Hemmi og svaraðu nú

by Halldóra

Var í viðtali hjá Hemma Gunn í dag á Bylgjunni í þættinum ,,Hemmi og svaraðu nú”. Ég hef aldrei hitt Hemma Gunn áður í svona eigin persónu (jú hann var farastjóri á Costa Del Sol þegar ég var þar 1987 en ég talaði nú ekkert við hann þá),  en hann hringdi í mig um daginn, (ég veit að Emma sem er yfirmaður á Stöð 2 sport, benti á mig) og þegar maður var búin að segja JÁ við Fréttatímann,= þá er ekki hægt að segja Nei við Hemma, enda sé ég ekki eftir því 🙂

Það var nefnilega alveg einstakt að spjalla við Hemma. Hann er svo einlægur og yndislegur og með því að vera hann sjálfur, brosandi, geislandi og glaður, nær hann algjörlega fram því besta í fólki.  Hann gaf  sér góðan tíma til að spjalla við mig áður en kveikt var á míkrafóninum og ná þannig úr mér mesta hrollinum. Þetta er algjörlega einstakur og frábær eiginleiki góðs útvarpsmanns, enda er Hemmi mikill reynslubolti 🙂

Hemmi er mjög áhugasamur um fólk og hans markmið er að hafa jákvæð og góð áhrif á hlustendur og hann vill að viðtölin hans hreyfi við fólki.  Það er líka frábært á þessum tímum, þar sem ansi mikill tími fer nú í pólitískt þras og neikvæðni þar sem stutt er í kosningar.  Eftir þetta stutta spjall okkar Hemma eignaðist ég vin fyrir lífstíð og það var eiginlega eins og við hefðum alltaf verið vinir og þekkst lengi lengi lengi, enda komumst við að því að við eigum margt sameiginlegt 🙂

Ég vona að þetta stutta spjall mitt við Hemma í dag hreyfi við einhverjum sófadýrum til að setja sér markmið og að einhverjir fari út og njóti hvers einasta dags til fullnustu – því munið að lífið er fallvalt svo við þurfum að njóta hvers dags. Við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

Hér að neðan eru viðtölin, þrír hlutar.

Hemmi og svaraðu nú – Halldóra G M P – fyrsti hluti
Hemmi og svaraðu nú – Halldóra G M P – annar hluti
Hemmi og svaraðu nú – Halldóra G M P – þriðji hluti

You may also like

Leave a Comment