Heimferðardagur

by Halldóra

Við Guðmundur Smári áttum bókað flug klukkan 09:20 frá Paro til Deli. Rútan átti að sækja okkur á hótelið klukkan sjö, henni seinkaði reyndar aðeins. Við fengum morgunmat klukkan 06:30. Það var besti morgunmatur sem ég hafði fengið í MJÖG langan tíma.

If you light a lamp for someone else it will also brighten your path.

Buddah

LOVE THE WHOLE WORLD AS THE MOTHER LOVES HER ONLY CHILD

Einhverra hluta vegna vorum við bókuð á Saga Class í fluginu frá Paro til Deli og fengum því  að bíða í betri stofu eftir fluginu og fengum betri sætum og mjög góðan mat á dúkalagt borð í fluginu sem var yndislegt.

Flugið til Deli gekk hratt og vel og við sáum Everest út um gluggann.

Við höfðum tékkað farangurinn alla leið, en þegar við komum á flugvöllinn í Deli, þá kom í ljós að við urðum að bíða, þ.e. vorum ekki tékkuð inn fyrr en ljóst var að töskurnar okkur væru örugglega komnar. Öll skjöl handskrifuð á blað með kalkipappír (já við erum að tala um kalkipappír sem ég sá síðast á Íslandi í kringum 1980).

Biðum svo í Deli í um 2 klst, ekki nægur tími til að fara út af flugvellinum.  Þegar ég sá McDonalds merkið langaði mig mikið í Big Mac. Komumst svo að því að það er ekki hægt að fá nautakjöt á hamborgara í Indlandi, auvitað ekki, þar sem kýr eru heilagar. Fengum því einhverja útfærslu af kjúklingakjöti í hamborgarann sem var bara fínt, allt gott þegar maður er svangur 🙂

Fórum svo með Air India flugi til Deli. Held ég hafi horft á 3 bíómyndir, samt enga Bollywood bíómynd, þó það væru margar í boði. Flugið þar yfir var mjög langt og þröngt á milli sæta, enginn lúxus hjá okkur í því flugi. Lentum svo á sama terminali og við áttum að fljúga heim með Icelandair, sem var mjög þægilegt.

Fengum okkur aftur að borða (já vorum borðandi allan daginn) á einhverjum hollustustað, pizzu og salat og gátum tekið því mjög rólega því það var 2 klst seinkunn á vélinni heim.

Síðasta flugið gekk vel og við vorum að lenda í Keflavík um klukkan 02:00 á íslenskum tíma, eftir um 24 klst ferðalag.

Farangurinn okkar skilaði sér ekki til Íslands, svo við urðum að fylla út eyðublöð og láta tollinn stimpla þau.

Yndislegu ferðalagi með frábærum ferðafélögum til Bhutan var þar með lokið hjá okkur Guðmundi Smára, en restin af hópnum átti eftir 2ja daga djamm í Bangkok 🙂 Við sáum svolítið mikið eftir að hafa ekki tekið þátt í því á þessum tímapunkti.

Þakka samferðamönnum mínum fyrir yndislegar samverustundir – það var algjörlega einstakt að vera með ykkur og stundirnar í Bhutan munu lifa í minningunni að eilífu. Þið eruð yndisleg kæru vinir.

 

 

 

You may also like

Leave a Comment