1969-2019 = 50 ára afmælisár

by Halldóra

Þetta ár verður tímamótaár fyrir mig, þar sem ég mun fagna 50 ára afmælinu mínu.  Þess vegna ætla ég að gera eitthvað skemmtilegt á hverjum einasta degi, í hverri einustu viku og þannig alla daga allt þetta ár. 

Það þarf ekki mikið til að gleðja mig eða gera daginn eftirminnilegan. Göngutúr, hlaupaæfing, sundæfing, skemmtilegt símtal eða lestur góðrar bókar mun vera nóg til að gleðja mig á hverjum degi alla daga ársins.

Ég byrjaði til dæmis þetta yndislega ár, á því að lesa nýju bókina eftir Yrsu og fór svo í frábærum félagsskap á nýársdag á Esjuna.  Stóra verkefnið mitt í janúar verður HK100 hlaupið, sem er 100 km utanvegahlaup í Hong Kong þann 19. janúar.  Hlaupið sjálft er bara endapunktur á mjög skemmtilegu æfingaferðalagi, sem hófst þegar ég skráði mig snemma á síðasta ári.

Ég mun leyfa þér að fylgjast með öllum þessum skemmtilegu ævintýrum mínum, stórum og smáum, á þessu afmælisári, hér og á Facebook síðunni minni, Halldóra Gyða.

You may also like

Leave a Comment