Skoðunarferð um Berlín á hjóli

by Halldóra

Fór í dag í skoðunarferð um Berlín á hjóli með vinkonunum Matthildi og Guðrúnu frá Höfn í Hornafirði, yndislegar stelpur sem ég kynntist hér í Berlínar-maraþonferðinni.

Við hjóluðum að mestu í gömlu Austur Berlín, en fórum líka yfir til Vestur Berlín, en ferðin var mjög áhugaverð og margt sem ég komst að um Berlínarmúrinn sem ég vissi ekki af.

Berlín er virkilega falleg borg og ég get 100% mælt með skoðunarferð um borgina á hjóli. Á ferð okkar rákust við á íslenskan fararstjóra sem var með íslenskan hóp, ég held það gæti verið ennþá skemmtilegri nálgun. En við vissum ekki af honum þegar við bókuðum okkur.

Hér eru myndir úr skoðunarferðinni:

You may also like

Leave a Comment