D2: Skíðaferð til Canazei

by Halldóra

Óli var orðin hressari og veðurspáin fín, svo við ákváðum að fara appelsínugulu Selluna (Sella Ronda). Þá er farið réttsælis í kringum fjallgarðinn og virkilega flott og skemmtileg leið. Við fórum samt nokkrar auka brekkur og tókum t.d. appelsínugula „Alternative“ leið þar sem við fórum þá í nokkrar svartar brekkur í staðinn fyrir að taka t.d. rennuna niður í Selva.

Við fengum okkur kaffi/kakó/redbull/bjór í Selva, en mér fannst mjög gaman að sjá bæinn, þar sem ég hef ekki komið þangað áður en bara heyrt mikið um hann. Eftir kaffi héldum við leið okkar áfram og veðrið var algjörlega frábært.

Við borðuðum svo á fínum veitingastað, en biðum lengi eftir að komast í röðina, fékk samt þar mjög góða gúllas súpu og saltaða og góða Pretzel kringlu.

Skíðuðum svo restina af brautinni og vorum samt komin nokkuð snemma á okkar heimasvæði svo við náðum að taka eina aukferð þar.

Skíðuðum samtas 36,43 km, 6.906 m samanlögð lækkun (hámarkshraði 55,6 km).

You may also like

Leave a Comment