Chicago 2022

by Halldóra

Fór til Chicago með Kristó um helgina, en þetta var bæði í fyrsta skipti sem ég flaug með honum og í fyrsta skipti sem ég fór til Chicago, en hafði einu sinni bara millilent á flugvellinum.

Við fórum út með seinni vélinni á föstudagskvöldið, 24. júní klukkan rúmlega 20. Óli skutlaði mér út á flugvöll. Vorum komin á hótel í Chicago klukkan 23:30 á staðartíma (munar 5 klst – þ.e. þá 04:30 á íslenskum tíma).

Við kíktum samt aðeins í bæinn, ætluðum á ROOFTOP en það var búið að loka, svo við náðum að kíkja á einn bar. Garðarnir voru lokaðir klukkan 23 svo við máttum ekki kíkja á Baunina.

Vorum svo komin aftur uppá hótel bara um klukkan 01:00 og ég sofnaði um leið og ég lagðist á koddann.

LAUGARDAGUR 25.06.2022
Vorum vöknuð um klukkan 08:00 og farin út að hlaupa klukkan 08:40. Skoðuðum ströndina og hlupum út að söfnunum og svo fram hjá Bauninni og flottum gosbrunni. Fyrst viðraði mjög vel, svo fengum við nokkra dropa, sem endaði með úrhellis rigningu. En það sem það var frekar hlýtt, þá var ekkert mál að hlaupa í rigningunni. Komum við hjá Bauninni og tókum myndir af okkur þar, gaman að sjá þetta flotta listaverk.

Fengum okkur svo morgunmat á Starbucks og tókum með okkur uppá herbergi, þar sem heit sturta var eina sem skipti máli og að komast í þurr föt. Svo hentum við okkur aftur út, kíktum í Target og nokkrar aðrar búðir. Nike búðin er mjög flott í Chicago. Að sjálfsögðu fengum við okkur svo Mc Donalds, Big Mac. Enduðum svo í Arkitektúr siglingu á ánni, sem var mjög fræðandi og skemmtileg og sem betur fer rigndi ekkert á okkur þar. Eftir siglinguna fór Kristó uppá hótel að hvíla sig smá og hafa sig til, en ég skellti mér að kaupa ostaköku í Chessecake til að taka með mér heim handa Óla og Hafrúnu.

Vorum svo sótt á hótelið klukkan 20:30, svo dagurinn var vel nýttur. Flugið heim gekk vel og við lendum á Íslandi um klukkan 09:30 á staðartíma, þ.e. á sunnudagsmorgni. Ég náði að sofa þó nokkuð í vélinni en tók samt um 90 mín kríu, þegar ég kom heim.

Það var virkilega gaman að fara með Kristó þó það væri bara ein nótt og einn dagur og gaman að sjá hversu öruggur og fumlaus hann er í starfinu.

Sjá myndir úr ferðinni hérna:

You may also like

Leave a Comment