Dagur 1=Kathmandu – Lukla – Phakding (2610m) – (22.okt)

by Halldóra

Vöknuðum klukkan 03.00 eftir reyndar mjög litinn svefn held ég hafi sofið í 90 mín samtals. Klukkan 01.30 vaknaði ég og fór að skrifa dagbókina fyrstu tvo dagana.

Rútan fór frá hótelinu klukkan 04.00 og framundan var 4 klst ferðalag. Við skildum eftir eina ferðatösku á hótelinu með farangri sem við þurftum ekki með okkur auk þess sem við þurftum að skera verulega niður þar sem duffel bág ásamt bakpokanum mátti bara vikta 15 kg samtals.

Ég svaf meira og minna allt rútu ferðalagið en við fengum með okkur nesti sem ég borðaði bara þegar ég kom á flugvöllinn. Hann var eins og frá miðri síðustu öld, þarna var mikið kraðag og allir að bíða eftir flugi, við fengum svo líka miða áttum miða í 5 ferð dagsins.

Við biðum í nokkra klukkutíma og sóluðum okkar bara á meðan 😉

Flugið til Lukla var ekki eins hræðilegt og var talað um en það var mjög þröngt í flugvélinni.

Lentum í Lukla um klukkan 13.30 og fengum te og hádegismat á hótelinu sem við munum gista á – á bakaleiðinni. Keyptum SIM kort í símann og lögðum svo af stað eftir matinn í gönguna.

Framundan var rúmlega 8 km ganga meira niður en upp.

Stoppuðum á yndislegu kaffihúsi þar sem við fengum ofboðslega gott kaffi sem er brennt og malað á staðnum Himalaya baunir og kaffihús. Það eru þrjár systur sem reka þetta kaffihús ásamt foreldrum sínum og gistiheimili og veitingahús.

Það voru mæðgur sem afgreiddu okkur í kaffihúsinu, wow hvað það var gott ég keypti mér 3 kaffibolla, espresso, cappucino og americano.

Við gengum svo rösklega, fórum yfir eina hengibrú fyrsta daginn, það var mikið fjör þar sem krakkarnir væri að stríða okkur og hristu hana verulega hahah 😉 Náði þessu á FB live 😉

Við komum í gistihús rétt í tæka tíð fyrir myrkur. Gerðum góðar teygjur, fengum te og kvöldmat og vorum komin ofan í svefnpoka og sofnuð rétt rúmlega níu.

Frábær dagur á fjöllum.

You may also like

Leave a Comment