Ferðadagur út til Veróna (Canazei)

by Halldóra

Vöknuðum klukkan 4.30, þar sem flugið var klukkan 08:00 og við fórum með bílinn til Tobba í Njarðvík.

Flugið gekk vel, vorum sótt með rútu og komin í Canazei bæinn seinnipartinn. Ég tók tvo göngutúra í miðbæinn, fyrst fyrir mat og svo eftir kvöldmat með Siggu og Pétri, þar sem Óli lagðist bara í rúmið, ekki alveg búin að ná sér eftir flensuna.

Þessir tveir göngutúrar voru æfing dagsins í fyrri ferðinni fór ég í SPARbúðina og keypti og gos og smá nasl en við vorum í hálfu fæði alla vikuna en í síðari gönguferðinni skoðuðum við bara í búðarglugga, en fundum flotta íþróttabúð.

Á hótelinu gátum við sem sagt valið á milli þriggja forrétta, aðalrétta og eftirrétta á hverjum degi og svo var morgunverðarhlaðborð á hverjum degi.

Kynntum þeim Ásgeiri og Öggu sem voru hinir Íslendingarnir á hótelinu okkar.

You may also like

Leave a Comment