Dagur 2: Notre dame de la Gorge – Mottets skálinn: 22 km – 1200 m hækkun

by Halldóra

Við byrjum ferðina með trompi og skellum okkur strax upp lengsta klifrið í mögnuðu umhverfi alpanna. Hlaupið hefst við Notre Dame kirkjuna og við förum yfir Bonhomme (2329m) og Croix du Bonhomme skörðin (2433m). Á leiðinni fáum við okkur hádegishressingu í Bonhomme skálanum. Eftir hressingu hlaupum við niður í smáþorpið Chapieux (1549m) og þaðan tekur við þægilegur vegur inn Jökuldalinn og endum við daginn innst í dalnum í Mottets skálanum sem er staðsettur undir Col de la Seigne skarðinu (2516m).
-Tökum lengsta klifrið á ferskum fótum og upplifum dásemdir alpanna strax á fyrsta hlaupadegi.
-Kvöldverður, morgunverður og gisting í Mottets skálanum. Fáum farangur okkar í skálanum og getum ferðast mjög létt.

You may also like

Leave a Comment