Síðari dagur í Kathmandu

by Halldóra

Eftir morgunmat fórum við í skoðunaferð með Leifi og „lokal“ fararstjóranum okkar honum, xxx.

Ferðinni var fyrst heitið í Swayambhunath Stuba (Apagarðinn) þar sem eru margir fallegir staðir til að biðja.

Fyrst skoðuðum við bara svæðið og fengum kynningu á því með leiðsögumanninum okkar.

Svo fórum við og fengum kennslu á því hvernig Mandala myndir eru teiknaðar og sáum mun á gæðum mynda eftir því hvort þær eru teiknaðar af byrjanda eða meistara, sjá nánar um Mandala hér:

Eftir heimsóknina í Swayambhunath Stuba fórum við í borgina , Kssss þar sem við skoðuðum xxxxx  og fengum okkur svo hádegisverð uppi á þaki á skemmtilegum veitingastað. Fengum okkur klassískan indverskan hádegismat sem var mjög góður. Efitr matinn héldum við áfram að skoða og næst var farið í að skoða pottana sem losa þig við hausverk … og Gongh …

Eftir það var gengið til baka í áttina að rútunni, sem svo keyrði okkur heim.

Tók aftur 5 km skokk, þekkti svæðið betur núna, en það var komið mikið myrkur þegar ég kláraði það.

Borðuðum á bar-veitingastaðnum á hótelinu og síðan var farið í að græja fyrir morgundaginnn. Þar sem við megum bara vera með 12 kg Duffel bag og bakpokann okkar, en restina sem við förum ekki með, megum við skilja eftir á hótelinu þar sem við komum hingað aftur eftir gönguferðina í grunnbúðir Everest.

Fór að sofa um klukkan 23 – en var vöknuð aftur 01:30 – og er vakandi núna að skrifa dagbók sem er ekki gott, þar sem ég þarf að vakna klukkan 03 og brottför frá hótelinu klukkan 04:00 í fyrramálið.

En ef maður getur ekki sofið þá er betra að reyna að gera sig syfjaðan með því að skrifa í dagbókina …

Góða nótt !!!

You may also like

Leave a Comment