Sigga og gullið :-)

by Halldóra

Frábær póstur sem Einar Bárða skrifaði um Siggu vinkonu eftir Gullhringinn á FB síðu Gullhringsins.

Sigríður Sigurðardóttir er sannarlega Gullið í Gullhringnum í dag. Í lokaspretti með Halldóru Gyðu um fyrsta sætið í Gullhringnum í B flokki datt Halldóra mjög illa. Sigríður stoppaði og “afsalaði” sér þannig fyrsta sætinu en gætti vinkonu sinnar allan tímann þangað til að hún var kominn upp í sjúkrabíl. Slysin gera ekki boð á undan sér og koma sannarlega á versta tíma. Sigríður Sigurðardóttir er sannarlega kominn í Wall Of Fame í þessari keppni !

Hún Sigga mín er einstök og mér þykir ofboðslega vænt um hana.

You may also like

Leave a Comment