Við Óli erum búin að vera mjög spennt að komast í útilegu og sofa í topptjaldinu okkar. Skelltum okkur núna um helgina, vestur á Snæfellsnes og tjölduðum á bílastæðinu við sumarbústaðinn hjá Tóta og Millu. Dóra og Grétar og krakkarnir voru þar líka, gistu í tjaldvagninum sínum, svo úr varð yndisleg kvöldstund í bústaðnum. Frábært veður þegar við komum svo við borðuðum úti og svo var yndisleg spjallstund þar sem við Tóti æfðum okkur aðeins með DJI græjuna okkar 🙂
Takk elsku Milla og Tóti fyrir að bjóða okkur velkomin og takk öll fyrir yndislega kvöld – og morgunstund. Við rifum alla upp klukkan 08 á sunnudagsmorgninum, því við héldum svo beint á Snæfellsjökul í fjallaskíðaferð.
En við sváfum vel í topptjaldinu, það var mun hlýrra en ég átti von á. Hefði alveg mátt fara úr ullarfötunum ha ha ha 🙂