Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Morgunblaðið um Grænlandsferðina

      maí 14, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D5

      ágúst 1, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

      Keppnissaga

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
  • Heim
  • Daglegt líf
    • Daglegt líf

      Morgunblaðið um Grænlandsferðina

      maí 14, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

      apríl 29, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

      apríl 28, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Daglegt líf

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

  • Fjallahlaup
    • Fjallahlaup

      ITRA HLAUP FRÁ 2011-2024

      júlí 31, 2024

      Fjallahlaup

      TMR D8 Ferðadagur

      ágúst 4, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D7

      ágúst 3, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D6

      ágúst 2, 2023

      Fjallahlaup

      TMR D5

      ágúst 1, 2023

  • Keppnissaga
    • Keppnissaga

      Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

      apríl 27, 2025

      Keppnissaga

      Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

      apríl 26, 2025

      Keppnissaga

      Íþróttaferilskrá eftir árum frá 2011

      júlí 31, 2024

      Keppnissaga

      Vasavikan 2024

      mars 6, 2024

      Keppnissaga

      New York City maraþon 2023

      nóvember 5, 2023

  • Þríþraut
    • Þríþraut

      Ironman Italy 2023 16.09.2023

      október 16, 2023

      Þríþraut

      Kópavogsþrautin 2021 (keppnissaga)

      maí 9, 2021

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut Relive

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      Bláfjallaþríþraut 2020

      maí 10, 2020

      Þríþraut

      50 ÁRA AFMÆLISÁRIÐ 2019

      desember 31, 2019

Monthly Archives

september 2021

Daglegt lífFjallahlaup

Dagurinn fyrir hlaup #TOR2021

by Halldóra september 11, 2021

Svaf ótrúlega vel síðustu nótt, vaknaði um 8 leytið og píndi mig til að sofa til 9. Fór svo í morgunmat. Var ég búin að segja ykkur frá því hversu frábær hóteleigendurnir eru. Dóttir þeirra er einmitt stödd á Íslandi núna og hann ætlar að koma til Íslands næsta sumar. Þau eru bæði yndisleg, alltaf boðin og búin til að sjóða handa mér vatn sem ég hef notað í kaffi og magnesíum kvöldbollann minn. Í morgunmatnum sagðist hann svo ætla að vera með partý þegar ég kæmi í mark og hann er bara algjörlega einstakur, bað líka um að fá að taka mynd af mér á morgun þegar ég er tilbúin að legga af stað.

Eftir morgunmat fór ég að græja mig og gera, hlaða niður kortunum í símann og fattaði þá að ég er ekki með inná þessum kortun, allt það sem Stefán var búin að skrifa inn, eins og hæðarupplýsingar og tímamörk, svo ég sendi á Stefán og hann er búin að senda á mig myndir af öllum kortunum, sem ég er búin að hlaða niður í símann minn.

Ákvað svo að fara nokkuð snemma, 3ja daginn í röð, í sporhöllina til að sækja töskuna gulu, sem ég fæ og er keyrð á milli „LIVE-BASE“ stöðva, þ.e. á 50 km fresti ca. Þegar ég kom var mjög löng röð en þeir voru mjög skipulagðir, skönnuðu inn bólusetningarvottorð hjá öllum og gáfu þér númer og svo vefslóð í símann, þar sem ég gat séð hversu langt var í að röðin kæmi að mér. Fór á meðan bara á salernið. Í röðinni fyrir framan mig var maður í alveg eins skóm og ég, þ.a. nýju Salomon Ultra Glide skóm, fallega gráum. Hann heitir Richard Newey og er breti, býr rétt fyrir utan London. Við hittumst svo aftur, þegar við fórum að sækja dótið okkar. Við gengum svo til baka saman og spjölluðum og þá komst ég að því að Richard er fyrrum þríþrautarmaður, búin að fara til Kona, þrisvar eða fjórum sinnum og hann var í IM Frankfurt sama ár og ég, þ.e. 2013 í þvílíkri hitabylgju. Önnur skemmtileg tilviljun sem við komumst að var að hann er á hóteli við hliðina á mínu.

Við ákváðum því að fara saman og skila gulu töskunum og mæltum okkur mót klukkan 16:30. Ég hafði því þrjár klukkutstundir til að koma dótinu mínu fyrir í þessa tösku. Hvaða dót er ég að tala um, ég er með nokkur auka sett af hlaupafötum, þ.e. buxum, bolum, toppum, nærbuxum, buffi, vettlinga, eyrnabönd o.s.frv. Er líka með auka USB hleðslubanka, auka rafhlöður í höfuðljósið mitt, auka skó, auka næringu og auka stafi. Er auk þess með þykkan Goretex jakka og úlpu, mjög léttan svefnpoka, upplásinn kodda, ullarföt og minnstu mögulegu snyrtivörur. Þurfti að skera vel niður, fækkaði buffum, vettlingum, sokkum, buxum, peysum og kom ekki inniskónum mínum fyrir, svo lenti íslenski fáninn líka í niðurskurði 😉 Skaust svo út í súpermarkað klukkan 15:00 til að fá mér ost og skinku, kaupa annan tannbursta, því ég þurfti að pakka mínum og kom þá við í túristabúð og keypti mér þunna ALPA innskó, sem ég gat troðið í töskuna í staðinn fyrir plássfreku inniskóna mína 🙂

Ég var ótrúlega að heppin að Beta hringdi í mig og aðstoðaði mig verulega við niðurskurðinn, henni að þakka að ég er ennþá með aukastafi og prímaloft úlpuna, en þetta var mikill hausverkur, þar sem ég er auðvitað ekki með neina aðstoð, ef maður hefur aðstoðarmenn sem keyra á milli þá er þetta miklu einfaldara, þar sem þeir eru þá með það sem vantar og í gulu töskunni er bara það allra nauðsynlegasta ef fólk lendir t.d. í því að aðstoðarmönnum seikar. Richard var í sömu sporum og ég, ekki með neina aðstoð, en held hann hafi verið með mun minna af fötum en þeim mun meir af einhverjum mat, sem ég var búin að skera verulega niður hjá mér, nú verð ég bara að treysta á ítalska matinn í tjöldunum á leiðinni 🙂

Við hentumst með töskuna niður eftir, frekar þung byrði, svo ég var fegin að klára þetta í dag. Ákváðum svo að borða bara saman, fengum okkur pastarétt á veitingastað á göngugötunni. Þar fundum við út hvernig hægt er að fylgjast með okkur og hvernig setja má fólk í favorite. Vorum svo bæði í vandræðum að setja upp TELEGRAM veðurspána, svo ég spjallaði við annan breta sem var líka á veitingastaðnum og við ungan strák frá Belgíu, sem er líka að fara í hlaupið. En okkur tókst á endanum með aðstoð Bretans að setja þetta upp hjá okkur, sem ég held að geti skipt máli að sjá hvernig veðrið er framundan, því það er t.d. spáð mjög mikilli rigningu á miðvikudag og þá getur snjóað uppí fjöllunum, svo broddarnir mínir eru ennþá með í gulu töskunni.

Þegar við svo komum uppá hótel eftir matinn, þá hjálpaði Richard mér að græja GPS græjuna og loftnetið á Salomon vestið mitt, þar sem það þarf að festa það á öxlina og hann teipaði það niður með Kenesina teipi, en með þessum græjum, þá er hægt að fylgjast með okkur LIVE hverja mínútu allt hlaupið, en já ég veit þetta verður eins og að horfa á málningu þorna … 🙂

Nú er ég komin uppí rúm að hlusta á fréttir á Stöð2 og Rúv, og er svo að fara að sofa.

Takk öll kærlega fyrir allar frábæru kveðjurnar og hvatninguna sem ég er búin að fá frá ykkur, þykir óendanlega vænt um þær og veit að ég mun fá mikla orku frá ykkur allt hlaupi. TAKK ÖLL KÆRU VINIR.

7490B436-5E79-47C0-808D-AB58DD9079DC
B473E57F-C632-45C0-B382-595AC3A3424A
93CC86FA-968C-4B34-8FE9-A7E68B1ACB3E
425CBEAF-F4F2-4A2D-BB4A-C550647E97D7
1BC2A6DA-6FA3-4A9B-9136-8942096C1A2D
80D89832-EB9F-4EA9-AD88-1CCAC6781B73
4907D72C-EC4A-4891-93C7-ECA921C73BD3
0FF0FA51-B19B-4AB8-B5FB-01AA8422CA60
48A64A9C-2956-4AD0-AEBB-E8B74FDC2727
5E798507-BB09-4A96-AE03-01BE826D00CF
7587983F-DD2C-4931-B5CB-938CEB6BBB5E
C864294B-9A68-475D-90D5-96EB464F7923
A7665696-7142-45BE-B718-6310E26C7F26
5BF1C308-EE60-47A3-9305-D745AEAB880A
0E0B8327-6E22-4415-949B-913FC82610CE
C78F2962-1FB8-4715-AE4C-0DD3DC131123
september 11, 2021 0 comment
1 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Vinnudagur í Courmayeur

by Halldóra september 9, 2021

Það er frábært þráðlaust net hér á hótelinu, svo það var einfalt að vinna fjarvinnu héðan í dag. Þau eru svo yndisleg hóteleigendur og vilja allt fyrir mig gera. Karlinn bauð mér í morgun að elda handa mér egg, harðsoðin eða scrambled á keppnisdag ég átti bara að láta hann vita. Morgunmaturinn er líka mjög fínn, þó ég sé ekki með mikla lyst, þá borða ég kornflex og eitt croissant með skinku og osti og fæ mér kaffi og djús.

Eftir að vinnudegi lauk, gerði ég tilraun tvö að fá töskuna mína niður í Sport Center, en allt lokað.

Fór svo um klukkan 19:30 niður í bæ til að horfa á þá sem voru að fara af stað í Tor dés Glaciers sem er 450 km hlaup, ræst í kvöld klukkan 20:00 og þau verða að vera komin í mark á sama tíma og ég, þ.e. á laugardaginn klukkan 18:00.

Það eru bara þjár konur að taka þátt í þessu hlaupi og þær eru samt allar mjög áhugaverðar. Ein af þeim er Stephanie Case sem hleypur til að styðja Free to Run í Afganistan – mæli með að fylgjast með henni hér Stephanie Case🙏Hún er að styðja sem sagt @freetorungo málstaðinn með þessu hlaupi sínu.

Eftir að hafa séð hlauparana leggja af stað, pantaði ég mér pizzu og tók með mér heim og hugsaði með mér hversu heppin ég væri að sofa á hótelinu í nótt og næstu nótt, svo verður lítið um svefn næstu vikuna.

september 9, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Frá Mílanó til Courmayeur TorX2021

by Halldóra september 9, 2021

Fór í leigubíl frá hótelinu á lestarstöðina. Á lestarstöðinni keypti ég mér kaffi og Croissant, sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema af því að ég sé rútu koma frá FLIXBUS og spyr starfsmann hvar rútan sé og hann bendir mér eitthvað langt í burtu, svo ég panekera, hendi kaffinu í næstu ruslatunnu og geri mig tilbúna til að hlaupa með báðar ferðatöskurnar eitthvað langt, en nei þá var hann bara mér á hvar á rútunni, ég sæi númerið sem stendur á bókuninni minni, svo þar fór kaffið fyrir lítið 🙂

Rútuferðin var frábær ég svaf eins og engill í rúmar 2 klst, en ferðin tók um 3,5 klst. Hótelið var í um 750 m fjarlægð frá rútustöðinni og ég ákvað að draga ferðatöskurnar (sem nb var heavy 24 kg) og flugfreyjutöskuna á eftir mér þarna upp eftir. Hótelið er mjög fínt, og við hliðina á því, er súpermarkaður. Ég henti mér því út í súpermarkað og keypti mér morgunmat/hádegismat og henti mér svo bara uppí rúm með fartölvuna og tók vinnudaginn þar.

Eftir vinnu, skellti ég mér í bæinn, kíkti á sport center til að reyna að sækja gulu töskuna, sem verður trússuð á milli staða, en það var allt lokað. Kíkti svo í nokkrar búðir en verslaði ekki neitt. Endaði svo á að taka með mér SUSHI í take-away og borðaði það bara upp í rúmi.

september 9, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Ferðadagur til Mílanó (TorX2021)

by Halldóra september 8, 2021

Átti flug til Mílanó klukkan 14 sem var reyndar búið að fresta ti 15.00 sem var mjög fínt, maður er alltaf að pakka á síðustu stundu. Pabbi skutlaði mér út á flugvöll og tékkið gekk mjög vel, þar sem það voru bara tvær vélar að fara á þessum tíma til Mílanó og Kaupmannahafnar. Meira að segja allar verslanir í flugstöðinni lokaðar, þar sem það var svo fátt fólk á ferð.

Á flugstöðinni bókaði ég mér gistingu í Mílanó á bookin.com og valdi hótel sem var nálægt strætó stöðinni þar sem ég á bókaða rútuferð klukkan 07:30 (05:30 á íslenskum tíma) til Courmayeur. Gekk líka frá tékk-inn í landið þ.e. til Ítalíu út af C19 sem þarf að gera.

Flugið út var frábært og gekk vel. Þegar ég kem á flugvöllinn hitti ég Arnþór í Sóma og var að spjalla við hann, þegar ég fæ símtal frá Króatíu og velti fyrir mér hvort ég eigi að svara því, sem ég og gerði. Þá var þetta starfsmaður frá BOOKING.com að upplýsa mig að það voru mistök hjá hótelinu sem var uppfullt og ég var flutt á annað hótel í um 5 km fjarlægð. Ég samþykkti alveg að flytja mig svo framarlega sem þau myndu þá greiða leigubíl, sem ég yrði að taka morguninn eftir út af því að ég þurft að komast á lestarstöðina klukkan 07.00.

Þegar ég fer svo að kaupa mér lestarmiða, frá flugvellinum í bæinn, þá hitti ég yndislega íslensa stúlku sem heitir Sædís og við fórum að spjalla og hún að aðstoða mig við þessi lestarkaup. Kom svo í ljós að hún er að vinna verkefni fyrir Alpanna, tók eftir Salomon fötunum mínum og svo er hún dóttir Einars Óla gönguskíðakappa sem ég þekki líka mjög vel. Svona er Ísland lítið.

Í lestarferðinni, sótti ég aftur UBER appið, sem Sædís hvatti mig til að sækja og eitthvað annað leigubíl app og ég ætlaði svo bara að panta uber þegar ég kæmi út. Þegar ég loks komst út af lestarstöðinni minni, ákvað ég að reyna að ganga að hótelinu, en það gekk ekki mjög vel að nota google maps appið, var í einhverju rugli svo ég gekk fram og til baka. Uber appið virkaði ekki heldur, þ.e. ekki að borga, svo á endanum þegar ég var búin að ganga fram og til baka og fram hjá mörgum misjöfnum sauðinum, þá var ég farin að hafa áhyggjur að ég yrði bara rænd þarna, sem ég þvældist, svo ég ákvað bar að taka leigubíl á hótelið, sem var auðvitað bara eina vitið. Var orðin mjög þreytt eftir ferðalagið svo ég steinsofnaði eftir kvöldmatinn, sem var snakkpoki og Fanta 🙂

september 8, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Road 2 Tor Des Geants 2021

by Halldóra september 5, 2021

Næsta sunnudag, 12. september næstkomandi, tek ég þátt í lengsta utanvegahlaupi sem ég hef nokkrum sinnum tekið þátt í, bæði hvað varðar vegalengd, hækkun sem og klukkustundir. Hlaupið „Tor des Geants 330“ er 330 km hlaup, með 24.000 metra samanlagðri hækkun og hafa keppendur 150 klukkustundir til að ljúka hlaupinu og ráða sjálfir hversu mikið og lengi þeir sofa á leiðinni. Verð sem sagt að vera komin í mark, laugardaginn 18. september klukkan 18:00 að staðartíma (16.00 að íslenskum tíma).

Um er að ræða hlaup sem byrjar og endar í Courmayor á Ítalíu við Mt.Blanc og er hlaupið rangsælis hringinn í kringum Aosta Valley, eða Ávaxtadalinn, byrjar á AltaVia 2 leiðinni og fer svo AltaVia 1 leiðina.

Gula leiðin er 330 km leiðin byrjar og endar í Courmayeur.
Hæðarkort og drykkjarstöðvar og LIVEBASE á ca 50 km fresti, þar sem ég skipti um föt og kemst í töskuna mína.

UNDIRBÚNINGUR
Undirbúa þarf hlaup eins og þetta vel og æfa vel en svo eru ýmsar hindranir á leiðinni. Undirbúningur fyrir svona langt hlaup er jafnmikið andlega og líkamlega og vona ég að 10 ára keppnis- og æfingareynsla sé góður undirbúningur.

TÍU ÁRA UPPSÖFNUÐ REYNSLA
Það eru nákvæmlega 10 ár í sumar síðan ég tók þátt í mínu fyrsta alvöru utanvegahlaupi, Laugavegur Ultra árið 2011 og ég hljóp líka Jökulsárhlaupið í fyrsta skipti sama sumar. Ég fór líka í mitt fyrsta maraþon í Kaupmannahöfn sama vor. Síðan þá hef ég klárað átta maraþon, átta utanvegahlaup sem eru 100 km eða lengri, tvö 100 mílna hlaup, fimm Ironman keppnir, auk þess að klára íslenska Landvættinn tvisvar, Sænska Klassíkerinn einu sinni, tekið þátt í boðsundi yfir Ermasund, hjólað Jakobsstíginn á 9 dögum og klárað sex daga Bhutan stage race 200 km og gengið í grunnbúðir Everest. Sjá nánar hér að neðan:

Ég er einnig nýkomin úr frábærri æfingaferð með yndislegum vinahjónum okkar, þeim Iðunni og Stefáni Braga, þar sem við fórum langleiðina af Alta Via 1 leiðinni, þ.e. síðari helming hlaupsins. Stefán Bragi er einn af þremur Íslendingum sem hafa lokið þessu hlaupi og það var því dýrmæt reynsla að fá að vera með honum og þeim hjónum á Ítalíu á TOR slóðum. Endaði svo þetta æfingaferðalag með því að taka þátt í OCC hlaupinu 57 km í kjölfarið. Þessar tvær vikur eru klárlega frábær undirbúningur og félagsskapurinn úti í Chamonix var algjörlega einstakur. Náði að hlaupa/ganga samtals 209 km á þessum tveim vikum sem ég var úti.

AF HVERJU TOR DES GEANTS?
Maðurinn minn spurði mig einmitt í morgun af hverju ég væri að fara í þetta hlaup? Örugglega margir sem velta því fyrir sér af hverju 52 ára kona sem er búin að fá brjósklos og lenda í ýmsum hremmingum sé að fara að hlaupa 330 km hlaup, ein frá Íslandi og án þess að vera með aðstoðarmenn með sér. Það er góð og verðug spurning. Held að svarið sé að ég vilji vera stöðugt að skora á sjálfa mig. Ég man hvað mér fannst Laugavegur Ultra hræðilega löng og krefjandi leið fyrir 10 árum, þegar ég gekk Fimmvörðuháls með vinum mínum í Toppförum fyrr um sumarið, og skildi ekki hvernig hægt væri að hlaupa þessa vegalengd innan tímamarka. Svipuð tilfinning var í maganum (eða hausnum), þegar ég fór mitt fyrsta 100 km hlaup 2014, fannst þetta óraunveruleg vegalengd, tala nú ekki um þegar ég fór mitt fyrsta 100 mílna hlaup (169 km) þá farin að lenda í asma vandræðum þegar ég fór í brött fjöll og mikla hæð.

Þetta skref núna að fara 330 km á tveimur jafnhröðum er næsta skref í því að reyna á bæði líkamann og ekki síður „hausinn“, þ.e. hvor er sterkari. Oft kemur „neikvæði apinn“ á öxlina sem segir þetta fáránlega hugmynd, hver fékk hana eiginlega og hvað ég sé eiginlega að gera. Svo kemur hugrakka fallega og gáfaða Uglan á öxlina sem segir, „Halldóra, sjáðu fallegu blómin, sjáðu útsýnið, fallegu fjöllin, allt þetta yndislega fólk sem er að hvetja þig áfram. Sjáðu hvað þú ert öflug að vera komin hingað, sem er alls ekki sjálfsagt. Það eru margir að berjast við sjúkdóma og eða önnur veikindi sem myndu vilja vera í þínum sporum,“ og þá er ég þakklát. Uglan er skynsöm og ég lofa að vera skynsöm. Þetta verður því 10 ára afmælishlaupið mitt 🙂

STUÐNINGUR – ALPARNIR – SALOMON
Ég hef fengið frábæran stuðning frá Ölpunum með Salomon fatnað, hlaupavesti og skó. Salomon fötin, vestin og skórnir eru að mínu mati bestu trailföt, skór og búnaður og henta frábærlega í utanvegahlaupum. Ég er einstaklega þakklát fyrir þennan frábæra stuðning því það þarf mikinn búnað í svona ferðalag. Búin að prófa allan búnaðinn í æfingarferðinni sem reyndist einstaklega vel. Takk kærlega fyrir mig.

Takk elsku Beta (Elísabet Margeirsdóttir) fyrir planið og hvatninguna og aðstoðina við pökkun sem er alls ekki einfalt. Beta er eina íslenska konan sem hefur klárað þetta hlaup. Takk kæri Stefán Bragi fyrir að deila öllum þínum gögnum og viskubrunni og aðstoð og yndislegu æfingaferðina með ykkur Iðunni.

Hlaupið hefst næstkomandi sunnudag klukkan 12 að staðartíma, þ.e. 10 á íslenskum tíma og ég mun tryggja það að þeir sem vilja geti fylgst með mér .

AFREKSSKRÁ FRÁ 2011
Hér að neðan er að finna helstu íþróttaafrek síðustu 10 ára.

2021: UTMB OCC 57 km, Laugavegur Ultra 55 km, Súlur vertical 29 km, Þorvaldsdalsskokkið 26 km (allar Landvættaþrautirnar), Vatnajökull þveraður á gönguskíðum

2020: Laugavegur Ultra 55 km

2019: The Diagonale des Fous 166 km, Laugavegur Ultra 55 km, HongKong Ultra 100 km, Philadelpia maraþon og Reykjavíkur maraþon (Marglyttu-boðsund yfir Ermasundið)

2018: UT4M Xtreme 169 km, Laugavegur Ultra 55 km, Bhutan The Last Secret 200 km, HongKong Ultra 100 km, Ironman Texas og Grunnbúðir Everest

2017: Laugavegur Ultra 55 km, HongKong Ultra 100 km, Boston maraþon

2016: Lavaredo Ultra 119 km, Reykjavíkur maraþon (allar En Svensk Klassiker þrautirnar í Svíþjóð)

2015: UTMB CCC 101 km, Mt Esja Ultra 77 km, Ironman Florida, Sevilla maraþon, WOW Cyclothon, 10 manna lið.

2014: Sierra de Las Nieves 102 km, Ironman Kalmar Sweden

2013: Ironman Frankfurt Germany, Jakobsstígur hjólaður 800 km (allar Landvættaþrautirnar)

2012: Ironman Cozumel Mexíkó, Reykjavíkur maraþon, París maraþon, WOW Cyclothon 4ja manna lið.

2011: Laugavegur Ultra 55 km, Copenhagen maraþon

september 5, 2021 0 comment
1 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt lífFjallahlaupKeppnissaga

OCC keppnisdagur – 26. ágúst 2021

by Halldóra september 4, 2021

Hlaupið er ræst í Orsiéres og það var ræst í þrem hópum, klukkan 08:15, 08:45 og 09:15. Var mjög glöð að vera í fyrsta ráshópi, hitt hefði verið meira stress að þurfa að bíða.

Það var alveg heiðskýrt í Orsiéres þegar við lögðum af stað, en ekki mikill lofthiti, svo það var gott að vera með drop-bag poka, þ.e. hlýja peysu sem ég gat skilið eftir í ræsingunni.

Uppgötvaði rétt áður en hlaupið var ræst að ég var með stóra appelsínugula gsm hulstrið (hálsmen) utan um gsm símann, svo ég gat komið því á Mörtu hans Sigga áður en við lögðum af stað, fínt að ganga með það, en frekar þungt að hlaupa með það.

Hlaupið var ræst á íþróttatúni, rétt fyrir utan miðbæinn, og svo var hlaupið í gegnum miðbæinn þar sem margir íbúar voru að hvetja hlaupara. Fljótlega tók við smá brekka og ég held ég hafi farið svolítið of hratt í byrjun, svo ég reyndi að vera skynsöm og hægja á mér. Markmiðið var aldrei að fara þetta hlaup of hratt, enda nýbúin að ganga/hlaupa 150 km og stóra hlaupið framundan í september, Tor Des Geants.

Ég var að hlaupa á svipuðum slóðum og Ásta en um leið og það kom brekka þá var Ásta mun hraðari en ég. Siggi og Svanur og stelpurnar frá Akureyri, Bryndís María og Rakel, fóru strax fram úr okkur. Var frekar þung á mér upp fyrstu brekkuna að Champex-Lac en fór svo á FB Live þegar ég gekk í gegnum þennan fallega bæ. Þegar ég var þarna með Náttúruhlaupahóp fyrir tveim árum, þá synti ég yfir vatnið í sundbol, þar sem ég var að æfa fyrir Marglyttusundið sem var sama haust.

Það var gaman að hlaupa í gegnum bæinn og þar komu hraðari hlauparar úr öðru holli strax fram hjá mér á fullri ferð. Þegar ég var komin inní Champex-Lac þá voru 10 km búnir og ég var búin með 1 klst og 43 mín og í sæti 1223.

Myndband af Facebook life …. 20% búið … 🙂

Eftir Champex Lac var smá kafli, sem var svona rúll, upp og niður þangað til að klifrið upp í La Giete eða „Fjósið“ eins og það er oft kallað tók við. Það var mjög töff brekka, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst mörg hundruð manns fara fram úr mér. Púlsinn minn var í kringum 100, en ég komst ekkert áfram, þarna er asminn að hrekkja mig, en ég tók púst og hélt bara rólega áfram. Sá öðru hvoru í Ástu sem var þó nokkuð langt á undan mér. Kom loks upp að fjósinu, þar fengum við að drekka inní fjósi, sem var skemmtileg drykkjarstöð.

https://fb.watch/7PDfmYOixD/

Áður en við héldum niður bratta brekku í áttina að TRIENT þá komum við að stað, þar sem var ferðamannaverslun öðrum megin við veginn og hinum megin við var veitingasaður. Man að við fengum okkur að borða þarna fyrir tveim árum þegar ég var með NH hópnum. Mundi því eftir að hægt væri að kaupa drykki í ferðamannabúðinni. Fór inn og ætlaði að fá mér ískaltFANTA, en það var bara til SINALCO, REDBULL og ýmislegt annað, svo ég keypti mér bara Sinalco sem var alveg meiriháttar frískandi. Frábært að geta hlaupið inní búð í miðju hlaupi og keypti sér gosdrykk 🙂

Síðan tók við bratt og krefjandi niðurhlaup að La Trient, svo inn í bæ, að bleiku kirkjunni, þar sem ég hitti Þórdísi og Hlyn fyrr utan hvíta veitingatjaldið. Inni í tjaldinu hitti ég svo Ástu og Svan sem voru að fá sér að borða. Ég greip bara með mér bananabita, appelsínu- og sítrónubáta í plastpoka og ákvað að drífa mig áfram, þar sem ég visi að ég yrði MJÖG LENGI upp fjallið sem væri framundan. Þarna var ég þá búin með 26 km og tíminn 4 klst og 52 mín og komin í sæti #1130.

Þegar ég hljóp út úr tjaldinu kláraði ég Sinalcoið og losaði mig við flöskuna áður en ég hélt upp fjallið. Borðaði svo bæði banana, appelsínu og sítrónu á leiðinni upp. Ótrúlegt hvað mér leið miklu betur á leiðinni upp þetta fjall heldur en þetta fyrsta. Það voru líka miklu fleiri hlauparar sem voru þarna á mínum hraða upp fjallið, heldur en áður, hlauparar kannski orðnir þreyttari og þessir hröðustu löngu komnir fram úr mér.

Þetta var samt ágætis hækkun og því var eina vitið að fara bara hægt. Það var mikill hiti og ég ákvað að vera bara skynsöm. Þegar við komum svo á toppinn, þá var bara að fara rólega niður í áttina að Vallorcine. Þegar ég kom inní Vallorcine þá hitti ég fullt af Íslendingum, en þar voru Viggó með Sigrúnu Björk sem var að bíða eftir mömmu sinni og brjóstagjöfinni, og þar voru Marta hans Sigga og Eybjörg Drífa hans Svans. Yndislegt að hitta þau öll. Man að Viggó spurði hvernig ég væri og ég man að maginn var búin að vera eitthvað skrítin, þó hann hafi lagast mikið við appelsínurnar og sítrónurnar. Ákvað því að fá mér fransbrauð og ost og prófa hvernig það færi í magann.

Stoppaði ekki lengi á drykkjarstöðinni, búin að læra það af fimm Ironman keppnum, að eini staðurinn sem ég get bætt tímann minn á einfaldan hátt er á drykkjarstöðvum eða í T1 og T2 í IM:-) 🙂 Stoppaði nákvæmlega 3 mín og 47 sek. á drykkjarstöðinni. Sótti mér banana, brauð og osta í pokann, en allir appelsínubátarnir voru búnir. Þegar ég kom inn var ég í sæti 1003 en þegar ég fer út er ég í sæti 934, upp um 69 sæti. Eftir Vallorcine, kemur mjög langur kafli, sem er með smá hækkun. Það voru eiginlega allir að ganga þennan kafla og þá dettur maður ósjálfrátt í sama gírinn sem er ekki gott. Eftir langan kafla tók við ennþá lengri kafli í gegnum nokkra bæi og ég hélt við ætluðum aldrei að koma að Argentiére, vissi að þar myndi ég hitta Hafdísi og hlakkaði mikið til. Þessi kafli er líka eini kaflinn sem ég hef aldrei farið áður, því við höfum alltaf farið beint upp í fjallið eftir Vallorcine.

Komst loks að Argentiére þá voru 44 km búnir, samtals 8 klst 35 mín og 13 sek. og komin í 902 sæti overall. Þar hitti ég Hafdísi, Siggu Rúnu og Jón og mikið var gaman að sjá þau. Hafdís sagði mér að bleyta ennisbandið mitt, sem var mjög frískandi, var ekki búin að gera það fyrr, og hún sagði mér að fá mér kók og eitthvað að borða. Ég hafði engan veginn lyst á kóki, en fékk mér smá sódavatn í brúsana, sem var mjög gott og frískandi áður en ég hélt upp síðasta fjallið. Var ennþá með banana og brauð og osta í pokanum, svo ég bætti engu á mig.

Mynd sem Hafdís tók af mér á drykkjarstöðinni.
https://www.facebook.com/100008087553278/videos/pcb.3044820589178445/4403684729652409

Hélt þessi kafli upp síðasta fjallið væri miklu einfaldari en hann var. Hann var mjög krefjandi og ég var ennþá að borða brauð og ost til að laga magann en var ekki búin að fá neinar fleiri appelsínur. Það góða var að hér vorum við í skugga, búið a ðvera mjög heitur dagur. Þegar maður loks komst úr skóginum upp fjallið, þá var ein MJÖG BRÖTT SKÍÐABREKKA uppí skíðaskálann, þar sem drykkjarstöðin var í La Flégére. Þegar þangað var komið var ég komin með um 49 km og á rétt undir 10 klst og var í 890 sæti. Stoppaði mjög stutt þarna inni, en fékk mér samt smá kók sopa, tvo appelsínubáta og sódavatn á brúsann.

Niðurhlaupið frá LaFlégere er mjög krefjandi, sérstaklega þegar ég var farin að berjast við mikla krampa framan á báðum lærunum. Ákvað því að hægja á mér og valhoppaði niður fjallið sem var eina leiðin þegar ekki er hægt að hlaupa. Voru samt ansi margir hlauparar sem tóku fram úr mér á leiðinni niður.

Ég var búin að hlakka mikið til að koma að La Flora kaffihúsinu þar sem ég ætlaði að kaupa mér FANTA, búin að komast að því að Appelsín, Fanta eða Sinalco er ALGJÖRT MUST í TOR trúss töskuna 🙂 Þannig að þegar ég loksins kom í Flora, mjög margir búnir að taka fram úr mér á leiðinni niður, þá var svekkjandi að sjá að veitingastaðurinn var lokaður. Þá var ekkert annað að gera, en hugsa um Fantað sem ég fengi þegar ég kæmi í mark í Chamonix. Hélt valhoppinu áfram, sem var eina leiðin niður, þegar lærin eru steikt eftir krampana 🙂 Hugsaði líka SHIT hvernig ætla ég að klára þessa 24.000 km hækkun/lækkun í TOR og 330 km eftir nokkrar vikur 🙂 Viðurkenni það alveg að það runnu á mig tvær grímur og ég svo sem fegin að vera búin að ganga frá fluginu, annars hefði ég örugglega bara hætt við 🙂

En þegar ég er eiginlega alveg komin niður síðustu brekkuna, kemur Siggi á fljúgandi siglingu á móti mér með íslenska fánann súper hress. Mikið var gaman að sjá hann og krampatilfinning og verkur í lærum, hvarf eins og dögg fyrir sólu (eða kannski bara gleymdist). Hann var að taka upp á FB live og það gaf þvílíkt orkuboost. Við hlupum svo saman niður að brú, þar sem ég hitti Börk líka, sem var frábært. Það var nýjung, núna sem ég man ekki eftir, en maður þarf að hlaupa upp tvær hæðir og fara yfir götuna á stálbrú sem er byggð, þ.e. búin til og svo niður tvær hæðir hinum megin.

https://www.facebook.com/682423704/videos/350132563490526/

Siggi hélt áfram að hlaupa með mér og hvetja og rétti mér íslenska fánann minn sem er á stönginni. Svo þegar ég kom niður í miðbæ þá hitti ég Stefán og Iðunni sem voru með stóra fánann minn og réttu mér hann. Siggi hélt áfram á FB live og hljóp með mér og WOW hvað ég fékk mikla hvatningu frá öllum sem voru á hliðarlínunni. Þetta var algjörlega magnað móment, óháð því hversu langt þú hefur farið þá er alltaf magnað að hlaupa í gegnum bæinn, fá hvatninguna og tala nú ekki um stoltið sem maður er af landinu sínu þegar maður hleypur með íslenska fánann á bakinu.

https://www.facebook.com/682423704/videos/986107578909053/

Tók samt HADDÝJAR HOPPIÐ þegar ég kom í markið þó ég hafi verið að krampa og það var yndislegt að sjá og hitta Íslendingana sem biðu mín þar og yndislega Hafdís vinkona hljóp út í búð eða á næsta veitingastað að redda mér Fanta eða Orangeina gosi, sem var alveg meiriháttar gott 🙂

Heildartíminn var 11 klst 1 mín og 22 sek, 15 sæti í aldursflokki V2F af 41 konu sem klára.
Var 876 overall af 1359 þátttakendum sem kláruðu, númer 151 af konunum 266 sem klára.
Ótrúlega ánægð að ná að vinna mig upp um 347 sæti þegar tilfinningin var sú að allir væru að fara fram úr mér 🙂

ÞAKKIR
Takk elsku vinir Iðunn og Stefán fyrir frábæra ferðalagið okkar um Ávaxtadalinn og góðar stundir í Chamonix. Takk kæru íbúðarfélagar, Guðmundur Smári, Siggi Kiernan, Börkur og Biggi fyrir góða sambúð og skemmtilegar stundir í Chamonix. Takk elsku Hafdís vinkona og Pési fyrir yndislegan tíma í Chamonix og takk allir í #TEAMICELAND fyrir góða hvatningu og skemmtilegar samverustundir.

september 4, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
Daglegt líf

Þrjár íslenskar konur á verðlaunapalli í UTMB hlaupinu

by Halldóra september 3, 2021

UTMB (Ultra-Trail du Mont Blanc) er margrómuð fjallahlaupsería þar sem hlaupið er umhverfis Mont Blanc í lok ágúst til byrjun september ár hvert.  Til að öðlast þátttökurétt í hlaupunum þurfa hlauparar að hafa tekið þátt í öðrum hlaupum þar sem þeir fá svokallaða ITRA punkta til að geta tekið þátt í happdrættinu þar sem er dregið um sæti.

Þrjár íslenskar konur komust á verðlaunapall í sínum aldursflokki, allar í V2F (50-59 ára).  Sigríður Rúna Þóroddsdóttir sem hljóp TDS hlaupið, 145 km, og var í 2. sæti í aldursflokknum. Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir sem hljóp CCC hlaupið, 100 km, var einnig í 2. sæti og Brynja Baldursdóttir sem hljóp OCC hlaupið, 56 km, var í 3 sæti. Þetta telst frábær árangur hjá íslenskum konum í UTMB, en keppnin telst sú sterkarsta í heiminum í löngum fjallahlaupum.

Aldrei hafa jafn margir Íslendingar tekið þátt í hlaupinu, en 25 hlauparar tóku þátt. Langflestir voru í OCC hlaupinu sem er 56 km hlaup með 3.500 metra hækkun, en þar voru 11 þátttakendur. Átta þátttakendur voru í CCC hlaupinu sem er 100 km hlaup með 6.100 metra hækkun. Fimm íslendingar tóku þátt í TDS hlaupinu sem er 145 km hlaup, 9.100 metra hækkun. Því miður þurfti að stoppa hlaupið, þar sem einn þátttakandi lést í hlaupinu.  Einn Íslendingur, Gunnar Júlísson, tók þátt í lengsta hlaupinu, 170 km með 10.000 metra hækkun hlaupinu og var það í annað skipti sem hann klárar þetta hlaup.

Fjölmargir stuðningsmenn voru með Íslendingunum og vöktu hvatning og stuðningur þeirra mikla athygli hlaupahaldara í markinu í Chamonix.

Þrjár íslenskar konur á verðlaunapalli í UTMB hlaupinu

UTMB (Ultra-Trail du Mont Blanc) er margrómuð fjallahlaupsería þar sem hlaupið er umhverfis Mont Blanc í lok ágúst til byrjun september ár hvert.  Til að öðlast þátttökurétt í hlaupunum þurfa hlauparar að hafa tekið þátt í öðrum hlaupum þar sem þeir fá svokallaða ITRA punkta til að geta tekið þátt í happdrættinu þar sem er dregið um sæti.

Þrjár íslenskar konur komust á verðlaunapall í sínum aldursflokki, allar í V2F (50-59 ára).  Sigríður Rúna Þóroddsdóttir sem hljóp TDS hlaupið, 145 km, og var í 2. sæti í aldursflokknum. Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir sem hljóp CCC hlaupið, 100 km, var einnig í 2. sæti og Brynja Baldursdóttir sem hljóp OCC hlaupið, 56 km, var í 3 sæti. Þetta telst frábær árangur hjá íslenskum konum í UTMB, en keppnin telst sú sterkarsta í heiminum í löngum fjallahlaupum.

Aldrei hafa jafn margir Íslendingar tekið þátt í hlaupinu, en 25 hlauparar tóku þátt. Langflestir voru í OCC hlaupinu sem er 56 km hlaup með 3.500 metra hækkun, en þar voru 11 þátttakendur. Átta þátttakendur voru í CCC hlaupinu sem er 100 km hlaup með 6.100 metra hækkun. Fimm íslendingar tóku þátt í TDS hlaupinu sem er 145 km hlaup, 9.100 metra hækkun. Því miður þurfti að stoppa hlaupið, þar sem einn þátttakandi lést í hlaupinu.  Einn Íslendingur, Gunnar Júlísson, tók þátt í lengsta hlaupinu, 170 km með 10.000 metra hækkun hlaupinu og var það í annað skipti sem hann klárar þetta hlaup.

Fjölmargir stuðningsmenn voru með Íslendingunum og vöktu hvatning og stuðningur þeirra mikla athygli hlaupahaldara í markinu í Chamonix.

september 3, 2021 0 comment
0 FacebookTwitterPinterestEmail
  • 1
  • 2

Nýlegar færslur

  • Morgunblaðið um Grænlandsferðina
  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025
  • Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

Nýlegar athugasemdir

  • Björk Ólafsdóttir um Vasavikan 2024
  • Sif Helgad. um Langjökull þveraður 17.júní 2020
  • Helga Bryndís um New York City maraþon 2023
  • Ingvar Þóroddsson um Free to Run Ambassador í New York maraþoninu 2023

Færslusafn

  • maí 2025
  • apríl 2025
  • júlí 2024
  • maí 2024
  • apríl 2024
  • mars 2024
  • nóvember 2023
  • október 2023
  • september 2023
  • ágúst 2023
  • júlí 2023
  • apríl 2023
  • janúar 2023
  • desember 2022
  • nóvember 2022
  • september 2022
  • ágúst 2022
  • júlí 2022
  • júní 2022
  • maí 2022
  • apríl 2022
  • mars 2022
  • febrúar 2022
  • janúar 2022
  • desember 2021
  • október 2021
  • september 2021
  • ágúst 2021
  • júlí 2021
  • maí 2021
  • apríl 2021
  • mars 2021
  • febrúar 2021
  • janúar 2021
  • nóvember 2020
  • október 2020
  • september 2020
  • ágúst 2020
  • júlí 2020
  • júní 2020
  • maí 2020
  • apríl 2020
  • mars 2020
  • janúar 2020
  • desember 2019
  • nóvember 2019
  • október 2019
  • september 2019
  • ágúst 2019
  • júlí 2019
  • júní 2019
  • maí 2019
  • apríl 2019
  • mars 2019
  • febrúar 2019
  • janúar 2019
  • desember 2018
  • nóvember 2018
  • október 2018
  • september 2018
  • ágúst 2018
  • júlí 2018
  • júní 2018
  • maí 2018
  • apríl 2018
  • janúar 2018
  • janúar 2017
  • september 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • júní 2016
  • mars 2016
  • nóvember 2015
  • ágúst 2015
  • júní 2015
  • febrúar 2015
  • nóvember 2014
  • ágúst 2014
  • október 2013
  • september 2013
  • ágúst 2013
  • júní 2013
  • maí 2013
  • apríl 2013

Flokkar

  • Daglegt líf
  • Fjallahlaup
  • Fjallaskíði
  • Fjallgöngur
  • Gönguskíði
  • Hjól
  • Hlaup
  • Ísklifur
  • Kajak
  • Keppnis
  • Keppnissaga
  • Sjósund
  • Skíði
  • Sund
  • Veiðar
  • Þríþraut

Um mig

Um mig

Halldóra Gyða

Halldóra hefur mjög gaman af því að fara út að leika. Markmiðið hjá henni er að njóta lífsins hvern einasta dag, brosa, hafa gaman og hún er þakklát fyrir góða heilsu.

Verum í sambandi

Facebook Twitter Instagram Pinterest Tumblr Youtube Bloglovin Snapchat

Nýlegar færslur

  • Morgunblaðið um Grænlandsferðina

    maí 14, 2025
  • Grænland D6 þriðjudagur 29. apríl 2025

    apríl 29, 2025
  • Grænland D5 mánudagur 28. apríl 2025

    apríl 28, 2025
  • Grænland D4 sunnudagur 27. apríl 2025

    apríl 27, 2025
  • Grænland D3 laugardagur 26. apríl 2025

    apríl 26, 2025

Um mig

banner
Halldóra Gyða elskar að vera úti að leika. Hér er hún í Dólómítunum í Lavaredo fjallahlaupinu 2016.

Vinsæl innlegg

  • 1

    Eco Trail Reykjavík – 22 km

    júlí 6, 2018
  • 2

    Ironman Texas 2018

    apríl 28, 2018
  • 3

    Buthan – dagur 1 – hæðaraðlögun og skoðunarferð

    maí 26, 2018

Síðustu æfingar

  • D3 Rassvöðvaæfingar
    On maí 15, 2025 7:58 f.h. during 00:14:41 hours burning 47 calories.
  • Laugavegsæfing NH - keyrðum á milli að hvetja
    On maí 14, 2025 5:37 e.h. went 3,24 km during 01:08:35 hours climbing 59,00 meters burning 336 calories.
  • Styrkur á rass, hamstring - D2
    On maí 14, 2025 7:27 f.h. during 00:17:50 hours burning 58 calories.
  • Leiðin að bata - styrkur á tognaðan rassvöðva d1
    On maí 13, 2025 7:36 f.h. during 00:16:35 hours burning 58 calories.
  • Gengið rólega um Köben - menningarganga
    On maí 12, 2025 10:25 f.h. went 11,20 km during 02:50:15 hours climbing 80,00 meters burning 1.136 calories.
  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
  • Linkedin
  • Snapchat
  • Vimeo

@2017 - PenciDesign. All Right Reserved. Designed and Developed by PenciDesign


Back To Top