La Palma – Dagur 5 – 05.12.2018

by Halldóra

Við hlupum frá Hobbitagistiheimilinu okkar í Franceses upptil fjalla.

Fyrstu 3km voru klifur upp í 1000 metra hæð. Allar malbikaðir vegir í þorpunum, eru bara beint upp, með örugglega 20-30% halla. Sem betur fer er aldrei hálka þarna. Það var alveg töff að klifra þetta 🙂

Leiðin var mjög falleg, mættum geithöfrum og sáum loks lítil sæt lömb, vorar snemma á La Palma. Sáum mikið af fallegum jólahnetum í eins og ígulkerjum og auðvitað mikið af könglum líka. Það gerist ekki jólalegra, jólarósir (ekki í potti) heldur í sínu náttúrulega umhverfi

Samkvæmt plani áttum við bara að fara hring, þ.e. upp til fjalla frá Franceses og svo til baka, en við ákváðum að halda frekar áfram og hlaupa alla leið í bæinn Puntagorda. Náðum 28 km og 1.550 metra hækkun.

Við fengum okkur svo að borða bara í SPAR búðinni í Puntagorda, sem var opin, engin Siesta þar, og sátum úti í sólinni í um 90 mín.

Tókum svo strætó til baka.

Þegar við vorum komnar fyrir ofan gistiheimilið okkar, vissum núna hvar við áttum að biðja bílstjórann að hleypa okkur út, þá var hún Ann vinkona okkar kominn á staðinn, til að stoppa bílinn og láta hann hleypa okkur út. En hún hafði líka farið upp eftir í 16 bílinn, en við fórum með 17:00 bílnum. Ótrúlega kona hún Ann vinkona okkar.

Það var ágætt að við þurftum, ekki að ganga mjög langt, því við vorum með fulla poka af orkudrykkjum og áfengum bjór.

Fengum okkur svo bara pizzu hjá Ann í kvöldmatinn og skoðuðum möguleika á leiðum morgundagsins.

You may also like

Leave a Comment