Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

      apríl 25, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D5

      ágúst 1, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

      Keppnissaga

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

      Keppnissaga

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Keppnissaga

      Berlínarmaraþon 2022

      september 26, 2022

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

      apríl 25, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D5

      ágúst 1, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

      Keppnissaga

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

      Keppnissaga

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Keppnissaga

      Berlínarmaraþon 2022

      september 26, 2022

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Category:

Hjól

Daglegt lífHjól

Dagur 6: Nýidalur – Versalir (Sprengisandsleið)

by Halldóra júlí 31, 2020

PLANIÐ: 56 km, hækkun +370 m, lækkun -568 m
RAUN: 56 km og 653 m hækkun.

Veðurspáin „gul viðvörun“ gekk eftir. Fór í nótt á klósettið bara rétt rúmlega eitt og þá var frábært veður, falleg kvöldsólin og þó nokkuð myrkur. Hins vegar vaknaði ég oft við brjálað veður síðar um nóttina, mikið rok og rigning, kviður yfir 20 m.á sek.

Tommi var sá eini sem tjaldaði í Nýjadal í gærkvöldi, en um klukkan fimm í morgun flúði hann inn, þar sem súlurnar voru orðnar beyglaðar í tjaldinu og svefnpokinn og allt orðið gegnblautt. Þurfti svo að fara aftur á klósettið í morgun og það var varla stætt að ganga þessa nokkra metra niður í klósetthúsið.

Ákveðið var að hópurinn yrði að bíða af sér versta veðrið, fyrst átti að bíða til klukkan 13:00 sem frestaðist svo til klukkan 14:00. Leifur hvatti alla foreldra til að fara með börnin í trússbílum í Versali, þar sem þetta veður bauð ekki upp á hjólaferð fyrir börn.

Margir tóku ákvörðun strax um að fá far með trússbílunum, en ég tók ákvörðun að ég ætlaði að reyna að bíða veðrið af mér með hópnum, þar sem ég ætlaði mér alltaf að hjóla alla leið, ég var persónulega alveg tilbúin að bíða fram á kvöld eða nótt, til að geta samt klárað að hjóla dagleiðina 🙂

Klukkan 14.00 er ákveðið að láta reyna á þetta. Gunni „bróðir“ aðaltrússarinn kom inn og sagðist eiga eitt sæti laust, fyrir hjólara og hjól í bílnum. Það var ennþá brjálað rok úti og rigning og mér leist eiginlega ekki á þetta, er með mjög létt hjól og hrædd um að fjúka bara á hjólinu. Leifur sagði svo við hópinn að það yrði ekki beðið eftir neinum, hópurinn færi af stað og sá sem yrði síðastur yrði að taka þetta sæti hjá Gunna. Ég bauð mig því bara strax fram og ákvað að taka sætið. Guðrún og Sigga Bryndís tóku svo líka ákvörðun um að fara í bíl og það voru tvö laus sæti hjá Sigrúnu hans Hilmars, nema taka þurfti dekkin af hjólinu hennar Guðrúnar og setja í kerruna.

Hjólararnir lögðu svo af stað, þurftu að reiða hjólin, upp fyrsta hlutann, þar sem rokið var svo mikið. Við lögðum svo af stað á bílunum, eftir um 3 km leið þá sáum við hvar Gísli og Leifur voru úti í kanti og biðu eftir okkur. Ég fékk strax í magann, hélt það væri eitthvað að, en NEI, þá voru skilaboðin þau að við ættum að koma út úr bílnum, því veðrið væri ekki eins slæmt. VIð fórum því öll út úr bílunum, Sigga Bryndís og Stefán sonur hennar, Guðrún, Ísabella og ég og ákváðum að hjóla með Leif og Gísla. Það gekk mjög vel, var mikill meðvindur sem hjálpað verulega upp brekkurnar og stundum var reyndar smá hliðarvindur.

Sprengisandur er eins og nafnið bendir til mikill sandur og eini gallinn við hann var að vegurinn er eins og þvottabretti og því erfitt að hjóla hann. Mikið álag fyrir axlir og hendur. Ég er mjög ánægð með fulldempaða TREK Superfly hjólið mitt. En þegar ég fer upp brekkur, sérstaklega í sandinum þá festi ég demparana svo það fari minni orka í dempunina og þægilegra að fara upp brekkurnar þannig. Því er líka frábært að geta fest demparana á ferð. Eina sem ég hefði viljað vera með á hjólinu var „Dropper-Seatpost“ þ.e. að geta hækkað og lækkað sætið á ferð. Var að spá í að kaupa svoleiðis fyrir ferðina, en fannst það ansi dýrt. Reyndar voru nokkrir í hópnum að lenda í vandræðum með drop-seatpostinn þar sem mikill sandur festist inná milli og þurftu þá að festa bara sætispóstinn.

Við hittum hópinn sem hafði lagt af stað á undan okkur fljótlega, þar sem þau voru í nestispásu. Við tókum stutta nestispásu með þeim og ég var aldrei síðustu þennan daginn:-) Hugsaði alltaf til þess að ég hefði þá fengið sætið ha ha ha 🙂 Fengum góðar móttökur í Versölum þegar við komum þangað. Signe, Halldóra, Guðrún og Arnar voru með kvöldmatinn, mjög góða kjötsúpu, rúgbrauð og annað brauð. Góðan brie ost í forrétt og súkkulagði og lakkrís í eftirrétt. Allt mjög gott.

Við sváfum öll í skálunum að Versölum, ég var í dömu-herberginu með Signe og Dóru nöfnu minni. Um kvöldið fór Sigrún með okkur í mjög skemmtilegan leik, þar sem við vorum látin svara spurningum með tannstöngul á milli tannanna í munninum, einn fulltrúi úr hverri fjölskyldu tók þetta. Virkilega skemmtilegur leikur. Alltaf gleði og gaman með Ísbjörnum á ferðalagi.

júlí 31, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjól

Dagur 5: Gæsavötn – Nýidalur

by Halldóra júlí 30, 2020

Planið: 38 km, hækkun +280 m, lækkun -393 m
RAUN: 38 km, 366 m hækkun

Skálinn í Gæsavötnum, er einstaklega fallegur og umhverfið þarna guðdómlegt. Vatnið við skálann heitir Gæsavötn og það voru margir sem tjölduðu þar, enda frábært veður. Ég ákvað að sofa sjálf inn í skálanum, í efri koju á móti Signe og svaf mjög vel.

Vekjaraklukkan var stillt klukkan 08:00 eins og venjulega, morgunmatur og svo brotfför klukkan 10.00. Það var ofboðslega gott og falleg veður þegar við vöknuðum og margir sem borðuðu morgunmatinn úti.

Leiðin frá Gæsavötnum í Nýjadal er mjög falleg. Örvar á afmæli i dag, en hann er 17 ára. Ég að sjálfsögðu söng fyrir hann afmælissönginn í morgunsárið.

Svo var hópsöngur sunginn fyrir hann í fyrsta stoppi. Þar komst ég að því að nestið mitt var orðið frekar mengað af bensíni, allt sem hafði verið opið í kæliboxinu og glæra boxinu hafði smitast af bensíni og bragðið var ekki gott, Gummi staðfesti það. Sólveig reddaði mér strax flatköku með osti og harðsoðnu eggi, sem þau höfðu soðið um morguninn. Allir Ísbirnir eru alltaf boðnir og búnir að aðstoða og ég fann það alla tímann, þar til Óli kom með meiri mat til mín á degi sjö.

Dagurinn var ekki langur í km, en hann var mjög krefjandi yfirferðar, það voru líka mörg vöð sem við þurftum að hjóla eða vaða yfir. Ég var mjög bólgin á vinstra fæti (ofan á ristinni) eftir gædaginn, þar sem ég hafði dottið þrisvar á vinstri hliðina í öllum sandinum. Meiddi mig ekkert við byltuna, en fann verulega fyrir á ristinni þarna um morguninn, svona eins og þegar maður misstígur sig. Tók bara bólgueyðandi töflu og ákvað að fara ekki í vetrar-hjólaskónum mínum með klítunum, heldur að fara bara í KEEEN sandölunum mínum. Þeir eru með lokaðri tá og bandi yfir hælinn svo þeir hentuðu mjög vel. Byrjaði að fara í sokkum í þeim, en endaði svo bara að hjóla eða ganga yfir allar árnar berfætt. Það var alls ekki kalt, en auðvitað mikill sandur sem fór ofan í skóna, en alls ekkert óþægilegt.

Svo var afmælisstopp fyrir Örvar afmælisbarn í Tómasarhaga. Þar bauð Sigrún upp á nýbakaða kökur sem hún hafði bakað í skálanum um morguninn. Hjónabandssæla með bláberjum og þeyttan rjóma og að sjálfsögðu var líka boðið uppá heitt kaffi. Lúxuskerra Sigrúnar, klikkaði ekki þennan daginn frekar en alla hina. En Sigrún er einstaklega umhyggjusöm kona og húnarnir (Ísbjarnarbörnin) spurði okkur hvort hún væri svona Yfir Ísbjörn 🙂

Rétt áður en maður kemur að skálnum í Nýjadal þá var nokkuð stórt vað, sem ég náði samt að hjóla yfir. Einhverjir fengu samt byltu og urðu gegnblautir.

Við vorum með næstum allan gamla skálann í Nýjadal, en það voru útlendingar sem voru með 6 pláss á efri hæðinni.

Við fórum flest í sturtu í Nýjadal sem var líka algjörlega frábært að komast í sturtu og hrein föt.

Gísli, Sigga Bryndís og Stefán voru með kvöldmatinn í Nýjadal, grillað Lasagne ásamt grilluðum ostastöngum sem var virkilega góður matur. Fyrsta skipti sem ég smakka grillað Lasagne og ég get algjörlega mælt með því 🙂

Tóti, Milla og Margrét bættust í hópinn og við hittum skíðavini okkar, Boggu, Jón Kr, Axel og Siggu líka fyrir utan skálana í Nýjadal, sem var skemmtileg tilviljun.

Sigga og Gísli stýrðu svo skemmtilegum leik um kvöldið, þar sem við fórum í stígvélakast. Tommi hans Óla, náði yfirburða árangri, en þetta var mjög skemmtileg keppni. Ég var í liði með Tóta, sem alltaf skemmtilegt, þar sem hann hefur mikið keppnisskap og við kepptum til úrslita. Kristinn var nú okkar besti liðsmaður, en Tommi tók þetta alla leið, svo við fengum silfrið 🙂 🙂

Það var virkilega fallegt kvöld í Nýjadal í kvöld og manni fannst ótrúlegt að spáin gæti gengið eftir, þ.e. gul viðvörun, um nóttina og daginn eftir, mikil rigning og rok.

júlí 30, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjól

Dagur 4: Dyngjufjalladalur- Gæsavötn

by Halldóra júlí 29, 2020

73 km, hækkun +806 m, lækkun -533 m
RAUN: 73 km og 911 m.hækkun

VIð pökkuðum tjöldunum og gengum frá í kerrurnar og lögðum af stað klukkan 10:00. Það var langur og krefjandi dagur framundan.

Það var áfram mjúkur sandur og svolítil hækkun í byrjun. Svo gekk mjög vel þar framundan. Eftir um 20 km þá fórum við yfir Urðarháls, sem er klárlega réttnefni, þar sem var bara urð og grjót. Svo kom mjög mjúkur sandur og ég datt þrisvar sinnum á vinstri hliðina, þar sem sandurinn var svo mjúkur og dekkin hjá mér mun mjórri en hjá öðrum. En ég var í pedalaskóm sem ég náði ekki að losa í tíma, þó ég hafi reynt að vera laus hægra megin, þá rann ég þannig að ég datt á hliðina alltaf vinstra megin, en sem betur fer mjúk lending í sandinum svo ég meiddi mig ekki neitt við bylturnar.

Eftir þennan erfiða kafla þá kom mjög grýttur kafli og eftir þessa erfiðu kafla var mjóbakið á mér orðið MJÖG SLÆMT, þannig að í hvert skipti sem ég stoppaði þá lagðist ég alveg útaf til að reyna að rétta úr bakinu.

Við fengum lúxus kaffi frá lúxuskerru Sigrúnar við skála þar sem margir komu aftur inní hópinn.

Á þessum tímapunkti vorum við búin með um 50 km af rúmlega 70. Svo kom mjög erfiður langur kafli, þar sem ég rétt náði að hanga í Guðrúnu og Ingu og ég fann að orkan var farin að þverra þegar við hjóluðum yfir síðasta hlutann af svona árfarvegi (eins og flæðurnar) á Gæsavatnaleið sem var mjög krefjandi leið að hjóla en ofboðslega falleg.

Það átti ekki að vera neitt vað, þennan daginn, en það var það mikið í ánum að við urðum að hjóla yfir, nokkrar djúpar sprænur. Á tíma var ég orðin það þreytt, að ég lét mig bara vaða, gangandi yfir ána og reiddi hjólið, því það tekur verulega í að reyna að hjóla í þessum mjúka moldar-drullu árfarvegi og ekki mikil orka eftir á tankinum. Hefði á þessum tímapunkti átt að taka inn orkugel. Borðaði bara nestið, smá súkkulaði og borðaði GU gúmmí, en reyndar fyllti alltaf brúsa af frábærum orkudrykk á hverjum morgni frá „UCAN“. Þegar horft er í baksýnisspegilinn hefði ég kannski átt að skipuleggja orkuinntöku dagsins betur, sérstaklega á svona löngum og/eða erfiðum dögum. Hefði t.d. átt að vera með duft í annan brúsa að UCAN orkunni, því hún er einstaklega góð.

Hilmar “tali-gæt” stoppaði okkur svo á hæsta punkti á hálendi Íslands 1100 metrum og við sungum og gerðum létt grín og nutum útsýnis yfir Tungnafellsjökul og Bárðarbungu.

Síðasti kaflinn var líka mjög krefjandi, það var mikil hækkun eftir og ég þurfti að nota hátalarinn og tónlistina til að koma mér bara alla leið í skálann, bakið var ekki gott, en mikið var gott að koma í skálann.

Þar var mjög gott veður, og margir sem gistu í tjaldi en samt margir inni, því þessi skáli er mjög notalegur, hlýr og heimilislegur.

Við Guðrún lentum í smá vandræðum með kæliboxin okkar, þar sem þær þoldu ekki hossinginn í kerrunni, svo rjómaosturinn hjá mér var komin út um allt box. Bryndís hjálpaði mér að fara út í vatn og þrífa kæliboxið.

Skálinn var eins og áður segir einstaklega flottur og við fengum ofboðslega gott, grillað lambalæri sem sem Þóra, Sigrún Hrönn og Sigrún Hallgríms sáu um. Það átti að bjóða uppá nýbakaða köku líka, en þar sem við komum svo seint, þá var ekki tími til þess og því var boðið uppá desertvín og súkkulaði sem var mjög gott.

Frábær en virkilega krefjandi leið og góður og fallegur dagur að kvöldi kominn.

júlí 29, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjól

Dagur 3: Mývatn – Dyngjufjalladalur

by Halldóra júlí 28, 2020

Plan: 70km, hækkun +628 m, lækkun -270 m
RAUN: 67 km og 582 m hækkun

Gistum öll á hótelinu á Mývatni. Svaf reyndar ekki mjög vel þó ég væri á hóteli 🙂 Var alltaf að fara eitthvað að stússast fyrir svefninn, hlaða USB kubba, símann, úrið og nudd-byssuna.

Morgunmaturinn var ágætur, eins og vanalega var ræsting klukkan 08:00 og brottför klukkan 10:00.

Fyrstu 6 km voru á malbiki og svo kom moldarstígur þar sem við lentum í mý-snjókomu sem var rosalegt. Frekar fyndið og eftirminnilegt atvik, því ég segi við Sigrúnu, nei það er farið að rigna, svo sagði ég nei það er farið að snjóa og eftir smá stund fattaði ég að snjókoman var í formi MÝ, frekar ógeðslegt. Hafði ekki rænu á að sækja flugna netið fyrr en í stoppi númer tvö, en það munaði miklu og ég hjólaði með flugnanetið allan daginn 🙂

Við stoppuðum reglulega á leiðinni. Fyrstu 35 km voru mjög þægilegir. Svo komum við að Svartárbotnum, þar stoppuðum við hjá skála, þar sem Sigrún og trússarar heltu uppá kaffi og buðu uppá nýbakað rúgbrauði frá Húsavík með reyktum silungi. Þetta var ofboðslega falleg leið, en svolítið krefjandi.

Eftir hvíldina tók við ennþá meira krefjandi grjót-kafli um 8 km. Það var enginn stígur, Leifur þurfti að nota vörður til að ákveða hvar á grjótinu við ættum að hjóla. Þetta var svona eftir á, mjög góð fjallahjólaæfing 🙂

Eftir þennan kafla áttu að vera bara léttir 18 km, en það var drjúg hækkun og mikill og þungur sandur að hjóla í. En líka fín æfing í að hjóla í sandi 🙂

Þetta var oboðslega fallegur dagur, þar sem við hjóluðum úr fallegum gróðri í vinina og vorum komin næstum upp að jökli, þar sem skálinn í Dyngjufjalldal er staðsettur.

Við tjölduðum öll og sváfum öll úti í tjaldi á sandinum, þó við ættum 12 pláss í skálanum, en það komu 4 Danir sem notuðu sín 4 pláss.

Það var mjög gott að ég ákvað að tjalda því, það höfðu því miður opnast fjórir bjórar og helst aðeins yfir tjaldið, dýnuna og tjaldstólinn minn, en náði að þurrka það með Pampers tuskunum og svo var svo gott og fallegt veður um kvöldið að tjaldið þurrkaðist vel.

Inga og Jói buðu uppá Pasta Bolognese sem þau elduðu í stóru eldhústjaldi. Við vorum búin að borða þegar Danirnir komu svo við buðum þeim uppá kvöldmat. Þau báðu okkur um vatn og við létum þau hafa 10 l belg og þau kláruðu allt vatnið sem við létum þau hafa, þ.e. í uppvaskið. En þau voru bara með þurrmat og ekkert vatn, og á þessum stað, þ.e. í Dyngjufjalladal, er engin vatns-uppspretta, svo það var enginn möguleiki að sækja sér vatn og þau gangandi, svo þau voru heppin að hitta á okkur.

Við höfðum nefnilega tekið auka vatn á alla okkar brúsa í kaffistoppinu því við vissum að það væri ekkert vatn þarna og meirihlutann af morgundeginum.

Rétt fyrir svefninn var svo mikið hópefli þar sem gert var grín að því hvernig ég tjaldað í tjaldinu mínu í sandinum, en það var fínt hópefli fyrir hina 🙂 🙂

Gallery not found.

júlí 28, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjól

Dagur 2: Þeistareykir-Mývatn

by Halldóra júlí 27, 2020

PLANIÐ: 42 km, hækkun +446 m, lækkun -522 m
RAUN: 61 km og 767 m hækkun.

Það var ræsing klukkan 08 og brottför klukkan 10. Ég svaf mjög vel í skálmum á Þeistareykjum, en ég svaf inni, þar sem það var nóg pláss og margir sem vildu frekar sofa úti í tjaldi. Það var ótrúlegur hávaði af virkjuninni, svo manni leið eins og maður væri staddur á flugvelli þegar maður fór út á klósettið eða kíkti út í tjöldin. Eins gott að vera með eyrnatappa ef maður ætlar að sofa í tjaldi við Þeistareyki.

Það var líka frekar kalt í morgunog mikill raki, þannig að tjöldin voru enn og aftur mjög blaut.

Ég fékk mér hafragraut (snilldargraut frá Costco, þar sem hver skammtur er sérpakkaður inn), með muslí, eplum og bláberjum og kaffi á fastandi maga, sem er nauðsynlegt eins og í hlaupunum til að reyna að klára númer 2 fyrir brottför 🙂

Við lögðum svo í hann klukkan rétt rúmlega 10. Við byrjuðum á þó nokkurri hækkun, og ég náði því miður ekki að hjóla upp alla brekkuna, en í gær hafði ég náð að hjóla upp allar brekkur, svo ég var frekar svekkt með það. Uppgötvaði síðar að ég var ekki á litla tannhjólinu að framan, svo það var góð ástæða fyrir því hversu erfitt þetta var 🙂 Svona er að vera ekki vaknaður ha ha ha.

Við hjóluðum að Litla Víti og gengum svo saman að Stóra Víti. En Stóra–Víti er gríðarstór sprengigígur um 300 m í þvermál. Gígurinn myndaðist við mikla gossprengingu við upphaf Mývatnselda árið 1724. Leifur leiðsögumaður er mjög duglegur að leiðsegja og deila með okkur fróðleik um náttúruna. Því miður var samt mikil þoka, svo við sáum ekki almennilega niður í gígana.

Stígurinn framan af var mjög góður, en svo tók við mjög erfiður og grýttur stígur eiginlega . Síðan hjóluðum við yfir hraun, sem myndaðist í Kröflu gosi árið 1984. Jónsi storkaði aðeins örlögunum með því að segja að það kæmi nú á óvart ef við kæmumst öll í gegnum þennan grýtt kafla án þess að það myndi springa, þá lenti Bryndís hans Jónsa því miður í því að sprengja hjá sér, en það var bara mjög hraður skiptitími eins og í F1 og ný slanga komin undir hjólið.

Við að sjálfsögðu fundum skjólsælan stað til að fá okkur nesti og svo aftur kaffi, en framan af var kalt, (samt alls ekki svo kalt þegar maður hjólar) frekar hitt, en góða við norðanáttina á þessari leið er að hún er í bakið. Svo fór sólin að skína og það er ekki hægt að kvarta yfir því 🙂

Eftir hraun kaflann, tók við nokkuð mjúkur moldarstígur en mjög ójafn og á þeim kafla urðu fjórar byltur, en sem betur fer enginn sem slasaðist alvarlega.

Við stoppuðum svo á veitingastað á Mývatni þar sem menn fengu sér að borða og bjór eða kaffi. Fékk mér flatkökur með hangikjöti og kaffi. Hjóluðum svo á Hótel Laxá þar sem við gistum, en það voru 18 km á malbikinu.

Hjóluðum því samtals 61,5 km með 867 metra hækkun.

Eftir að hafa skilað okkur á hótelið, þá skelltum við okkur í Jarðböðin á Mývatni og kíktum svo í Lopapeysubúðina Dyngjuna, þar sem við styrktum heimamenn.

Borðuðum svo þríréttaðan kvöldmat á Hótel Laxá, og svo vorum við bara komin inná herbergi klukkan 22:30.

Frábær dagur að kveldi kominn.

júlí 27, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjól

Dagur 1: Öxarfjörður – Þeistareykir

by Halldóra júlí 26, 2020

Plan: 32 km, hækkun +354 m, lækkun -24 m
RAUN: 47 km og 604 m hækkun

Þar sem við Óli gistum hjá Kristjönu og Atla að Sigurðarstöðum á Melrakkarsléttu þá hittum við ekki Ísbjarnarhópinn fyrr en í morgun klukkan 09:45 að Mánárbakka. Það rigndi mikið síðustu nótt, svo þau urðu að pakka tjöldunum blautum. En þau borðuðu víst frábæran grillaðan silung, a´la Hrönn g Jón Örvar í gærkvöldi. Skipulagið hjá skipuleggjendum (google excel skjalið) var algjör snilld, frá A-Ö. Til að mynda þá fékk hver fjölskylda (aðili) úthlutað einu kvöldi, þ.e. að sjá um kvöldmat eitt kvöld fyrir allan A hópinn, þ.e. þá sem voru með í ferðinni alla leiðina, en það voru 35 manns. Svo sá hver bara um sinni morgunmat og nesti yfir daginn.

En það var einstaklega gaman að hitta hópinn að Mánárbakka. Við Óli komum dótinu mínu (tjald, dýna og svefnpoki, NF Duffelbag, kælibox og matarkassi fyrir í kerrunni hjá Sigrúnu og Hilmari.

Þar sem markmiðið var að hjóla frá strönd til strandar, þá þurftum við að byrja við ströndina, þ.e. um 16 km frá Mánarbakka, þ.e. austar. Það voru langflestir sem hjóluðu frá Mánárbakka að byrjunarstaðnum, allt á malbiki.

Sem sagt formlegur byrjunarstaður var við ströndina þar sem við dýfðum afturhjólunum á hjólunum í sjóinn, þ.e. Við Öxarfjörð, sem var skrítin tilfinning, vitandi það að framundan voru 9 krefjandi dagar á fjallahjólum yfir hálendi Íslands. Sumir ætluðu að skiptast á að hjóla og keyra en það var 13 manna hópur sem stefndi á að hjóla alla leið, um 560 km með rúmlega 6.000 metra hækkun.

Hjólaleið dagsins var einstaklega, þ.e. frá Tjörnesi að Þeistareykjum, undirlagið var að mestu á mjúkum, moldarstíg í gegnum grófið og fallegt undirlendi.

Fyrstu metrarnir voru á malbiki eftir að vera búin að dýfa afturdekkinu í sjóinn á norðurströnd Íslands.

Að sjálfsögðu var matarstopp og eitt kaffistopp á leiðinni. Í stoppum er mikilvægt að vera með hlýja úlpu í bakpokanum sem maður fer strax í, því ef maður er sveittur og stoppar þá er maður fljótur að kólna. Ég var alltaf með frábæra 66 norður prímaloft-úlpu/jakka sem fer lítið fyrir í hjólabakpokanum en er mjög hlý og þægileg að skella sér í. Var líka alltaf með sessu sem ég settist á, sem er líka betra, en að setjast á blauta og kalda jörðina.

Þessi dagur var einstaklega fallegur og veðrið var mun betra en við áttum von á. Ég lagði af stað í tveim peysum og regnjakka, en þurfti fljótlega að fara úr annarri peysunni og svo úr jakkanum líka. En hjólaði í þægilegu “brynjunni” sem ég fékk í afmælisgjöf, sem er algjör snilld. Öryggið í fyrirrúmi, þar sem mig langaði ekki að slasa mig aftur á hjóli.

Skálinn að Þeistareykjum er mjög flottur, en við vorum með allan skálann, sem er upphitaður og með alvöru klósetti.

Guðrún og Elli sú um kvöldmatinn, en þau grilluðu lambalærisneiðar og voru með mjög gott meðlæti. Algjör veislumáltíð. Þar sem það var nóg pláss í skálanum, þá kom ég mér bara fyrir í efri koju, sem var reyndar það mjó að ég var smá stressuð að ég mynd detta fram af, en gat sett svona barnaspítu fyrir 🙂

júlí 26, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
HjólKeppnissaga

Laugavegshlaupið 2020

by Halldóra júlí 18, 2020

Það var mjög kalt þegar ég vaknaði í FÍ skálanum í Landmannalaugum, fór út á salernið og svo að undirbúa kaffi, morgunmat og græja keppnisdótið. Það voru rétt rúmar 2 klst í fyrstu ræsingu klukkan 09:00, en ræst var út í fjórum hópum (gulur, rauður, grænn og blár). Fékk mér kaffi á fastandi maga og hafragraut, með bláberjum, musli og skar niður epli. Fékk mér svo einn banana rétt fyrir hlaup.

Ásta var svo yndisleg að flétta tvær fastafléttur í hárið sem dugðu alla helgina 🙂 Eftir að vera búin að græja mig og fara tvisvar á klósettið, þá fór ég með NorthFace duffel töskuna í rútuna. Þar hitti ég Helgu og við fórum (sem átti að vera síðasta klósettferðin) úti í náttúruna LOL 🙂 Fór svo aftur inní skála að sækja vestið mitt og tók svo þá ákvörðun að fara í fjórða skiptið á klósettið ha ha ha hvaða rugl er þetta með klósettferðir fyrir hlaup. En það gerði það að verkum að ég missti af hópmyndatökunni með Náttúruhlaupurunum 🙂

Gulir voru ræstir klukkan 09:00 á slaginu. Ákvað að vera frekar framarlega í rauða hópnum, þar sem ég hafði verið ALVEG AFTAST í gula í fyrra, og var ansi lengi að komast yfir fyrstu brúna. En ég hafði samt beðið um og reynt að fá mig færða yfir í græna hópinn, því ég vissi að ég yrði ekki á rauðum tíma, heldur frekar á grænum, eftir Hornstrandaferðina, en það gekk ekki, svo ég bara ákvað að fara með rauða hópnum. Ákvað bara að brosa og hvetja alla sem tóku fram úr mér. Það þarf líka að kunna að taka því og æfa það, því maður er ekki alltaf í besta formi lífs síns, þó ég hafi verið í góðu formi í fyrra, þá er þetta ekki alveg búið að vera árið mitt, enda ætlaði ég bara að taka því rólega.

Fór því af stað með þrjú markmið. Númer 1 að hafa gaman alla leið. Númer 2 að klára. Númer 3 að samfagna með öllum Náttúruhlaupavinum mínum sem voru að hlaupa og að sjálfsögðu að koma brosandi í mark. Ég vissi að ég átti ekki inni fyrir PB, enda mjög sátt við PB sem ég náði í fyrra, en ég var að hlaupa Laugavegshlaupið núna í fimmta skiptið.

LANDMANNALAUGAR
Eins og ég sagði var mjög kalt í ræsingunni, enda var spáð miklu roki og kulda, hér að neðan var þriðja og nýjasta spáin, sem var mun skárri heldur en þessi fyrsta, þar sem vindur var ekki eins mikill, en við erum samt að tala um 15 m/s. Því var aðalhöfuðverkurinn hversu mikið klæddur maður á að fara upp fyrstu brekkuna og hversu mikið af aukafatnaði maður á að bera með sér. En þar sem ég er vel upp alinn skáti, þá fór ég vel klædd af stað og með mikið af aukafatnaði og auka gelum og orku með mér. Mín hugsun er sú að ef ég lendi í einhverju, t.d. misstíg mig eða slasa mig alvarlega, þá getur liðið langur tími í aðstoð og þá dugar einn álpoki ekki mikið, þá er betra að vera með nóg af búnaði.

HRAFNTINNUSKER
Þar sem „skátinn“ var með nóg af vatni og orku á sér, þá var ekkert stoppað í Hrafntinnuskeri. Það var mjög gaman að fá hvatningu frá Ástu og Viggó, sem höfðu gengið þarna upp til að hvetja okkur. Það var mjög kalt þarna, þar sem það blés vel, svo ég vissi að þau gátu ekki einu sinni tekið myndir, þar sem kuldinn var það mikill.

Það var mjög mikill snjór í ár á bæði kaflanum fyrir Hrafntinnusker sem og kaflanum eftir og að Álftavatni. En snjórinn var mjög þéttur og þægilegur, en ég hugsaði til góðu æfingarinnar á Rauðasandi þegar ég hljóp berfætt í sandinum en núna var ég í skóm og með stafi sem hjálpuðu mikið.

Þó ég hafði farið fjórum sinnum á klósettið fyrir ræsingu, þá var mér orðið mjög mikið mál, og rétt áður en ég hljóp yfir fyrsta vaðið, sem var rétt eftir Jökultungurnar þá bara fór ég aðeins út af stígnum og lét vaða. Það var gaman að hitta Gísla fjármálastjóra RE í Jökultungunum, en hann var að stefna á sub 7, svo eftir Jökultungurnar stakk hann mig bara af 🙂

ÁLFTAVATN 02:53:45 (út skv. flögutíma)
þegar ég kom að Álftavatni, var mér orðið mjög hlýtt, svo ég ákvað að fara úr annarri peysunni. Til þess þurfti ég að taka af mér bakpokann. Ákvað því að finna asmapústið mitt, en fann það ekki í bakpokanum, svo ég hlaut að hafa gleymt því. Bætti á annan vatnsbrúsann og setti orku í hann fékk meir einn banana og hélt af stað. Fannst ég samt stoppa mjög lengi þarna.

Eftir Álftavatn er annað vað, og svo smá brekka áður en maður kemur að skálanum við Hvanngil. Svo er farið yfir Bláfjallakvíslina. Það var ekki mjög mikið í henni m.v. hvað maður átti von á, en það er alltaf gott að kæla fæturna þegar maður fer yfir ánna. Ég var með tösku í „drop-poka“ við Bláfjallakvísl, en þar sem ég vissi að þar var ekki asmapúst, bara aukafatnaður, samloka, epli, sódavatn og RedBull, ákvað ég bara að vera ekki að stoppa þar, heldur halda bara áfram, það var líka alltaf planið, átti bara að vera neyðarbúnaður.

Kosturinn við að hlaupa svona hlaup án þess að spá í tímann, er að allt er miklu auðveldara. Mér fannst sandarnir eftir Bláfjallakvísl miklu styttri en þeir eru vanalega sem og síðasti kaflinn að Emstrum. Vegalengdin var auðveldari og allt bara miklu auðveldara. Mæli með því að hlaupa bara eftir tilfinningu, en ekki eftir einhverri pressu.

EMSTRUR 05:00:04 flögutími
Það er alltaf góð tilfinning að koma í Emstrur. Það er alltaf einstök stemning og gleði þar. Þar hitti ég Kjartan í ÍBR, sem gaf mér high-five og þar er bara svo frábært fólk að aðstoða og hvetja. Ég fyllti aftur á annan brúsann af vatni og bættu orku út í, fékk mér bara einn bananabita og hélt svo áfram.

Ég fór á SnapChat og Instagram Story eftir Bláfjallakvísl til að láta vita af mér og heyrði aðeins í Óla, því ég náði ekkert að tala við hann um morguninn áður en ég lagði af stað. Ætlaði svo að fara á Facebook Live í Emstrum, en þar var ekkert samband. Gilið eftir Emstrur er svo ofboðslega fallegt, ég stoppaði þar til að taka myndir en komst ekki á netið. Komst svo síðar á netið og setti inn skilaboð til vina minna. Þá hafði Ingveldur tekið fram úr mér, en hún var ræst út 25 mínútum á eftir mér. Hún var í fantaformi og leið vel og reyndi að draga mig með sér, en ég var bara ekki með hraðagírinn uppsettann og skipaði henni að fara á undan mér þar sem hún var í góðu formi og átti möguleika á að ná góðum tíma, vel undir 7 klst.

Á þessum tíma var ég samt einstaklega þakklát. Ég var svo þakklát fyrir að vera þarna, því rétt fyrir hlaupið, var ég á báðum áttum hvort ég ætti að fara. Eftir Hornstrandaferðina, haltraði ég alla vikuna, með mikinn verk í mjöðminni þegar ég gekk, svo vinnufélagar mínir voru ekki á því að ég væri að fara. En verkurinn var ekki eins mikill þegar ég hljóp, svo ég gerði grín að ég yrði bara að hlaupa alla leið, mætti ekki ganga 🙂 Því var ég full þakklætis. Ég er líka búin að vera mjög orkulaus allt þetta ár, eftir mjög ýkt og krefjandi ár 2019. Hef líka oft sagt það og segi því enn og aftur, það er ekki sjálfsagt að komast að ráslínu og það er ekki sjálfsagt að klára, því allt getur komið uppá. Það sem ég get haft áhrif á, er mitt eigið hugarfar og passað mig að vera skynsöm. Ég var farin að finna að það styttist í að ég myndi krampa, þá var líka mikilvægt að vera skynsöm og hægja frekar á mér, heldur en að lenda í vondum krömpum og þurfa þá að stoppa alveg. Ultrahlaup ganga út í það að vera skynsamur, því vegalengdin er löng bæði í kílómetrum og klukkustundum, það þekki ég af eigin reynslu eins og eftir 100 mílna hlaupin mín í Reúnion og Grenoble.

ÞÓRSMÖRK lokatími 07:21:09
Það var orðið mjög hlýtt þegar ég kom að Kápunni og þó eru innan við 5 km eftir. Þá var samt nauðsynlegt að taka inn síðasta gelið til að vera tilbúin upp Kápuna og allar litlu brekkurnar í Þórsmörkinni sjálfri. Eftir að hafa farið yfir síðasta vaðið, þ.e. Þröngá, var drykkjarstöð sem bauð uppá RedBull, en ég fattaði það ekki fyrr en ég var komin fram hjá 🙂 Ákvað að halda bara áfram. Það var gaman að hitta fullt af vinum á leiðinni og fá hvatningu, það er svo yndislegt.

Þegar komið er að síðustu beygjunni að markinu þá er mikið af fólki að hvetja. Ég þakkaði fyrir og hvatt alla til að hvetja okkur ennþá meira áfram og tók svo að sjálfsögðu „Haddýjar“ hoppið þegar ég kom í mark. Tók stóran séns þar sem ég var orðin ansi tæp í krömpum, en þar sem ég var komin í mark þá skipti það ekki neinu máli.

LOKATÍMI 7 klst 21 mín og 09 sek. sem er minn þriðji besti tími frá upphafi. Var í 15 sæti í aldursflokki. Er mjög ánægð með það, þar sem markmiðið var að spá ekkert í tímann og vera helst undir 8 klst og að hafa gaman, sem ég og gerði ALLA leið.

HAMINGJUÓSKIR OG ÞAKKIR:
Óska öllum hlaupfélögum mínum í Laugavegshópi Náttúruhlaupa innilega til hamingju með árangurinn. Margir voru að hlaupa Laugavegshlaupið í fyrsta skipti sem er mögnuð tilfinning. Einnig voru margir að ná að bæta tíma sinn (PB) í Laugavegshlaupinu og óska ég þeim líka innilega til hamingju. Það var frábær hópur sem tók þátt í námskeiðinu sem Elísabet Margeirsdóttir leiddi af mikilli snilld. Við Helga María aðstoðuðu hana í því verkefni sem var virkilega skemmtilegt og gefandi. Takk öll fyrir frábærar samverustundir á æfingatímabilinu öllu.

15257Halldóra Gyða Matthíasd Proppé1969Náttúruhlaup02:53:45 (Álftavatn)
03:35:29 (Bláfjallakvísl)
05:00:04 (Emstrur)
07:21:09+01:13:5807:21:07
15 sæti kvk af 35 (38 skráðar). 86 sæti af 175 (186 skráðar) konum overall.

TíMARNIR MÍNIR Í LAUGAVEGSHLAUPINU FRÁ 2011

201107:37: 444
201708:10:115
201807:01:122
201906:59:471
1202007:21:093
júlí 18, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjólKeppnissaga

KIA Silfurhringur 2020

by Halldóra júlí 11, 2020

Tók þátt í KIA Silfurhringnum í fyrsta skipti frá því ég datt og slasaði mig í KIA gullhringnum 2013.
Það var því smá hrollur sem fór um mig í ræsingunni og ég ákvað að halda mér frekar aftarlega og hjóla þetta bara þægilega þar sem þetta er þraut númer 2 af 4 þrautum í Víkingaröðinni.

Það kom því skemmtilega á óvart að ná 1 sæti í aldursflokki og 10 sæti overall kvk af 89 sem tóku þátt.

Allt skipulag og utanumhald var til mikillar fyrirmyndar og mjög gaman að taka þátt.

júlí 11, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjól

Með þríþrautar Blikum að Gljúfrasteini

by Halldóra maí 24, 2020

Veðrið er alltaf betra þegar maður er kominn út, er orðatiltæki sem ég nota oft, en eru orð að sönnu. Mér leist ekki á blikuna þegar ég vaknaði í morgun að fara með hóp út að hjóla í hávaðaroki og rigningu. En ég klæddi mig bara vel og fór í góðan regnjakka og skíða-ullarsokka og tvöfalda vetrarvettlinga. Fór reyndar á bílnum upp í Kópavogslaug þar sem við hittumst þar sem ég átti ekki von á að það myndu mæta margir.

En við vorum átta hjólreiðamenn sem hjóluðu að Gljúfrasteini í dag. Það var mjög gaman. Siggi og Stefán leiddu hópinn, svo maður var heppinn að þurfa ekki að skiptast á að leiða hópinn í þessum ofboðslega vindi.

Fyrsta stopp var á Gljúfrasteini eftir um 25 km og svo stoppuðum við í Krónunni í Mosó á leiðinni í bæinn, þar sem Viðar Bragi hafði misst skrúfu úr afturskiptinum, sem hann fann ekki og þurfti því að láta sækja sig.

Frábær dagur. Ég spjallaði mikið við Þorstein sem er allt af svo jákvæður og kureis, hann heilsar öllum með því að segja góðan daginn, sem er frábær venja og allir hjólreiðamenn ættu að taka upp. Takk kæru félagar fyrir frábæran hjólatúr.

maí 24, 2020 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífHjól

Afmælishjól 20.júní 2019 – Relive

by Halldóra júní 20, 2019

Relive ‘Afmælishjól 20.06.2019’

júní 20, 2019 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4

Nýlegar færslur

  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025
  • Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025
  • Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

Nýlegar athugasemdir

  • Björk Ólafsdóttir um Vasavikan 2024
  • Sif Helgad. um Langjökull þveraður 17.júní 2020
  • Helga Bryndís um New York City maraþon 2023
  • Ingvar Þóroddsson um Free to Run Ambassador í New York maraþoninu 2023

Færslusafn

  • apríl 2025
  • júlí 2024
  • maí 2024
  • apríl 2024
  • mars 2024
  • nóvember 2023
  • október 2023
  • september 2023
  • ágúst 2023
  • júlí 2023
  • apríl 2023
  • janúar 2023
  • desember 2022
  • nóvember 2022
  • september 2022
  • ágúst 2022
  • júlí 2022
  • júní 2022
  • maí 2022
  • apríl 2022
  • mars 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • desember 2021
  • október 2021
  • september 2021
  • ágúst 2021
  • júlí 2021
  • maí 2021
  • apríl 2021
  • mars 2021
  • febrúar 2021
  • janúar 2021
  • nóvember 2020
  • október 2020
  • september 2020
  • ágúst 2020
  • júlí 2020
  • júní 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • mars 2020
  • janúar 2020
  • desember 2019
  • nóvember 2019
  • október 2019
  • september 2019
  • ágúst 2019
  • júlí 2019
  • júní 2019
  • maí 2019
  • apríl 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • janúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • október 2018
  • september 2018
  • ágúst 2018
  • júlí 2018
  • júní 2018
  • maí 2018
  • apríl 2018
  • janúar 2018
  • janúar 2017
  • september 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • júní 2016
  • mars 2016
  • nóvember 2015
  • ágúst 2015
  • júní 2015
  • febrúar 2015
  • nóvember 2014
  • ágúst 2014
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013

Flokkar

  • Daglegt líf
  • Fjallahlaup
  • Fjallaskíði
  • Fjallgöngur
  • Gönguskíði
  • Hjól
  • Hlaup
  • Ísklifur
  • Kajak
  • Keppnis
  • Keppnissaga
  • Sjósund
  • Skíði
  • Sund
  • Veiðar
  • Þríþraut

Um mig

Um mig

Halldóra Gyða

Halldóra hefur mjög gaman af því að fara út að leika. Markmiðið hjá henni er að njóta lífsins hvern einasta dag, brosa, hafa gaman og hún er þakklát fyrir góða heilsu.

Verum í sambandi

Facebook Twitter Instagram Pinterest Tumblr Youtube Bloglovin Snapchat

Nýlegar færslur

  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

    apríl 29, 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

    apríl 28, 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

    apríl 27, 2025
  • Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

    apríl 26, 2025
  • Grænland D2 föstudagur 25. apríl 2025

    apríl 25, 2025

Um mig

banner
Halldóra Gyða elskar að vera úti að leika. Hér er hún í Dólómítunum í Lavaredo fjallahlaupinu 2016.

Vinsæl innlegg

  • 1

    Eco Trail Reykjavík – 22 km

    júlí 6, 2018
  • 2

    Ironman Texas 2018

    apríl 28, 2018
  • 3

    Buthan – dagur 1 – hæðaraðlögun og skoðunarferð

    maí 26, 2018

Síðustu æfingar

  • Styrkur á rass, hamstring - D2
    On maí 14, 2025 7:27 f.h. during 00:17:50 hours burning 58 calories.
  • Leiðin að bata - styrkur á tognaðan rassvöðva d1
    On maí 13, 2025 7:36 f.h. during 00:16:35 hours burning 58 calories.
  • Gengið rólega um Köben - menningarganga
    On maí 12, 2025 10:25 f.h. went 11,20 km during 02:50:15 hours climbing 80,00 meters burning 1.136 calories.
  • Morning Walk
    On maí 11, 2025 10:48 f.h. went 12,55 km during 02:45:34 hours climbing 48,00 meters burning 1.180 calories.
  • CPH maraþon - fyrsta DNF í maraþoni og í fyrsta skipti sem ég ákveð að DNFa fyrir ræsingu - langaði bara að byrja en er með tognaðan rassvöðva - því er maraþon ekki mögulegt ;-)
    On maí 11, 2025 10:04 f.h. went 6,23 km during 00:37:35 hours climbing 14,00 meters burning 411 calories.
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • Linkedin
  • Snapchat
  • Vimeo

@2017 - PenciDesign. All Right Reserved. Designed and Developed by PenciDesign


Back To Top