Flugum út í gegnum London með British Airways alla leið til Deli. Þaðan flugum við áfram til Paro í Bhutan með Dragon Air. Ferðalagið tók um 24 klst í heild sinni en við lentum í Buthan um klukkan 15:00 á staðartíma (þeir eru 6 klst á undan okkur), þannig að við vorum að lenda klukkan 9 á íslenskum tíma um sólarhring eftir að ferðalagið okkar hófst á Íslandi.
Það voru flottar móttökur sem við fengum á flugvellinum. Manni leið eins og maður væri komin til Egilsstaða. Þeir vildu henda okkur beint í rútu þegar við Guðmundur Smári komum, en við vildum að sjálfsögðu bíða eftir restinni af hópnum sem flaug í gegnum Bangkok.