#6 Föstudagur 20.08.2021

by Halldóra

Við gistum í bænum Champoluc á mjög fínu hóteli og sváfum mjög vel. Tókum svo daginn snemma fengum frábæran morgunmat klukkan 08:00 og vorum lögð af stað frá hótelinu klukkan 09:00.

Gengum upp í Rifugio Grand Tournalin skálann í 2.600 metra hæð, þar sem við fengum okkur kaffi og fanta og kók. Þar fór Stefán Bragi niður til að koma með bílinn yfir í næsta dal. En við Iðunn gengum áfram uppí skarðið Col de Nannaz 2.773 m. hæð og þaðan niður 1.300 metra lækkun til Valtornence life base. Hittum þar mikið af dýrum og mönnum á leiðinni.

Við hittum Stefán við íþróttahöllina í Valtornence og skruppum aðeins í túrista-búðir og fengum okkur að borða. Við biðum eftir að hitastigið lækkaði, sem var 28°, þ.e. að sólin færi bak við fjöllin. Lögðum því af stað aftur um 17:30 upp til Rifugio Jean Barmasse um 700 metra hækkun en þar er fjallaskáli og náttstaður okkar.

Ferðin gekk mjög vel, fórum fram hjá stórri vatnsafslvirkjun og stíflu við vatnið Lagodí Cignana.

Í fjallaskálanum fengum 3við ja rétta kvöldmat, veislu, en við héldum við værum bara að fá súpu eða pasta, því við gátum valið á mili, en það var bara forrétturinn, svo kom svínasteik og ferskjur með rjóma í desert.

Það var ekkert síma eða 3G samband á staðnum. En verð að gefa VODAFONE hrós dagsins, þar sem eftir nokkuð mörg símtöl, þá hringdi tæknimaður í mig í dag og reddaði algjörlega málunum, svo nú er ég orðin 3G og 4G tengd á Ítalíu í fjöllunum.

You may also like