Samstarfsnetið verður Keðjan

by Halldóra

Hélt þessar ræðu (svona um það bil) á formlegri opnun Samstarfsnetsins sem fékk svo nafnið Keðjan í Þönglabakka 4, í gær miðvikudag 15. janúar klukkan 11:00.

Borgarstjóri, formaður velferðarráðs, velferðarráð, kæru samstarfsmenn og gestir.

Til hamingju með daginn, ég tek undir orð borgarstjóra – þetta er gleðilegur dagur fyrir okkur öll því við erum skrefi nær að samræma, auka þjónustuframboð og þar með bæta þjónustuna fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Reykjavík.

Við erum mjög ánægð með þetta húsnæði, það er opið og skemmtilegt og markmiðið að ýta undir frjóa hugsun, fá nýjar hugmyndir að leiðum til árangurs, sem við svo að sjálfsögðu mælum.

Við höfum séð það og upplifað síðustu daga, þegar við komum öll saman hingað í Þönglabakkann, að það er mjög góður andi í hópnum og mikil samvinna og markmið okkar allra er að veita bestu mögulegu stuðningsþjónustu til barna og fjölskyldna þeirra í Reykjavík.

Við höfum gert með okkur vinnusamning, sem er skrifaður hérna á vegginn:

  • Við sýnum hvort öðru stuðning, erum til staðar og hlustum af virðingu.
  • Styrkleiki allra og sérstaða skiptir máli.
  • Höfum gaman saman.

Mig langar að þakka verkefnastjórn sem var skipuð með erindisbréfi í mars 2019, kærlega fyrir þeirra framlag og samstarfs. En um var að ræða þverfaglega verkefnastjórn, þvert á allar þjónustumiðstöðvarnar og barnavernd sem mun starfa áfram út 2020.

Það eru fjölmargir starfsmenn velferðarsviðs sem hafa tekið virkan þátt í undirbúningi, bæði af skrifstofu velferðarsviðs, barnavernd og frá þjónustumiðstöðunum. Einnig hafa starfsmenn SFS tekið virkan þátt. Takk kærlega fyrir ykkar framlag. 

Gildi velferðarsviðs, VIRÐING, VIRKNI og VELFERÐ verða ekki bara skrifuð hér á veggina, heldur ætlum við að lifa gildin og þjónustunotendur og samstarfsmenn okkar munu sjá að við berum virðingu fyrir hvort öðru, hvetjum til virkni allra og velferð allra barna og fjölskyldna þeirra verða að sjálfsögðu höfð að leiðarljósi. 

Við hlökkum til samstarfsins við ykkur öll.

You may also like

Leave a Comment