Tók þátt í virkilega skemmtilegu Garmlárshlaupi ÍR í dag. Hlaupahópur Breiðabliks var í 80s þema og ég fékk flottan orginal Henson krumpugalla lánaðan hjá Sigrúnu Hildi æskuvinkonu minni.
Ég hljóp allt hlaupið 10 km með Soundblaster hátalara og 80s tónlist á Spotify sem skapaði frábæra stemningu.
Toppurinn á ísjakanum, var svo að fá viðurkenningu fyrir besta búnaðinn, þ.e. ásamt Mosó skokk, sem voru líka í 80s búningi.