Fyrsta vetrarútilegan í Bláfjöllum

by Halldóra

Skellti mér með Árna Tryggva og Guðrúnu í Bláfjöll í kvöld í vetrartjaldútilegu. Við gengum án höfuðljósa alla leiðina að dalnum þar sem við ákváðum að tjalda. Mjög fallegt kvöld og ekki svo kalt. Lærði mikið af meistaranum, hvernig hlaða á snjóvegg, með því að nota snjósög til að búa til snjókassa.

Klukkan var að verða tólf, þegar við vorum búin að tjalda og byggja vegg og þá var ég bara orðin mjög syfjuð. Svaf eins og engill til að verða fjögur, þá var mér mál á klósettið, en lét það samt ekki eftir mér. Sofnaði aftur og vaknaði klukkan 07:00 útsofin og fín.

Nú styttist í Vatnajökulsævintýrið, svo það var ágætt að æfa sig að sofa í Bláfjöllum og læra af reynsluboltunum, takk Árni og Guðrún.

You may also like

Leave a Comment