kæru Binni og Vígdís fyrir allan undirbúning og skipulag og takk kæru hlaupafélagar fyrir yndislega daga á Laugaveginum í dag og í gær. Virkilega skemmtileg ferð og ekki skaðaði þetta frábæra veður sem við fengum báða dagana 🙂