#7 Laugardagur 21.08.2021

by Halldóra

Vöknuðum klukkan 07:20 í Rifugio Jean Barmasse skálanum, en sumir höfðu sofið mun minna en aðrir. En það var alls ekki loftlaust eða heitt, frekar kalt að mínu mati þar sem við vorum með galopnan gluggann, en salernisferðir skálafélaga voru aðeins að trufla suma ferðlanga sem sváfu við hliðina á klósettinu 🙁 Svaf í nýja létta svefnpokanum mínum í silkipoka innanundir, en undir morgun sótti ég einhverja ábreiðu sem fylgdi rúminu, en annars var bara nokkuð heitt og pokinn þægilegur.

Fengum ágætis kaffi og Croisant í morgunmat og kornflex og svo keyptum við dagsnesti með okkur sem var vel útilátið, 2 samlokur, epli og súkkulaðikex á mann.

SVEIGJANLEIKI ER MIKILL KOSTUR og við ákváðum eftir nóttina að sleppa fjallaskálanum sem við eigum í Rifugio Lo Magia og bóka frekar hótel í bænum til að fá almennilegan svefn.

Breyttum því dagleiðinni og fórum í staðinn áleiðs uppí skarðið sem er gamla TOR leiðin og ætluðum þaðan beint niður í bæ, en það gekk ekki alveg nógu vel, þar sem sú leið var merkt með DANGER, merki svo við enduðum á að fara til baka upp í Rifugio Jean Barmasse skálann.

Þar fengum við okkur fanta, coke og kaffi og smá sólbað sem var yndislegt, áður en við fórum aftur niður í bæ.

Fórum svo á HAPPY HOUR á BAR BERTHOD í bænum Valtournenze, þar sem er brjáluð stemmning og enduðum á mjög góðum pizzastað í bænum, þar sem borðin voru uppi á bílastæðahúsinu, eiginlega á bílastæði, sem var frekar fyndið, en pizzurnar voru mjög góðar.

Í dag var lengsti göngudagur ferðarinnar í kíómetrum og uppi í hæð allan tímann, en ég fór 23 km og um 800 metra hækkun (sem er alls ekki mikil hækkun hér í Ölpunum), en úrin hjá Iðunni og Stefáni sýndu 24-25 km.

Það er næsti slagur LOL LOL þ.e. að fá úrið mitt til að sýna rétta vegalengd, er alltaf með miklu færri km en þau, þó við séum öll búin að Calibera úrin og ég gerði það aftur í morgun og förum öll sömu leið 🙂

Gistum svo í þorpi em heitir Breuil Cervinia sem er meiriháttar flottur skíðabær, innst í dalnum.

You may also like