Vöknuðum í sól og blíðu og skelltum okkur á fjallaskíði í nágrenni Sóta. Stefndum á Almenningshnakka (929 m), en fórum svo reyndar upp aðeins norðan við hnakkann. Stelpurnar fóru í kennslu og voru ennþá norðar en við, komust því strax í snjó, en við þurfum að ganga um 1 km með skíðin á bakinu.
Byrjuðum reyndar daginn á frábæru Yoga og morgunmat.