D6 Belgía – Frakkland

by Halldóra

Byrjuðum daginn í Belgíu en eftir um 38 km fórum við yfir landamærin og erum þá komin til FRAKKLANDS.

Héldum leiðinni áfram gegnum franska smábæi og sveitir og enduðum daginn á hóteli í borginni Reims. Í borginn Reims eru margir af stærstu kampavínsframleiðundunum með höfuðstöðvar. Meðalhitinn í júlí í Reims er 24,7 °C

FRÁ FB SÍÐU TEAM RYNKEBY

Dagur 6. Fimmtudagur 13. júlíTransinne – ReimsÍ dag verða farnir 165 km og 1334 hæðametrar. Við erum að hjóla frá Belgíu yfir til Frakklands. Við erum að fara hjóla í sveitum Frakklands og falleg leið bíður okkar. Erum mikið að hjóla á sveitarstígum í gegnum fallega smábæi. Í dag fylgir okkur ljósmyndari og fjölmiðlafólk frá höfuðstöðvum Team Rynkeby okkur. Já við vorum valin 🫢🫢🫢Já liðið frá Íslandi vekur athygli á margan hátt. Erum víst sterkir hjólarar enda æfum við oft í krefjandi veðri heima og guli fákurinn rúllar víst hratt hjá okkur. Þeim finnst líka okkar lið alltaf svo skemmtilegt en það allt vissum við 🤣🤣Þó fjölmiðlafólk verði með okkur í dag þá ætlum við bara að njóta þess að hjóla og vera saman í vegferð fyrir langveik börn 💛💛💛

Framkvæmdastjóri söfnunar Team Rynkeby, Solvejg Lauidsen hjólað með okkur í dag. Mikill heiður að hún hafi valið okkar lið til að kynnast betur og mætt með fjölmiðlafólk með sér.Þetta fjölmiðlafólk fékk að sjá inn í okkar hjörtu í dag og reyna að festa eldmóð og kærleika á filmu ❤Setningin „mayby the best Service Team ever“ Hreyfði alveg við okkur ❤💛❤💛

Frakkland 🇫🇷🇫🇷🇫🇷🇫🇷Við kvöddum fallegu Belgíu og hjóluðum inn í yndislegar sveitir Frakklands. Þetta er dagur sem liðið 2023 á ekki eftir að gleyma. Fjölmiðlafólk var að mynda okkur og droni sveif yfir. Tekin voru viðtöl við okkur. Við erum hálf hrærð yfir þessari athygli .Við þykjum öflugt lið að öllu leiti. Dugleg að hjóla og hjólum hratt. Söfnum okkar vekur athygli hvað við þetta litla duglega lið nær að safna fyrir sín langveiku börn 👏👏 Dönsku liðin kalla okkur “ The crazy pepole” 😂😂😂 við vitum ekkert hvað þau meina.Okkar söfnun stendur sem hæðst og öll framlög skipta máli og renna óskipt til Umhyggju félag langveikra barna.Team Rynkeby við erum þakklát fyrir æðislegan dag sem varð okkar 💛Svona rúllum við undir lok á degi 6.

Meðlhraði um 21 km skv. lófatölvu en varð óvart tvískipt það track.

You may also like

Leave a Comment